Erlent

Þúsundir enn án rafmagns

RAfmagnslaust Þúsundir manna eru án rafmagns og símasambands á þeim svæðum sem verst urðu úti af völdum stormsins á dögunum. Fréttablaðið/AP
RAfmagnslaust Þúsundir manna eru án rafmagns og símasambands á þeim svæðum sem verst urðu úti af völdum stormsins á dögunum. Fréttablaðið/AP
Enn eru um 2.500 heimili án rafmagns í Norður-Noregi eftir að stormurinn Dagmar reið yfir landið um jólin.

Í samtali við fréttaveituna NTB segir upplýsingafulltrúi Statnetts að unnið sé hörðum höndum að því að koma dreifikerfinu aftur í gang, en um 5.000 voru án rafmagns framan af degi.

Á vef Aftenposten segir að um 20.000 heimili hafi verið án rafmagns í tvo sólarhringa eftir óveðrið. Skaðabætur eru í boði fyrir þau sem hafa verið án rafmagns í tólf tíma og hækkar stig af stigi eftir það.

Mikil röskun varð einnig á fjarskiptum á þeim svæðum sem illa urðu úti. Aftenposten segir að rúmlega 21.000 farsímaáskrifendur og 7.200 netáskrifendur Telnor hafi enn verið án sambands í gær. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×