Hafnarfjarðarbær ekki féflettur Dr. Bjarki Jóhannesson skrifar 23. desember 2011 06:00 Í Fréttablaðinu 21. desember birtist greinin „Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama“ eftir Karl Garðarsson. Karli er þakkað fyrir að opna mjög þarfa umræðu, en þó eru nokkur atriði varðandi aðkomu embættis byggingarfulltrúa sem ástæða er til að leiðrétta, og jafnframt að minnast á ábyrgð byggingarstjóra í þessu máli. Karl fjallar um skort á réttri skráningu byggingarstigs fasteigna, sem er grundvöllur álagningar fasteignagjalda. Þar sem hús sem flutt er inn í séu enn skráð sem fokheld, innheimtist aðeins hluti lögboðinna fasteignagjalda af þeim. Karl fullyrðir síðan að ekkert sé gert í málinu og að lítið sem ekkert eftirlit hafi verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum. Bæjaryfirvöld hafi ekkert gert í málinu svo árum skipti, en hafi loks vaknað af „Þyrnirósarsvefni“. Ég upplýsti Karl um nokkur atriði í símtali, m.a. að þetta ástand væri afrakstur þenslunnar, og að bærinn hafi byggst það hratt upp og framkvæmdir verið það miklar að ógerningur hafi verið að fylgja þessum málum eftir. Á árunum 2003-2007 voru stundum samþykkt 10-15 byggingarleyfi á viku og eftirlitsmenn náðu rétt að hlaupa á milli húsa í úttektum. Á árinu 2007 voru byggingarleyfin t.a.m. um 250 talsins. Í aðdraganda hrunsins fór að hægja á þessu, og jafnframt fóru eftirköst þenslunnar að koma í ljós. Meðal þess var að einstaka byggingarstjórar höfðu látið undir höfuð leggjast að óska eftir úttektum sem er lögboðin skylda þeirra. Þetta á þó alls ekki við um alla byggingarstjóra. Meðal þessa voru fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem mynda grunn fyrir rétta skráningu húsnæðisins. Dæmi voru jafnvel um það að hús væru skráð á byggingarstigi 1, sem þýðir aðeins að byggingarleyfi hafi verið gefið út, þó svo að húsin væru fullbyggð og fólk flutt inn í þau. Það gefur aðeins 10% af fullu fasteignamati. Við brugðumst strax við þessu og frá og með árinu 2008 höfum við verið að krefja byggingarstjóra iðnaðarhúsnæðis og fjölbýlishúsa um fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem er forsenda þess að færa byggingarstig upp og þar með innheimta full fasteignagjöld. Það er, að færa húsnæði af byggingarstigi 4 (fokhelt) sem gefur 50% af fullu fasteignamati og upp á byggingarstig 7 (fullbúið) sem gefur fullt fasteignamat. Samkvæmt eldri skipulags- og byggingarlögum voru úrræði okkar fram til ársins 2010 að beita dagsektum til að fá byggingarstjórana sjálfa til að sækja um lokaúttekt og þurfti það allt að fara gegnum skipulags- og byggingarráð og síðan bæjarstjórn, sem tók ærinn tíma. Með nýjum mannvirkjalögum, sem tóku gildi 1. janúar 2010 getur byggingarfulltrúi boðað lokaúttekt og ef byggingarstjóri mætir ekki, sett á hann dagsektir, allt án milliliða. Á þessu tímabili höfum við verið með 130 slík eftirrekstrarmál í gangi og árangurinn hefur verið að á árunum 2009 og 2010 skilaði þetta 50 fokheldisúttektum íbúðarhúsa með 240 íbúðum og um 50 fokheldisúttektum á atvinnuhúsnæði. Lokaúttektir voru álíka margar, en lokatölur þessa árs liggja enn ekki fyrir. Þar með hafa umtalsverð fasteignagjöld skilað sér. Þar með er ekki öll sagan sögð hvað varðar fasteignagjöldin. Nú er það svo, að hafi lokaúttekt ekki farið fram, en húsið telst fullbúið, færir Þjóðskrá (Fasteignamat ríkisins) matsstig húsanna upp í matsstig 8, sem þýðir að 95% af fullu fasteignagjaldi eru innheimt. Karl tekur sérstaklega upp skráningu einbýlishúsa. Því miður er það oftast svo að ekki er gerð lokaúttekt á einbýlishúsum og liggja til þess ýmsar ástæður, einkum þær að eigendur ljúka oft við hús sín án aðkomu byggingarstjóra. Fjöldi slíkra mála er slíkur að ógerningur er að sinna þeim, enda eru flest þessara húsa með matsstig 8 og skila þ.a.l. 95% fasteignagjalda. Hér er því ekki um það tekjutap eða mismunun íbúa að ræða sem Karl heldur fram. Það er því mjög villandi að benda á að fjöldi húsa sé á byggingarstigi 4 og fasteignagjöld skili sér ekki þess vegna, þar sem í flestum tilvikum er matsstigið 8. Þetta fékk Karl allt upplýst, en fjallar ekki um í grein sinni. Því skal þó ekki mótmælt að full þörf er á að taka betur til í þessum skráningarmálum og yfirliti yfir þau. Best væri að fara um bæinn og gera fullkomna úttekt á þessu, eins og Karl bendir réttilega á. Því skal þó bætt við að þar þarf að fara að lögum, en þess munu dæmi, að sveitarfélög skrái byggingarstig 7 án þess að lokaúttekt hafi farið fram. Slíkt gerum við ekki í Hafnarfirði.Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 21. desember birtist greinin „Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama“ eftir Karl Garðarsson. Karli er þakkað fyrir að opna mjög þarfa umræðu, en þó eru nokkur atriði varðandi aðkomu embættis byggingarfulltrúa sem ástæða er til að leiðrétta, og jafnframt að minnast á ábyrgð byggingarstjóra í þessu máli. Karl fjallar um skort á réttri skráningu byggingarstigs fasteigna, sem er grundvöllur álagningar fasteignagjalda. Þar sem hús sem flutt er inn í séu enn skráð sem fokheld, innheimtist aðeins hluti lögboðinna fasteignagjalda af þeim. Karl fullyrðir síðan að ekkert sé gert í málinu og að lítið sem ekkert eftirlit hafi verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum. Bæjaryfirvöld hafi ekkert gert í málinu svo árum skipti, en hafi loks vaknað af „Þyrnirósarsvefni“. Ég upplýsti Karl um nokkur atriði í símtali, m.a. að þetta ástand væri afrakstur þenslunnar, og að bærinn hafi byggst það hratt upp og framkvæmdir verið það miklar að ógerningur hafi verið að fylgja þessum málum eftir. Á árunum 2003-2007 voru stundum samþykkt 10-15 byggingarleyfi á viku og eftirlitsmenn náðu rétt að hlaupa á milli húsa í úttektum. Á árinu 2007 voru byggingarleyfin t.a.m. um 250 talsins. Í aðdraganda hrunsins fór að hægja á þessu, og jafnframt fóru eftirköst þenslunnar að koma í ljós. Meðal þess var að einstaka byggingarstjórar höfðu látið undir höfuð leggjast að óska eftir úttektum sem er lögboðin skylda þeirra. Þetta á þó alls ekki við um alla byggingarstjóra. Meðal þessa voru fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem mynda grunn fyrir rétta skráningu húsnæðisins. Dæmi voru jafnvel um það að hús væru skráð á byggingarstigi 1, sem þýðir aðeins að byggingarleyfi hafi verið gefið út, þó svo að húsin væru fullbyggð og fólk flutt inn í þau. Það gefur aðeins 10% af fullu fasteignamati. Við brugðumst strax við þessu og frá og með árinu 2008 höfum við verið að krefja byggingarstjóra iðnaðarhúsnæðis og fjölbýlishúsa um fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem er forsenda þess að færa byggingarstig upp og þar með innheimta full fasteignagjöld. Það er, að færa húsnæði af byggingarstigi 4 (fokhelt) sem gefur 50% af fullu fasteignamati og upp á byggingarstig 7 (fullbúið) sem gefur fullt fasteignamat. Samkvæmt eldri skipulags- og byggingarlögum voru úrræði okkar fram til ársins 2010 að beita dagsektum til að fá byggingarstjórana sjálfa til að sækja um lokaúttekt og þurfti það allt að fara gegnum skipulags- og byggingarráð og síðan bæjarstjórn, sem tók ærinn tíma. Með nýjum mannvirkjalögum, sem tóku gildi 1. janúar 2010 getur byggingarfulltrúi boðað lokaúttekt og ef byggingarstjóri mætir ekki, sett á hann dagsektir, allt án milliliða. Á þessu tímabili höfum við verið með 130 slík eftirrekstrarmál í gangi og árangurinn hefur verið að á árunum 2009 og 2010 skilaði þetta 50 fokheldisúttektum íbúðarhúsa með 240 íbúðum og um 50 fokheldisúttektum á atvinnuhúsnæði. Lokaúttektir voru álíka margar, en lokatölur þessa árs liggja enn ekki fyrir. Þar með hafa umtalsverð fasteignagjöld skilað sér. Þar með er ekki öll sagan sögð hvað varðar fasteignagjöldin. Nú er það svo, að hafi lokaúttekt ekki farið fram, en húsið telst fullbúið, færir Þjóðskrá (Fasteignamat ríkisins) matsstig húsanna upp í matsstig 8, sem þýðir að 95% af fullu fasteignagjaldi eru innheimt. Karl tekur sérstaklega upp skráningu einbýlishúsa. Því miður er það oftast svo að ekki er gerð lokaúttekt á einbýlishúsum og liggja til þess ýmsar ástæður, einkum þær að eigendur ljúka oft við hús sín án aðkomu byggingarstjóra. Fjöldi slíkra mála er slíkur að ógerningur er að sinna þeim, enda eru flest þessara húsa með matsstig 8 og skila þ.a.l. 95% fasteignagjalda. Hér er því ekki um það tekjutap eða mismunun íbúa að ræða sem Karl heldur fram. Það er því mjög villandi að benda á að fjöldi húsa sé á byggingarstigi 4 og fasteignagjöld skili sér ekki þess vegna, þar sem í flestum tilvikum er matsstigið 8. Þetta fékk Karl allt upplýst, en fjallar ekki um í grein sinni. Því skal þó ekki mótmælt að full þörf er á að taka betur til í þessum skráningarmálum og yfirliti yfir þau. Best væri að fara um bæinn og gera fullkomna úttekt á þessu, eins og Karl bendir réttilega á. Því skal þó bætt við að þar þarf að fara að lögum, en þess munu dæmi, að sveitarfélög skrái byggingarstig 7 án þess að lokaúttekt hafi farið fram. Slíkt gerum við ekki í Hafnarfirði.Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarða.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar