Já-málið Andri Árnason skrifar 9. desember 2011 06:00 Á Íslandi er bara eitt fyrirtæki sem veitir upplýsingar um símanúmer einstaklinga. Það selur þjónustu sína fyrir meira en þúsund milljónir á ári og enginn getur veitt því samkeppni á þessu sviði. Árið 2009 var hagnaður þess fyrir skatta 281 milljón – 28% af veltu eða 48% arðsemi eigin fjár, samkvæmt upplýsingum frá Frjálsri verslun. Það ár voru fá fyrirtæki á Íslandi sem græddu meira. Þjónustan er dýr enda er það þekkt stef hjá fyrirtækjum með einokunarstöðu á markaði. Þessi aðili er Já Upplýsingaveitur og hér á eftir er sagan af baráttu Miðlunar fyrir að fá að veita ódýrari þjónustu í samkeppni við Já. Sagan byrjar fyrir mörgum árum, þegar Símaskráin og 118 voru í höndum Pósts og síma. Árið 2005 var Síminn einkavæddur – kaupendurnir voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir (Exista), Kaupþing og aðrir fjármálamenn. Exista fór í þrot og haustið 2010 keyptu stjórnendur Já og óþekktur fjárfestingarsjóður fyrirtækið – þessir aðilar eiga það í dag. Þegar Póstur og sími átti fyrirtækið var viðskiptalífið einfalt. Í þá daga var einfaldlega bannað með lögum og reglugerðum að keppa við 118. Þegar Síminn átti fyrirtækið var komið í veg fyrir samkeppni með tæknilegum aðgangshindrunum. Þegar fyrirtækið var selt stjórnendum haustið 2010 töldum við starfsmenn Miðlunar að nú gæfist tækifæri til að hefja samkeppni og bjóða ódýrari þjónustu. Já Upplýsingaveitum var skylt samkvæmt reglum að selja þriðja aðila gögn með nöfnum og símanúmerum einstaklinga sem þær fengu frá símafyrirtækjunum. Þetta ákvæði var sett í reglur fyrir nokkrum árum til að reyna að skapa samkeppni. Starfsmenn Miðlunar voru tilbúnir í samkeppni haustið 2010. Reglurnar voru til staðar og Já Upplýsingaveitur voru ekki lengur hluti af Símanum. Það hlaut því að vera hægt að hefja samkeppni með því að opna nýja símaþjónustu sem veitti ódýrari upplýsingar um símanúmer einstaklinga en gert er í 118. Við sendum fyrirspurn til Já Upplýsingaveitna um verð á upplýsingum í samræmi við þær reglur sem þá voru í gildi. Svarið barst fljótt – 42 krónur áttum við að greiða fyrir uppflettingu ef við nýttum upplýsingarnar til að veita þjónustu í síma í samkeppni við 118 en 125 krónur ef við ætluðum að keppa við Já með því að bjóða sams konar þjónustu á netinu. Þessi verð eru galin og útiloka algerlega samkeppni. Við báðum Póst og fjarskiptastofnun að athuga málið – þetta gat ekki verið eðlilegt. Póst og fjarskiptastofnun vann fljótt og vel og skilaði bráðabirgðaniðurstöðum síðastliðið sumar. Niðurstaðan var að verðið ætti að vera 1,14 – ein króna og fjórtán aurar – fyrir hverja uppflettingu óháð notkun á upplýsingunum. Munurinn er mörg þúsund prósent. Það er augljóst að verðskrá Já var sett fram til að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni. Miðlun hafði unnið sigur; með þessum úrskurði Póst og fjarskiptastofnunar var ljóst að samkeppni gæti hafist. Neytendur hefðu fengið fleiri valkosti og ódýrari þjónustu. Hagnaðurinn hjá Já Upplýsingaveitum hf. hefði mögulega minnkað eitthvað aðeins en staða þeirra hefði áfram orðið sterk. En þessu gátu Já Upplýsingaveitur ekki unað – örfáum dögum eftir að úrskurður Póst og fjarskiptastofnunar lá fyrir kærði fyrirtækið reglurnar sem gerðu því skylt að veita þriðja aðila aðgang að upplýsingum. Af einhverjum ástæðum vann fyrirtækið það mál og tryggði sér einokun á þessum markaði enn um sinn. Þar með er ekki öll sagan sögð. Ef einokun Já Upplýsingaveitna verður aflétt fær fyrirtækið að veita sína þjónustu í þriggja stafa númeri eins og 118 á meðan mögulegir keppinautar þurfa að nota fjögurra stafa númer – í okkar tilfelli númerið 1800. Þetta er eins og Bónus væri leyft að vera með verslanir í Reykjavík en Krónan fengi bara að vera úti á landi. Þetta er samt ekki það versta varðandi númerið 118. Þannig er að Póst- og fjarskiptastofnun hefur forræði yfir símanúmerinu 118. Í þetta símanúmer er líklega hringt fimm milljón sinnum á ári til að spyrjast fyrir um símanúmer. Símtalið er dýrt, þannig að tekjur sem fylgja þessum hringingum eru líklega 500-700 milljónir á ári. Hinn 10. febrúar 2011 fengu Já Upplýsingaveitur þessu númeri úthlutað til ársins 2016. Það þýðir að þær fá tekjurnar af innhringingum í fimm ár, það eru samtals 2.500–3.000 milljónir án þess að rætt væri við aðra eða þjónustan boðin út! Þetta hljómar ótrúlega en haustið 2010 keyptu stjórnendur Já og óþekktir fjárfestar starfsemi fyrirtækisins, fjórum mánuðum síðar voru þeim tryggðar tekjur af símtölum í númerið 118 til fimm ára, líklega að upphæð 2.500–3.000 milljónir! Það er skylda stjórnvalda að eyða svona einokun og tryggja samkeppni. Víða hefur verið gengið langt til að tryggja möguleika nýrra aðila til að hasla sér völl á einokunarmörkuðum. Á fjarskiptamarkaði er nýjum fyrirtækjum jafnvel tryggð betri staða en gömlum grónum fyrirtækjum – þetta er kallað jákvæð mismunun. Við erum ekki að biðja um slíkt, við förum bara fram á að fá að keppa við Já Upplýsingaveitur á jafnræðisgrundvelli og veita neytendum ódýrari þjónustu. Við ætlum ekki að gefast upp. Miðlun hefur fengið úthlutað númerinu 1800 til að veita þjónustu í samkeppni við 118. Við vitum að það er hægt að bjóða ódýrari þjónustu en nú stendur til boða í 118. Það munum við gera um leið og einokun á þessum markaði verður afnumin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bara eitt fyrirtæki sem veitir upplýsingar um símanúmer einstaklinga. Það selur þjónustu sína fyrir meira en þúsund milljónir á ári og enginn getur veitt því samkeppni á þessu sviði. Árið 2009 var hagnaður þess fyrir skatta 281 milljón – 28% af veltu eða 48% arðsemi eigin fjár, samkvæmt upplýsingum frá Frjálsri verslun. Það ár voru fá fyrirtæki á Íslandi sem græddu meira. Þjónustan er dýr enda er það þekkt stef hjá fyrirtækjum með einokunarstöðu á markaði. Þessi aðili er Já Upplýsingaveitur og hér á eftir er sagan af baráttu Miðlunar fyrir að fá að veita ódýrari þjónustu í samkeppni við Já. Sagan byrjar fyrir mörgum árum, þegar Símaskráin og 118 voru í höndum Pósts og síma. Árið 2005 var Síminn einkavæddur – kaupendurnir voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir (Exista), Kaupþing og aðrir fjármálamenn. Exista fór í þrot og haustið 2010 keyptu stjórnendur Já og óþekktur fjárfestingarsjóður fyrirtækið – þessir aðilar eiga það í dag. Þegar Póstur og sími átti fyrirtækið var viðskiptalífið einfalt. Í þá daga var einfaldlega bannað með lögum og reglugerðum að keppa við 118. Þegar Síminn átti fyrirtækið var komið í veg fyrir samkeppni með tæknilegum aðgangshindrunum. Þegar fyrirtækið var selt stjórnendum haustið 2010 töldum við starfsmenn Miðlunar að nú gæfist tækifæri til að hefja samkeppni og bjóða ódýrari þjónustu. Já Upplýsingaveitum var skylt samkvæmt reglum að selja þriðja aðila gögn með nöfnum og símanúmerum einstaklinga sem þær fengu frá símafyrirtækjunum. Þetta ákvæði var sett í reglur fyrir nokkrum árum til að reyna að skapa samkeppni. Starfsmenn Miðlunar voru tilbúnir í samkeppni haustið 2010. Reglurnar voru til staðar og Já Upplýsingaveitur voru ekki lengur hluti af Símanum. Það hlaut því að vera hægt að hefja samkeppni með því að opna nýja símaþjónustu sem veitti ódýrari upplýsingar um símanúmer einstaklinga en gert er í 118. Við sendum fyrirspurn til Já Upplýsingaveitna um verð á upplýsingum í samræmi við þær reglur sem þá voru í gildi. Svarið barst fljótt – 42 krónur áttum við að greiða fyrir uppflettingu ef við nýttum upplýsingarnar til að veita þjónustu í síma í samkeppni við 118 en 125 krónur ef við ætluðum að keppa við Já með því að bjóða sams konar þjónustu á netinu. Þessi verð eru galin og útiloka algerlega samkeppni. Við báðum Póst og fjarskiptastofnun að athuga málið – þetta gat ekki verið eðlilegt. Póst og fjarskiptastofnun vann fljótt og vel og skilaði bráðabirgðaniðurstöðum síðastliðið sumar. Niðurstaðan var að verðið ætti að vera 1,14 – ein króna og fjórtán aurar – fyrir hverja uppflettingu óháð notkun á upplýsingunum. Munurinn er mörg þúsund prósent. Það er augljóst að verðskrá Já var sett fram til að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni. Miðlun hafði unnið sigur; með þessum úrskurði Póst og fjarskiptastofnunar var ljóst að samkeppni gæti hafist. Neytendur hefðu fengið fleiri valkosti og ódýrari þjónustu. Hagnaðurinn hjá Já Upplýsingaveitum hf. hefði mögulega minnkað eitthvað aðeins en staða þeirra hefði áfram orðið sterk. En þessu gátu Já Upplýsingaveitur ekki unað – örfáum dögum eftir að úrskurður Póst og fjarskiptastofnunar lá fyrir kærði fyrirtækið reglurnar sem gerðu því skylt að veita þriðja aðila aðgang að upplýsingum. Af einhverjum ástæðum vann fyrirtækið það mál og tryggði sér einokun á þessum markaði enn um sinn. Þar með er ekki öll sagan sögð. Ef einokun Já Upplýsingaveitna verður aflétt fær fyrirtækið að veita sína þjónustu í þriggja stafa númeri eins og 118 á meðan mögulegir keppinautar þurfa að nota fjögurra stafa númer – í okkar tilfelli númerið 1800. Þetta er eins og Bónus væri leyft að vera með verslanir í Reykjavík en Krónan fengi bara að vera úti á landi. Þetta er samt ekki það versta varðandi númerið 118. Þannig er að Póst- og fjarskiptastofnun hefur forræði yfir símanúmerinu 118. Í þetta símanúmer er líklega hringt fimm milljón sinnum á ári til að spyrjast fyrir um símanúmer. Símtalið er dýrt, þannig að tekjur sem fylgja þessum hringingum eru líklega 500-700 milljónir á ári. Hinn 10. febrúar 2011 fengu Já Upplýsingaveitur þessu númeri úthlutað til ársins 2016. Það þýðir að þær fá tekjurnar af innhringingum í fimm ár, það eru samtals 2.500–3.000 milljónir án þess að rætt væri við aðra eða þjónustan boðin út! Þetta hljómar ótrúlega en haustið 2010 keyptu stjórnendur Já og óþekktir fjárfestar starfsemi fyrirtækisins, fjórum mánuðum síðar voru þeim tryggðar tekjur af símtölum í númerið 118 til fimm ára, líklega að upphæð 2.500–3.000 milljónir! Það er skylda stjórnvalda að eyða svona einokun og tryggja samkeppni. Víða hefur verið gengið langt til að tryggja möguleika nýrra aðila til að hasla sér völl á einokunarmörkuðum. Á fjarskiptamarkaði er nýjum fyrirtækjum jafnvel tryggð betri staða en gömlum grónum fyrirtækjum – þetta er kallað jákvæð mismunun. Við erum ekki að biðja um slíkt, við förum bara fram á að fá að keppa við Já Upplýsingaveitur á jafnræðisgrundvelli og veita neytendum ódýrari þjónustu. Við ætlum ekki að gefast upp. Miðlun hefur fengið úthlutað númerinu 1800 til að veita þjónustu í samkeppni við 118. Við vitum að það er hægt að bjóða ódýrari þjónustu en nú stendur til boða í 118. Það munum við gera um leið og einokun á þessum markaði verður afnumin.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar