Utan vallar: Stelpurnar okkar náðu markmiðinu í frumraun sinni á HM Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 10. desember 2011 09:00 Systurnar Dagný og Hrafnhildur fagna. mynd/pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur svo sannarlega komið á óvart á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu. Fyrsta heimsmeistaramótið hjá stelpunum okkar en til samanburðar komst karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 1958. Kvennalandsliðið hefur nú komist á tvö stórmót í röð, kjarni liðsins er ungur að árum og framtíðin er því björt hjá þessu liði. Stelpurnar okkar náðu markmiðum sínum með því að komast í 16-liða úrslit og það er frábær árangur í frumraun liðsins á heimsmeistaramóti. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins er með frábæran efnivið í höndunum og þetta lið á örugglega eftir að gleðja íslensku þjóðina oftar á stórmóti á meðan mesta skammdegið ríkir í desember. Ég hef aðeins minnst á peninga og afreksmál í pistlum mínum héðan frá Santos. Fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk er mikilvægur og það er verk að vinna í þeim málum á Íslandi. Kröfurnar og væntingarnar eru miklar en það hefur verið lögð of lítil áhersla á að búa til vinnuumhverfi sem aðstoðar okkar frábæra íþróttafólk til þess að ná árangri. Þeir sem ætla sér að komast í fremstu röð í heiminum í hvaða íþróttagrein sem er byrja ekki á því að óska eftir fjárhagslegum stuðningi. Fyrst þarf að sanna sig, ná árangri, sýna vinnusemi, dugnað og æfa meira en allir aðrir. Íþróttafólkið gerir allt þetta nú þegar án þessa að vera væla mikið yfir því. Það vill ná árangri en það er erfitt að mæla sig við þá bestu þegar ekki er hægt að gera það sama og keppinautarnir. Eins og staðan er í dag þá þarf sá íslenski íþróttamaður sem ætlar sér að komast í heimsklassa að fórna öllu til þess að ná markmiðinu. Það þýðir m.a. að búa á hótel mömmu langt fram yfir fertugsaldur. Tvær æfingar á dag er regla en ekki undantekning, þetta er gert samhliða námi eða vinnu. Og þegar uppi er staðið á hinn sami engar eignir, skuldir hafa hrannast upp og réttur þeirra í samtryggingarkerfinu er lítill sem enginn. Þessu er hægt að breyta, og til þess þarf aðeins vilja og þor þeirra sem forgangsraða skatttekjum íslenska þjóðarbúsins Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur svo sannarlega komið á óvart á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu. Fyrsta heimsmeistaramótið hjá stelpunum okkar en til samanburðar komst karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 1958. Kvennalandsliðið hefur nú komist á tvö stórmót í röð, kjarni liðsins er ungur að árum og framtíðin er því björt hjá þessu liði. Stelpurnar okkar náðu markmiðum sínum með því að komast í 16-liða úrslit og það er frábær árangur í frumraun liðsins á heimsmeistaramóti. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins er með frábæran efnivið í höndunum og þetta lið á örugglega eftir að gleðja íslensku þjóðina oftar á stórmóti á meðan mesta skammdegið ríkir í desember. Ég hef aðeins minnst á peninga og afreksmál í pistlum mínum héðan frá Santos. Fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk er mikilvægur og það er verk að vinna í þeim málum á Íslandi. Kröfurnar og væntingarnar eru miklar en það hefur verið lögð of lítil áhersla á að búa til vinnuumhverfi sem aðstoðar okkar frábæra íþróttafólk til þess að ná árangri. Þeir sem ætla sér að komast í fremstu röð í heiminum í hvaða íþróttagrein sem er byrja ekki á því að óska eftir fjárhagslegum stuðningi. Fyrst þarf að sanna sig, ná árangri, sýna vinnusemi, dugnað og æfa meira en allir aðrir. Íþróttafólkið gerir allt þetta nú þegar án þessa að vera væla mikið yfir því. Það vill ná árangri en það er erfitt að mæla sig við þá bestu þegar ekki er hægt að gera það sama og keppinautarnir. Eins og staðan er í dag þá þarf sá íslenski íþróttamaður sem ætlar sér að komast í heimsklassa að fórna öllu til þess að ná markmiðinu. Það þýðir m.a. að búa á hótel mömmu langt fram yfir fertugsaldur. Tvær æfingar á dag er regla en ekki undantekning, þetta er gert samhliða námi eða vinnu. Og þegar uppi er staðið á hinn sami engar eignir, skuldir hafa hrannast upp og réttur þeirra í samtryggingarkerfinu er lítill sem enginn. Þessu er hægt að breyta, og til þess þarf aðeins vilja og þor þeirra sem forgangsraða skatttekjum íslenska þjóðarbúsins
Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira