Ójöfnuður og afskipti ríkisvaldsins Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2011 06:00 Umræða um ójöfnuð lífskjara meðal almennings skýtur reglulega upp kollinum hérlendis, enda er þetta málefni mikilvægt viðfangsefni stjórnmála og vinnumarkaðar. Stefnumörkun á þessum sviðum, til að mynda í skatta- og velferðarmálum, hefur veruleg áhrif á dreifingu lífskjara í þjóðfélaginu. Í þessari grein kynnum við niðurstöður úr nýlegri könnun sem gefur vísbendingu um hve mikinn ójöfnuð Íslendingar vilja og hvaða hlutverk þeir telja að ríkisvaldið eigi að hafa í að sporna við ójöfnuði í þjóðfélaginu. Hugmyndir almennings um ójöfnuðSkiptar skoðanir um ójöfnuð, ekki síst lífseig átök um stefnu ríkisvaldsins í velferðar- og skattamálum, endurspegla ákveðna togstreitu í hugmyndaheimi nútíma velferðaríkja. Annars vegar er um að ræða hugmyndir sem leggja áherslu á að ójöfnuður sé æskilegur vegna þess að hann hvetji duglegustu og efnilegustu einstaklingana til dáða og leiði þannig til framfara fyrir þjóðfélagið. Enn fremur sé ójöfnuður réttlátur svo framarlega sem hann byggist á jöfnum tækifærum. Hins vegar eru það hugmyndir sem leggja áherslu á að of mikill ójöfnuður sé slæmur vegna þess að hann grafi undan félagslegum réttindum þeirra lágt settu sem þurfa að búa við lífskjör langt undir þeim lífskjörum sem teljast eðlileg í þjóðfélaginu. Einnig leiði mikill ójöfnuður til félagslegrar sundrungar með tilheyrandi vandamálum á borð við útbreitt vantraust og háa tíðni afbrota og félagslegra vandamála. Að lokum sé ójöfnuður óréttlátur vegna þess að tækifæri fólks til að klífa þjóðfélagsstigann séu í reynd ójöfn, til að mynda vegna ólíkra uppeldisskilyrða eða mismununar vegna kynferðis. Oft er deilt um ágæti þessara sjónarmiða í opinberri umræðu en lítið hefur verið fjallað um hvernig togstreitan á milli þeirra endurspeglast í hugmyndum almennings á Íslandi um ójöfnuð og velferðarmál. Á undanförnum tveimur áratugum hafa kannanir ítrekað leitt í ljós að níu af hverjum tíu Íslendingum telja að tekjuójöfnuður í þjóðfélaginu sé of mikill. En þar með er ekki sagt að almenningur vilji fullkominn jöfnuð. Erlendar rannsóknir benda til þess að meirihluti almennings í vestrænum samfélögum vilji hvetja fólk til dáða með því að launa betur störf sem krefjast meiri menntunar eða færni. En þær sýna jafnframt að almenningur hefur ákveðin þolmörk fyrir því hve mikill tekjumunurinn má vera. Þau þolmörk virðast vera afar mismunandi milli landa. Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar?Á tímabilinu nóvember 2009 til júlí 2010 framkvæmdum við spurningakönnun á líkindaúrtaki 948 fullorðinna Íslendinga. Eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar var að skoða viðhorf íslensks almennings til tekjuskiptingar. Svarendur voru beðnir um að segja hvað þeir teldu vera æskilegar tekjur fimm starfa, þ.e. þriggja „hátt settra“ starfa (forstjóra í stórfyrirtæki, ráðherra og heimilislæknis) og tveggja „lágt settra“ starfa (ófaglærðs verkamanns í verksmiðju og almenns starfsmanns í verslun). Þessar upplýsingar gefa ákveðna vísbendingu um hve mikinn tekjuójöfnuð svarendur vilja. Taflan sýnir viðhorf svarenda til þess hver sé æskilegur hlutfallslegur munur á tekjum hátt settu starfanna og þeirra lágt settu. Fram kemur samstaða um það viðhorf að hátt sett störf eigi vissulega að fá hærri tekjur en lágt sett störf, en jafnframt kemur í ljós samstaða um það að tekjumunurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Stór meirihluti svarenda (75%) vill að hátt settu störfin hafi milli 50 til 249% hærri tekjur en lágt settu störfin. Lítill hluti svarenda (8%) vill að tekjumunurinn sé 350% eða meiri.Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar? „Hátt sett“ störf eiga að fá... % svarenda 0 til 49% hærri tekjur 5 50 til 149% hærri tekjur 43 150 til 249% hærri tekjur 32 250 til 349% hærri tekjur 12 350% hærri tekjur eða meira 8 Svarendur voru jafnframt beðnir um að meta hvaða tekjur þessi störf hefðu í raun og veru (ekki sýnt í töflu). Flestir svarendur (77%) telja að tekjumunurinn sé meiri en 249%. Flestir Íslendingar vilja með öðrum orðum minni tekjuójöfnuð en þeir telja að sé raunin. Á ríkisvaldið að sporna við lífskjaraójöfnuði?Sú niðurstaða að meirihluti Íslendinga vilji minni tekjumun en þeir telja að raunin sé vekur upp spurningar um hvaða hlutverk ríkisvaldið á að hafa í að jafna lífskjörin. Könnun okkar leiðir í ljós verulega samstöðu um það viðhorf meðal almennings að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu (menntun og heilbrigðisþjónustu). Þannig sögðust 72% svarenda vera sammála þeirri staðhæfingu að ríkisvaldið ætti að bera ábyrgð á því að jafna tekjumun í samfélaginu. Verulegur stuðningur kom fram við tekjujafnandi skattkerfi, en 76% svarenda töldu að tekjuháir ættu að borga hærri hluta af tekjum sínum í skatt en tekjulágir. Þá var mikill meirihluti svarenda (yfir 80%) á þeirri skoðun að það væri beinlínis óréttlátt ef tekjuháir einstaklingar gætu keypt sér betri grunnþjónustu (heilbrigðisþjónustu og menntun) en tekjulágir einstaklingar. LokaorðÞótt deilur um ójöfnuð og hlutverk ríkisvaldsins í að sporna við honum hafi oft verið áberandi í þjóðfélagsumræðu á undanförnum árum hefur lítið verið skoðað hvernig málefnið horfir við almenningi. Oft heyrum við skoðanir frá fáum einstaklingum sem tileinkað hafa sér mjög eindregna afstöðu með eða á móti velferðar- og skattastefnu sem ætlað er að sporna við ójöfnuði í lífskjörum. Mikilvægt er að stefnumótun í þessum viðkvæmu málaflokkum skapi sátt í þjóðfélaginu, enda getur útbreidd óánægja með dreifingu lífskjara grafið undan réttlætiskennd fólks og alið af sér félagslega sundrung og óstöðugleika. En þá er líka nauðsynlegt að afla þekkingar á því hvaða skoðanir ríkja meðal almennings. Rannsókn okkar er skref í þá átt. Niðurstöður benda til þess að meirihluti Íslendinga sé á þeirri skoðun að ákveðinn tekjuójöfnuður milli starfa sé nauðsynlegur, að mikilvægt sé að verðlauna þá einstaklinga sem sýna dugnað og færni. En þær sýna jafnframt mikla samstöðu meðal almennings um þá skoðun að ójöfnuðurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Þau þolmörk eru lægri en raunin er á Íslandi í dag. Ef tekið er mið af þeim átökum sem einkenna oft umræðuna á opinberum vettvangi, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna, vekur það athygli hve almenningur sýnir mikla samstöðu um þá skoðun að ríkisvaldið eigi að taka virkan þátt í því að jafna lífskjörin í þjóðfélaginu. Meirihluti Íslendinga virðist vera á þeirri skoðun að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um ójöfnuð lífskjara meðal almennings skýtur reglulega upp kollinum hérlendis, enda er þetta málefni mikilvægt viðfangsefni stjórnmála og vinnumarkaðar. Stefnumörkun á þessum sviðum, til að mynda í skatta- og velferðarmálum, hefur veruleg áhrif á dreifingu lífskjara í þjóðfélaginu. Í þessari grein kynnum við niðurstöður úr nýlegri könnun sem gefur vísbendingu um hve mikinn ójöfnuð Íslendingar vilja og hvaða hlutverk þeir telja að ríkisvaldið eigi að hafa í að sporna við ójöfnuði í þjóðfélaginu. Hugmyndir almennings um ójöfnuðSkiptar skoðanir um ójöfnuð, ekki síst lífseig átök um stefnu ríkisvaldsins í velferðar- og skattamálum, endurspegla ákveðna togstreitu í hugmyndaheimi nútíma velferðaríkja. Annars vegar er um að ræða hugmyndir sem leggja áherslu á að ójöfnuður sé æskilegur vegna þess að hann hvetji duglegustu og efnilegustu einstaklingana til dáða og leiði þannig til framfara fyrir þjóðfélagið. Enn fremur sé ójöfnuður réttlátur svo framarlega sem hann byggist á jöfnum tækifærum. Hins vegar eru það hugmyndir sem leggja áherslu á að of mikill ójöfnuður sé slæmur vegna þess að hann grafi undan félagslegum réttindum þeirra lágt settu sem þurfa að búa við lífskjör langt undir þeim lífskjörum sem teljast eðlileg í þjóðfélaginu. Einnig leiði mikill ójöfnuður til félagslegrar sundrungar með tilheyrandi vandamálum á borð við útbreitt vantraust og háa tíðni afbrota og félagslegra vandamála. Að lokum sé ójöfnuður óréttlátur vegna þess að tækifæri fólks til að klífa þjóðfélagsstigann séu í reynd ójöfn, til að mynda vegna ólíkra uppeldisskilyrða eða mismununar vegna kynferðis. Oft er deilt um ágæti þessara sjónarmiða í opinberri umræðu en lítið hefur verið fjallað um hvernig togstreitan á milli þeirra endurspeglast í hugmyndum almennings á Íslandi um ójöfnuð og velferðarmál. Á undanförnum tveimur áratugum hafa kannanir ítrekað leitt í ljós að níu af hverjum tíu Íslendingum telja að tekjuójöfnuður í þjóðfélaginu sé of mikill. En þar með er ekki sagt að almenningur vilji fullkominn jöfnuð. Erlendar rannsóknir benda til þess að meirihluti almennings í vestrænum samfélögum vilji hvetja fólk til dáða með því að launa betur störf sem krefjast meiri menntunar eða færni. En þær sýna jafnframt að almenningur hefur ákveðin þolmörk fyrir því hve mikill tekjumunurinn má vera. Þau þolmörk virðast vera afar mismunandi milli landa. Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar?Á tímabilinu nóvember 2009 til júlí 2010 framkvæmdum við spurningakönnun á líkindaúrtaki 948 fullorðinna Íslendinga. Eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar var að skoða viðhorf íslensks almennings til tekjuskiptingar. Svarendur voru beðnir um að segja hvað þeir teldu vera æskilegar tekjur fimm starfa, þ.e. þriggja „hátt settra“ starfa (forstjóra í stórfyrirtæki, ráðherra og heimilislæknis) og tveggja „lágt settra“ starfa (ófaglærðs verkamanns í verksmiðju og almenns starfsmanns í verslun). Þessar upplýsingar gefa ákveðna vísbendingu um hve mikinn tekjuójöfnuð svarendur vilja. Taflan sýnir viðhorf svarenda til þess hver sé æskilegur hlutfallslegur munur á tekjum hátt settu starfanna og þeirra lágt settu. Fram kemur samstaða um það viðhorf að hátt sett störf eigi vissulega að fá hærri tekjur en lágt sett störf, en jafnframt kemur í ljós samstaða um það að tekjumunurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Stór meirihluti svarenda (75%) vill að hátt settu störfin hafi milli 50 til 249% hærri tekjur en lágt settu störfin. Lítill hluti svarenda (8%) vill að tekjumunurinn sé 350% eða meiri.Hve mikinn tekjuójöfnuð vilja Íslendingar? „Hátt sett“ störf eiga að fá... % svarenda 0 til 49% hærri tekjur 5 50 til 149% hærri tekjur 43 150 til 249% hærri tekjur 32 250 til 349% hærri tekjur 12 350% hærri tekjur eða meira 8 Svarendur voru jafnframt beðnir um að meta hvaða tekjur þessi störf hefðu í raun og veru (ekki sýnt í töflu). Flestir svarendur (77%) telja að tekjumunurinn sé meiri en 249%. Flestir Íslendingar vilja með öðrum orðum minni tekjuójöfnuð en þeir telja að sé raunin. Á ríkisvaldið að sporna við lífskjaraójöfnuði?Sú niðurstaða að meirihluti Íslendinga vilji minni tekjumun en þeir telja að raunin sé vekur upp spurningar um hvaða hlutverk ríkisvaldið á að hafa í að jafna lífskjörin. Könnun okkar leiðir í ljós verulega samstöðu um það viðhorf meðal almennings að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu (menntun og heilbrigðisþjónustu). Þannig sögðust 72% svarenda vera sammála þeirri staðhæfingu að ríkisvaldið ætti að bera ábyrgð á því að jafna tekjumun í samfélaginu. Verulegur stuðningur kom fram við tekjujafnandi skattkerfi, en 76% svarenda töldu að tekjuháir ættu að borga hærri hluta af tekjum sínum í skatt en tekjulágir. Þá var mikill meirihluti svarenda (yfir 80%) á þeirri skoðun að það væri beinlínis óréttlátt ef tekjuháir einstaklingar gætu keypt sér betri grunnþjónustu (heilbrigðisþjónustu og menntun) en tekjulágir einstaklingar. LokaorðÞótt deilur um ójöfnuð og hlutverk ríkisvaldsins í að sporna við honum hafi oft verið áberandi í þjóðfélagsumræðu á undanförnum árum hefur lítið verið skoðað hvernig málefnið horfir við almenningi. Oft heyrum við skoðanir frá fáum einstaklingum sem tileinkað hafa sér mjög eindregna afstöðu með eða á móti velferðar- og skattastefnu sem ætlað er að sporna við ójöfnuði í lífskjörum. Mikilvægt er að stefnumótun í þessum viðkvæmu málaflokkum skapi sátt í þjóðfélaginu, enda getur útbreidd óánægja með dreifingu lífskjara grafið undan réttlætiskennd fólks og alið af sér félagslega sundrung og óstöðugleika. En þá er líka nauðsynlegt að afla þekkingar á því hvaða skoðanir ríkja meðal almennings. Rannsókn okkar er skref í þá átt. Niðurstöður benda til þess að meirihluti Íslendinga sé á þeirri skoðun að ákveðinn tekjuójöfnuður milli starfa sé nauðsynlegur, að mikilvægt sé að verðlauna þá einstaklinga sem sýna dugnað og færni. En þær sýna jafnframt mikla samstöðu meðal almennings um þá skoðun að ójöfnuðurinn eigi ekki að fara yfir ákveðin mörk. Þau þolmörk eru lægri en raunin er á Íslandi í dag. Ef tekið er mið af þeim átökum sem einkenna oft umræðuna á opinberum vettvangi, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna, vekur það athygli hve almenningur sýnir mikla samstöðu um þá skoðun að ríkisvaldið eigi að taka virkan þátt í því að jafna lífskjörin í þjóðfélaginu. Meirihluti Íslendinga virðist vera á þeirri skoðun að ríkisvaldið eigi að gegna virku hlutverki í að jafna lífskjörin, bæði með tekjujafnandi aðgerðum í skattamálum og jöfnu aðgengi borgaranna að almannaþjónustu.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar