Uppvaxtarskilyrði vaxtarbroddsins 19. desember 2011 07:00 Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjónustu sem „vaxtarbrodd atvinnulífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálmkennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekkert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjónum að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferðamálum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofnana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðarráðherra beit hausinn af skömminni með því að setja ferðamálastjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferðamálum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Iceland“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „viðhorfskönnun“ þar sem niðurstaðan var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veruleika heldur örlítil fjölgun ferðamanna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökkuðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á markaðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árangurinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við viðlíka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitingahúsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast eingöngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr landinu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgreining á atvinnugreininni er villandi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnugreininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bensínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferðamanna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þolmörk út frá fjölda og aðdráttarafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámennið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar gerist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að einhver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjónustu sem „vaxtarbrodd atvinnulífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálmkennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekkert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjónum að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferðamálum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofnana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðarráðherra beit hausinn af skömminni með því að setja ferðamálastjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferðamálum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Iceland“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „viðhorfskönnun“ þar sem niðurstaðan var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veruleika heldur örlítil fjölgun ferðamanna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökkuðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á markaðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árangurinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við viðlíka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitingahúsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast eingöngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr landinu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgreining á atvinnugreininni er villandi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnugreininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bensínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferðamanna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þolmörk út frá fjölda og aðdráttarafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámennið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar gerist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að einhver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar