Framtaks er þörf Þorkell Sigurlaugsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Þegar Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009, fyrir tveimur árum, var staðan í íslensku atvinnulífi um margt sérstök. Fjölmörg fyrirtæki höfðu lent í verulegum erfiðleikum og leystu bankarnir þau til sín. Það var ljóst að eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum yrði aldrei til frambúðar og nauðsynlegt að skapa farveg fyrir eðlilegt eignarhald. Fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru illa brenndir af hruninu og almenningur hafði misst tiltrú á hlutabréfamarkaði. Við þessar aðstæður ákváðu 16 lífeyrissjóðir að stofna Framtakssjóðinn, sem hefði það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmiðið var að byggja upp öflug fyrirtæki og um leið skila góðri ávöxtun til fjárfesta. Það er ekki markmið Framtakssjóðsins að eiga fyrirtæki til lengri tíma, þvert á móti á Framtakssjóðurinn að selja eignarhluti sína að hluta eða öllu leyti innan nokkurra ára, eða þegar hlutverki hans er lokið, meðal annars með skráningu á hlutabréfamarkað. Góð tækifæri – góður árangurÞað er lykilatriði í starfsemi Framtakssjóðsins að ná góðri ávöxtun á það fjármagn sem bundið er í sjóðnum og er að mestu í eigu almennings í landinu og ná þannig til baka hluta þeirra fjármuna sem töpuðust við hrunið. Sjóðurinn er 54 milljarðar að stærð og hefur þegar fjárfest fyrir um 60% af þeirri fjárhæð í 8 fyrirtækjum. Nálgun Framtakssjóðsins í fjárfestingum er ólík því sem áður tíðkaðist því sjóðurinn tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Áhugavert er að skoða þrjú dæmi um þann árangur sem náðst hefur; l Framtakssjóðurinn kom að fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group sumarið 2010 með kaupum á tæplega 30% hlut í félaginu fyrir um 3,6 milljarða króna sem var hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Margir hafa gleymt því að þá var félagið mjög skuldsett og í rekstrarvanda samhliða óvissu í tengslum við eldgos. Vitnað var í Warren Buffett að hann keypti ekki hlut í flugfélögum og haldinn sérstakur umræðufundur þar sem þessi fjárfesting var gagnrýnd. Framtakssjóðurinn seldi 10% hlut í nóvember fyrir um 2,7 milljarða króna og hefur þannig nú þegar skilað til baka til eigenda þremur fjórðu hlutum fjárfestingarinnar. FSÍ heldur eftir 19% hlut sem er nú að markaðsvirði um 5 milljarðar króna. l Icelandic Group, sem er sölu- og framleiðslufyrirtæki sjávarafurða, hefur verið endurskipulagt og erlendar eignir seldar fyrir um 41 milljarð króna á árinu 2011. Í stað fyrirtækis í miklum rekstrarerfiðleikum, stendur eftir öflugt fyrirtæki, sem er vel í stakk búið til að þjóna íslenskum sjávarútvegi, með um 80 milljarða króna veltu, sterka eiginfjárstöðu og starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu. l Að lokum má nefna að Húsasmiðjan hefur nú verið seld í opnu söluferli til öflugrar danskrar verslanakeðju, Bygma. Það er ánægjulegt að sjá erlendan aðila kaupa íslenska verslunarkeðju og mun það verða starfsfólki fyrirtækisins og almenningi til hagsbóta. Með sölu á Húsasmiðjunni hefur tekist að bjarga verðmætum og atvinnu starfsfólks, auk þess að fá öflugan erlendan aðila til að fjárfesta í byggingavörumarkaðnum hér á landi með auknu vöruframboði og samkeppnishæfu verði. Vandaðir stjórnarhættirFramtakssjóðurinn á nú umtalsverðan eignarhlut í 7 fyrirtækjum þ.e. SKÝRR, Vodafone, N1, Plastprent, Promens, Icelandair Group og Icelandic Group. Alls sitja 18 einstaklingar í stjórnum fyrirtækja á vegum Framtakssjóðsins, 10 konur og 8 karlar. Þessir einstaklingar hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og þeirra hlutverk er að vinna að hagsmunum viðkomandi fyrirtækja, setja skýr rekstrarmarkmið og fylgja þeim eftir. Strangar kröfur eru gerðar um stjórnarhætti í öllum félögum og markmiðið að fyrirtækin séu þar í fararbroddi í íslensku atvinnulífi. Áhersla er lögð á gegnsæi og upplýsingagjöf og eru árshlutauppgjör og ársreikningar birtir á vef Framtakssjóðsins. Á næstu þremur árum er stefnt að því að um 90% af núverandi eignum Framtakssjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað sem mun hafa mikla þýðingu fyrir almenning og fjárfesta. Fjármunum sem fást við sölu eigna er skilað til eigenda sjóðsins en ekki endurfjárfest í nýjum verkefnum. Höldum áframFramtakssjóður Íslands og lífeyrissjóðirnir hafa á síðustu tveimur árum tekið virkan þátt í uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Þar hefur vel tekist til og mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina að sýna áfram framtak og forystu við uppbyggingu atvinnulífsins samhliða því að byggja upp hlutabréfamarkað, aflétta gjaldeyrishöftum og koma eignarhaldi fyrirtækja út úr bankakerfinu. Jafnframt þarf að tryggja það að trúverðugleiki skapist á hlutabréfamarkaði, samþjöppun verði ekki of mikil og aldrei endurtaki sig þeir viðskiptahættir sem tíðkuðust hér á landi á árunum 2003-2008. Höldum áfram á árinu 2012. Það er enn mikið verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þegar Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009, fyrir tveimur árum, var staðan í íslensku atvinnulífi um margt sérstök. Fjölmörg fyrirtæki höfðu lent í verulegum erfiðleikum og leystu bankarnir þau til sín. Það var ljóst að eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum yrði aldrei til frambúðar og nauðsynlegt að skapa farveg fyrir eðlilegt eignarhald. Fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru illa brenndir af hruninu og almenningur hafði misst tiltrú á hlutabréfamarkaði. Við þessar aðstæður ákváðu 16 lífeyrissjóðir að stofna Framtakssjóðinn, sem hefði það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmiðið var að byggja upp öflug fyrirtæki og um leið skila góðri ávöxtun til fjárfesta. Það er ekki markmið Framtakssjóðsins að eiga fyrirtæki til lengri tíma, þvert á móti á Framtakssjóðurinn að selja eignarhluti sína að hluta eða öllu leyti innan nokkurra ára, eða þegar hlutverki hans er lokið, meðal annars með skráningu á hlutabréfamarkað. Góð tækifæri – góður árangurÞað er lykilatriði í starfsemi Framtakssjóðsins að ná góðri ávöxtun á það fjármagn sem bundið er í sjóðnum og er að mestu í eigu almennings í landinu og ná þannig til baka hluta þeirra fjármuna sem töpuðust við hrunið. Sjóðurinn er 54 milljarðar að stærð og hefur þegar fjárfest fyrir um 60% af þeirri fjárhæð í 8 fyrirtækjum. Nálgun Framtakssjóðsins í fjárfestingum er ólík því sem áður tíðkaðist því sjóðurinn tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Áhugavert er að skoða þrjú dæmi um þann árangur sem náðst hefur; l Framtakssjóðurinn kom að fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group sumarið 2010 með kaupum á tæplega 30% hlut í félaginu fyrir um 3,6 milljarða króna sem var hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Margir hafa gleymt því að þá var félagið mjög skuldsett og í rekstrarvanda samhliða óvissu í tengslum við eldgos. Vitnað var í Warren Buffett að hann keypti ekki hlut í flugfélögum og haldinn sérstakur umræðufundur þar sem þessi fjárfesting var gagnrýnd. Framtakssjóðurinn seldi 10% hlut í nóvember fyrir um 2,7 milljarða króna og hefur þannig nú þegar skilað til baka til eigenda þremur fjórðu hlutum fjárfestingarinnar. FSÍ heldur eftir 19% hlut sem er nú að markaðsvirði um 5 milljarðar króna. l Icelandic Group, sem er sölu- og framleiðslufyrirtæki sjávarafurða, hefur verið endurskipulagt og erlendar eignir seldar fyrir um 41 milljarð króna á árinu 2011. Í stað fyrirtækis í miklum rekstrarerfiðleikum, stendur eftir öflugt fyrirtæki, sem er vel í stakk búið til að þjóna íslenskum sjávarútvegi, með um 80 milljarða króna veltu, sterka eiginfjárstöðu og starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu. l Að lokum má nefna að Húsasmiðjan hefur nú verið seld í opnu söluferli til öflugrar danskrar verslanakeðju, Bygma. Það er ánægjulegt að sjá erlendan aðila kaupa íslenska verslunarkeðju og mun það verða starfsfólki fyrirtækisins og almenningi til hagsbóta. Með sölu á Húsasmiðjunni hefur tekist að bjarga verðmætum og atvinnu starfsfólks, auk þess að fá öflugan erlendan aðila til að fjárfesta í byggingavörumarkaðnum hér á landi með auknu vöruframboði og samkeppnishæfu verði. Vandaðir stjórnarhættirFramtakssjóðurinn á nú umtalsverðan eignarhlut í 7 fyrirtækjum þ.e. SKÝRR, Vodafone, N1, Plastprent, Promens, Icelandair Group og Icelandic Group. Alls sitja 18 einstaklingar í stjórnum fyrirtækja á vegum Framtakssjóðsins, 10 konur og 8 karlar. Þessir einstaklingar hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og þeirra hlutverk er að vinna að hagsmunum viðkomandi fyrirtækja, setja skýr rekstrarmarkmið og fylgja þeim eftir. Strangar kröfur eru gerðar um stjórnarhætti í öllum félögum og markmiðið að fyrirtækin séu þar í fararbroddi í íslensku atvinnulífi. Áhersla er lögð á gegnsæi og upplýsingagjöf og eru árshlutauppgjör og ársreikningar birtir á vef Framtakssjóðsins. Á næstu þremur árum er stefnt að því að um 90% af núverandi eignum Framtakssjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað sem mun hafa mikla þýðingu fyrir almenning og fjárfesta. Fjármunum sem fást við sölu eigna er skilað til eigenda sjóðsins en ekki endurfjárfest í nýjum verkefnum. Höldum áframFramtakssjóður Íslands og lífeyrissjóðirnir hafa á síðustu tveimur árum tekið virkan þátt í uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Þar hefur vel tekist til og mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina að sýna áfram framtak og forystu við uppbyggingu atvinnulífsins samhliða því að byggja upp hlutabréfamarkað, aflétta gjaldeyrishöftum og koma eignarhaldi fyrirtækja út úr bankakerfinu. Jafnframt þarf að tryggja það að trúverðugleiki skapist á hlutabréfamarkaði, samþjöppun verði ekki of mikil og aldrei endurtaki sig þeir viðskiptahættir sem tíðkuðust hér á landi á árunum 2003-2008. Höldum áfram á árinu 2012. Það er enn mikið verk að vinna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar