Jólasveinarnir – nýir tímar og nýir hrekkir Eiríkur Valdimarsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Allir vita að jólasveinarnir sem nú tínast til byggða einn af öðrum hafa í gegnum tíðina þótt stríðnir, ódælir og hrekkjóttir svo mörgum þótti og þykir nóg um! Já, þessir sveinar hafa hrellt þjóðina og skemmt henni á víxl, kallað fram óttablandin tár eina stundina og gleðitár þá næstu. Ég man eftir því að hafa fengið sitthvað í skóinn frá þeim í æsku. Mikið sem það var spennuþrungin stund að leggjast á koddann með gluggann í beinni sjónlínu og spariskóinn þar fyrir miðju. Ekki veit ég hversu oft ég sá fyrir mér andlit á glugganum fyrir aftan skóinn, þannig að ég klemmdi aftur augun og þóttist jafnvel hrjóta hressilega svo Sveinki myndi heyra að ég væri örugglega sofnaður! Spennan var ekki lítil þessi 13 kvöld á hverju ári og ekki var hún minni þá 13 morgna þegar uppskeran var könnuð, sem var ekki hvað síst umbun þess hversu þægur maður hafði verið daginn áður. Dæmi um hluti sem ég fékk voru mandarínur, Pez-karlar, litir og hverskonar smádót. Allir þessir munir veittu mér hamingju sem í minningunni endurspeglar bernskujólin sem eru alltaf svo rík af ljósi og gleði. Milli jóla og nýárs fór maður svo í spariskóna og á jólaball og sá þessa kauða, og varð auðvitað lafhræddur við ólátabelgina enda trúði maður því statt og stöðugt að þeir væru óendanlega stríðnir eins og í ljóðunum hans Jóhannesar úr Kötlum sem allir krakkar þekkja. En í dag virðast jólasveinarnir hafa þróað með sér nýja siði – með nýjum tímum hefur skapast tækifæri fyrir þá að vera stríðnir með því að nota hugtök á borð við „mismunun" og „markaðssetningu". Já, þeir hafa víst tekið upp á því að gefa sumum börnum dýrar og stórar gjafir sem börnin þekkja úr auglýsingabæklingum eða bíómyndum, en önnur börn fá víst „bara" mandarínur og hluti sem eru minna umleikis. Æ, þessir jólasveinar! Þeir vita nefnilega að með þessu móti geta þeir sparað sér sporin í því að hrekkja því auðvitað sjá krakkarnir um það sjálfir, þeir fara bara og gera grín að þeim sem hafa fengið „lítið" dót í skóinn. Í kjölfarið segja börnin foreldrum sínum frá því, sem veldur þeim áhyggjum og leiða að auki. Ótrúlega sniðugur hrekkur, finnst ykkur ekki? Ég veit ekki með ykkur. En ég var mjög ánægður með allt það sem barst í spariskóna mína í bernsku, nema auðvitað kartöflurnar... þó svo að ég hafi eflaust átt þær skilið, stundum! Hrekkirnir sem sveinarnir sýna hvað best í vísum Jóhannesar úr Kötlum eru afsprengi samfélags sem er að mestu horfið. Ég hélt að hinir nýju siðir sem ég minntist hér á væru sömuleiðis afsprengi samfélags sem er horfið. Var það ekki annars? Ef þið sjáið jólasvein þarna úti á förnum vegi, viljið þið vera svo væn að segja honum að þessi hrekkur sé farinn að ganga út í öfgar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Allir vita að jólasveinarnir sem nú tínast til byggða einn af öðrum hafa í gegnum tíðina þótt stríðnir, ódælir og hrekkjóttir svo mörgum þótti og þykir nóg um! Já, þessir sveinar hafa hrellt þjóðina og skemmt henni á víxl, kallað fram óttablandin tár eina stundina og gleðitár þá næstu. Ég man eftir því að hafa fengið sitthvað í skóinn frá þeim í æsku. Mikið sem það var spennuþrungin stund að leggjast á koddann með gluggann í beinni sjónlínu og spariskóinn þar fyrir miðju. Ekki veit ég hversu oft ég sá fyrir mér andlit á glugganum fyrir aftan skóinn, þannig að ég klemmdi aftur augun og þóttist jafnvel hrjóta hressilega svo Sveinki myndi heyra að ég væri örugglega sofnaður! Spennan var ekki lítil þessi 13 kvöld á hverju ári og ekki var hún minni þá 13 morgna þegar uppskeran var könnuð, sem var ekki hvað síst umbun þess hversu þægur maður hafði verið daginn áður. Dæmi um hluti sem ég fékk voru mandarínur, Pez-karlar, litir og hverskonar smádót. Allir þessir munir veittu mér hamingju sem í minningunni endurspeglar bernskujólin sem eru alltaf svo rík af ljósi og gleði. Milli jóla og nýárs fór maður svo í spariskóna og á jólaball og sá þessa kauða, og varð auðvitað lafhræddur við ólátabelgina enda trúði maður því statt og stöðugt að þeir væru óendanlega stríðnir eins og í ljóðunum hans Jóhannesar úr Kötlum sem allir krakkar þekkja. En í dag virðast jólasveinarnir hafa þróað með sér nýja siði – með nýjum tímum hefur skapast tækifæri fyrir þá að vera stríðnir með því að nota hugtök á borð við „mismunun" og „markaðssetningu". Já, þeir hafa víst tekið upp á því að gefa sumum börnum dýrar og stórar gjafir sem börnin þekkja úr auglýsingabæklingum eða bíómyndum, en önnur börn fá víst „bara" mandarínur og hluti sem eru minna umleikis. Æ, þessir jólasveinar! Þeir vita nefnilega að með þessu móti geta þeir sparað sér sporin í því að hrekkja því auðvitað sjá krakkarnir um það sjálfir, þeir fara bara og gera grín að þeim sem hafa fengið „lítið" dót í skóinn. Í kjölfarið segja börnin foreldrum sínum frá því, sem veldur þeim áhyggjum og leiða að auki. Ótrúlega sniðugur hrekkur, finnst ykkur ekki? Ég veit ekki með ykkur. En ég var mjög ánægður með allt það sem barst í spariskóna mína í bernsku, nema auðvitað kartöflurnar... þó svo að ég hafi eflaust átt þær skilið, stundum! Hrekkirnir sem sveinarnir sýna hvað best í vísum Jóhannesar úr Kötlum eru afsprengi samfélags sem er að mestu horfið. Ég hélt að hinir nýju siðir sem ég minntist hér á væru sömuleiðis afsprengi samfélags sem er horfið. Var það ekki annars? Ef þið sjáið jólasvein þarna úti á förnum vegi, viljið þið vera svo væn að segja honum að þessi hrekkur sé farinn að ganga út í öfgar?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun