Skúli 300! Ófeigur Sigurðsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun