Í fínu lagi á Íslandi en glæpur í Flórída Pétur Sigurðsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Ástæðan fyrir því að ég settist niður til þess að rita þessa grein er frétt sem ég sá í íslensku dagblaði, þar sem blaðamaður ræddi við starfsmann (ekki löggiltan) á leigumiðlun. Þau voru að fjalla um leigumarkaðinn og tjáði starfsmaðurinn sig frjálslega um leigusalana og þeirra hagsmuni með niðrandi athugasemdum. Einnig hef ég heyrt að fasteignasölur geti ráðið til sín sölumenn án nokkurra réttinda og leyft þeim að selja og taka í sölu eignir. Það er fróðleg lesning að bera saman lög um fasteignasala í Flórída og á Íslandi, og bera síðan saman framkvæmdina á þessum tveimur stöðum. Fyrsta grein laganna í Flórída hljómar svona í lauslegri þýðingu höfundar: Tilgangur – Löggjafinn telur það nauðsynlegt í þágu almanna hagsmuna og velferðar að setja reglur um fasteignamiðlara, sölumenn og skóla í fylkinu. Íslensku lögin byrja á: Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu. Eins og sést á upphafsgrein beggja laganna þá virðist tilgangurinn ekki sá sami, í Flórída er gegnumgangandi í lögunum að vernda almenning en á Íslandi að stjórna fasteignasalanum. Það skrítna við íslensku lögin er að það vantar í þau kaflann um sölumenn (aðstoðar) og annað aðstoðarfólk. Mesti munurinn á Íslandi og Flórída er að enginn má taka við umboðslaunum eða semja um þau, fyrir fasteignasölu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Réttindin í Flórída eru tvenns konar, annars vegar sölumaður fasteigna sem verður að vinna fyrir miðlara. Síðan eru það fasteignamiðlara réttindin sem veita réttindi til þess að eiga og/eða reka fasteignasölur. Einungis réttindafólk má tjá sig um kosti og galla eigna og skrifa samninga. Öll umboðslaun verða að vera greidd fasteignasölunni og má fasteignasalan einungis greiða réttindafólki umboðslaun. Lítum nú á hvað réttindalausir aðstoðarmenn mega gera í Flórída, þeir mega svara í símann, þeir mega setja upp viðtöl við fasteignasalana og ef spurt er um eign þá mega þeir lesa upp það sem stendur á blaði sem fasteignasalinn hefur skrifað og afhent þeim. Aðstoðarmenn mega líka færa bókhald, sjá um skjalastjórn, koma auglýsingum í blöðin, uppfæra heimasíðu og aðra pappírsvinnu. Aðstoðarmenn mega ekki þiggja prósentur eða umboðslaun, þeir verða að vera launafólk á mánaðar- eða tímakaupi. Lögin hérna kveða á um hvaða skyldur við höfum og að við verðum að láta kúnnann vita hvar hann stendur í samskiptum við fasteignasalann. Í fyrsta lagi þarf fasteignasalinn að vera heiðarlegur og sanngjarn. Í öðru lagi þarf fasteignasalinn að gera grein fyrir öllum fjármunum. Í þriðja lagi þarf fasteignasalinn að nota alla sína þekkingu, hæfileika og kostgæfni varðandi söluna. Í fjórða lagi þurfum við að láta kaupanda vita allt sem við vitum um eignina og verðmæti hennar. Í fimmta lagi verðum við að koma öllum tilboðum tímanlega til allra aðila, nema að við höfum skriflegar ráðleggingar um annað frá umboðsaðila okkar. Í sjötta lagi þá höfum við takmarkaðan trúnað við alla aðila, það er við megum ekki segja frá einhverju sem getur skaðað samningstöðu aðila. Síðan en ekki síst þá getur okkar kúnni gefið okkur skrifleg fyrirmæli um sínar séróskir eða sérþarfir. Þessar reglur miða við miðlara, en kúnninn getur ráðið okkur sem sinn einka fasteignasala og þá verður trúnaðurinn algjör við kúnnann. Ef við vinnum sem dæmi sem einkafasteignasali fyrir kúnna þá greiðir kúnninn fyrir okkar vinnu sama hvort um er að ræða kaup eða sölu eigna, en við verðum að gera öllum sem við skiptum við grein fyrir sambandi við okkar kúnna. Flestir kjósa að nota sama kerfi og er á Íslandi eða miðlara samskipti þar sem þau eru léttari, ódýrari og ná yfirleitt sama árangri. En lítum nú aftur á Ísland, þar sem málpípur fasteignasala og leigumiðlara eru réttindalausar og tjá sig frjálslega um kúnna fasteignasalans. Þar sem fasteignir eru auglýstar til sölu án þess að sé hægt að sjá hvort það sé fasteignasali eða sölumaður fasteigna sem er að auglýsa. Neytandinn verður að geta séð fyrirfram við hvern hann er að eiga og hvort þetta er löglegur fasteignasali eða einhver sem vill verða fasteignasali en nennir ekki eða getur ekki náð sér í réttindi. Þegar ég auglýsi fasteign til sölu verður að koma fram í auglýsingunni að ég sé með réttindi og að ég vinni fyrir löggilta fasteignasölu. Maður veltir því fyrir sér hvort löggjafinn hafi sofið á verðinum þegar ástandið er skoðað á Íslandi? Tölum nú aðeins um glæpinn, í lögunum í Flórída stendur að: Enginn má vinna sem fasteignamiðlari eða sölumaður fasteigna nema hafa til þess tilskilið skírteini. Hver sá sem brýtur þessi lög er að fremja glæp (felony of the third degree), viðurlögin eru allt að fimm ára fangelsi og $5.000 sekt. En eins og ég sagði að framan er þetta í fínu lagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég settist niður til þess að rita þessa grein er frétt sem ég sá í íslensku dagblaði, þar sem blaðamaður ræddi við starfsmann (ekki löggiltan) á leigumiðlun. Þau voru að fjalla um leigumarkaðinn og tjáði starfsmaðurinn sig frjálslega um leigusalana og þeirra hagsmuni með niðrandi athugasemdum. Einnig hef ég heyrt að fasteignasölur geti ráðið til sín sölumenn án nokkurra réttinda og leyft þeim að selja og taka í sölu eignir. Það er fróðleg lesning að bera saman lög um fasteignasala í Flórída og á Íslandi, og bera síðan saman framkvæmdina á þessum tveimur stöðum. Fyrsta grein laganna í Flórída hljómar svona í lauslegri þýðingu höfundar: Tilgangur – Löggjafinn telur það nauðsynlegt í þágu almanna hagsmuna og velferðar að setja reglur um fasteignamiðlara, sölumenn og skóla í fylkinu. Íslensku lögin byrja á: Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu. Eins og sést á upphafsgrein beggja laganna þá virðist tilgangurinn ekki sá sami, í Flórída er gegnumgangandi í lögunum að vernda almenning en á Íslandi að stjórna fasteignasalanum. Það skrítna við íslensku lögin er að það vantar í þau kaflann um sölumenn (aðstoðar) og annað aðstoðarfólk. Mesti munurinn á Íslandi og Flórída er að enginn má taka við umboðslaunum eða semja um þau, fyrir fasteignasölu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Réttindin í Flórída eru tvenns konar, annars vegar sölumaður fasteigna sem verður að vinna fyrir miðlara. Síðan eru það fasteignamiðlara réttindin sem veita réttindi til þess að eiga og/eða reka fasteignasölur. Einungis réttindafólk má tjá sig um kosti og galla eigna og skrifa samninga. Öll umboðslaun verða að vera greidd fasteignasölunni og má fasteignasalan einungis greiða réttindafólki umboðslaun. Lítum nú á hvað réttindalausir aðstoðarmenn mega gera í Flórída, þeir mega svara í símann, þeir mega setja upp viðtöl við fasteignasalana og ef spurt er um eign þá mega þeir lesa upp það sem stendur á blaði sem fasteignasalinn hefur skrifað og afhent þeim. Aðstoðarmenn mega líka færa bókhald, sjá um skjalastjórn, koma auglýsingum í blöðin, uppfæra heimasíðu og aðra pappírsvinnu. Aðstoðarmenn mega ekki þiggja prósentur eða umboðslaun, þeir verða að vera launafólk á mánaðar- eða tímakaupi. Lögin hérna kveða á um hvaða skyldur við höfum og að við verðum að láta kúnnann vita hvar hann stendur í samskiptum við fasteignasalann. Í fyrsta lagi þarf fasteignasalinn að vera heiðarlegur og sanngjarn. Í öðru lagi þarf fasteignasalinn að gera grein fyrir öllum fjármunum. Í þriðja lagi þarf fasteignasalinn að nota alla sína þekkingu, hæfileika og kostgæfni varðandi söluna. Í fjórða lagi þurfum við að láta kaupanda vita allt sem við vitum um eignina og verðmæti hennar. Í fimmta lagi verðum við að koma öllum tilboðum tímanlega til allra aðila, nema að við höfum skriflegar ráðleggingar um annað frá umboðsaðila okkar. Í sjötta lagi þá höfum við takmarkaðan trúnað við alla aðila, það er við megum ekki segja frá einhverju sem getur skaðað samningstöðu aðila. Síðan en ekki síst þá getur okkar kúnni gefið okkur skrifleg fyrirmæli um sínar séróskir eða sérþarfir. Þessar reglur miða við miðlara, en kúnninn getur ráðið okkur sem sinn einka fasteignasala og þá verður trúnaðurinn algjör við kúnnann. Ef við vinnum sem dæmi sem einkafasteignasali fyrir kúnna þá greiðir kúnninn fyrir okkar vinnu sama hvort um er að ræða kaup eða sölu eigna, en við verðum að gera öllum sem við skiptum við grein fyrir sambandi við okkar kúnna. Flestir kjósa að nota sama kerfi og er á Íslandi eða miðlara samskipti þar sem þau eru léttari, ódýrari og ná yfirleitt sama árangri. En lítum nú aftur á Ísland, þar sem málpípur fasteignasala og leigumiðlara eru réttindalausar og tjá sig frjálslega um kúnna fasteignasalans. Þar sem fasteignir eru auglýstar til sölu án þess að sé hægt að sjá hvort það sé fasteignasali eða sölumaður fasteigna sem er að auglýsa. Neytandinn verður að geta séð fyrirfram við hvern hann er að eiga og hvort þetta er löglegur fasteignasali eða einhver sem vill verða fasteignasali en nennir ekki eða getur ekki náð sér í réttindi. Þegar ég auglýsi fasteign til sölu verður að koma fram í auglýsingunni að ég sé með réttindi og að ég vinni fyrir löggilta fasteignasölu. Maður veltir því fyrir sér hvort löggjafinn hafi sofið á verðinum þegar ástandið er skoðað á Íslandi? Tölum nú aðeins um glæpinn, í lögunum í Flórída stendur að: Enginn má vinna sem fasteignamiðlari eða sölumaður fasteigna nema hafa til þess tilskilið skírteini. Hver sá sem brýtur þessi lög er að fremja glæp (felony of the third degree), viðurlögin eru allt að fimm ára fangelsi og $5.000 sekt. En eins og ég sagði að framan er þetta í fínu lagi á Íslandi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun