Taktu þátt á Betri Reykjavík Gunnar Grímsson og Viðar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 11:00 Fyrir rúmum mánuði opnaði lýðræðisvefurinn Betri Reykjavík í nýrri útgáfu og hefur náð töluverðum vinsældum. Þessi vefsíða býður fólki upp á að koma sínum málum á framfæri til Reykjavíkurborgar með nýstárlegum hætti. Í lok hvers mánaðar eru þær hugmyndir sem fá mestan stuðning á Betri Reykjavík sendar til fagráða Reykjavíkurborgar til meðferðar. Þetta er ný leið til að koma málum til borgarinnar en að sjálfsögðu geta einstaklingar og hópar áfram sent inn mál til fagráða borgarinnar án þess að taka þátt í Betri Reykjavík. Á vefnum getur fólk sett inn hugmyndir, tekið þátt í rökræðum og umræðum og lýst yfir stuðningi eða andstöðu við hugmyndir sem það sjálft eða aðrir setja inn. Kerfið stuðlar að málefnalegri umræðu sem skilgreinir sig sjálf í kringum ákveðin mál og málaflokka. Slóðin á vefinn er betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er rekin af Sjálfseignarstofnuninni Íbúar, hennar markmið er að vinna að betra lýðræði. Stofnunin er ekki rekin í hagnaðarskyni. Íbúar unnu á dögunum Alþjóðlegu raflýðræðisverðlaunin 2011 (The World eDemocracy Award), bæði fyrir vel hannað lýðræðiskerfi og fyrir mikla þátttöku á Betri Reykjavík í kringum kosningarnar 2010. Grunnþættir lýðræðis eru þátttaka, samræða, ákvörðun og framkvæmd. Í þessari röð. Stærsta vandamálið sem sækir að lýðræði á Vesturlöndum í dag er skortur á þátttöku. Við erum að bæta lýðræðið með því að auka þátttökuna og með því bæta rökræðuna. Betri Reykjavík og Íbúar SES leggja sérstaka áherslu á persónuvernd þegar kemur að skoðunum fólks. Okkur finnst það vera sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stjórnmálaumræðum án þess að koma fram undir réttu nafni og mjög auðvelt er að nota Betri Reykjavík undir dulnefni. Einnig skuldbinda Íbúar sig til að láta aldrei persónuupplýsingar í hendur þriðja aðila og til að fara að lögum um persónuvernd. Á Facebook og vefjum sem nota þeirra athugasemdakerfi fer fram mikil pólitísk umræða, bæði í frjálsum texta, stuðningi við hópa og málefni og einnig í skoðanakönnunum. Fyrir stuttu byrjaði Facebook að loka á aðgang fólks sem það telur vera undir dulnefni eða með rangan aldur skráðan. Upplýsingar um notendur eru nefnilega stærsta eign Facebook og því nákvæmari, því verðmætari. Við bjóðum samfélagsmiðil með alvöru rökræðum um forgangsraðaðar hugmyndir sem gefur möguleika á að hafa áhrif á stjórnun borgarinnar. Það skiptir miklu máli á svona vef að notandinn hafi raunverulega möguleika á að hafa áhrif, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá taka fáir þátt. Uppbyggingin á Betri Reykjavík hvetur til þátttöku og raðar einnig hugmyndum og rökum í gæðaröð. Betri Reykjavík hefur þegar bætt lýðræði í borginni en forsenda þess að sú þróun haldi áfram er þátttaka almennings á vefnum. Lýðræði án þátttöku er ekkert lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði opnaði lýðræðisvefurinn Betri Reykjavík í nýrri útgáfu og hefur náð töluverðum vinsældum. Þessi vefsíða býður fólki upp á að koma sínum málum á framfæri til Reykjavíkurborgar með nýstárlegum hætti. Í lok hvers mánaðar eru þær hugmyndir sem fá mestan stuðning á Betri Reykjavík sendar til fagráða Reykjavíkurborgar til meðferðar. Þetta er ný leið til að koma málum til borgarinnar en að sjálfsögðu geta einstaklingar og hópar áfram sent inn mál til fagráða borgarinnar án þess að taka þátt í Betri Reykjavík. Á vefnum getur fólk sett inn hugmyndir, tekið þátt í rökræðum og umræðum og lýst yfir stuðningi eða andstöðu við hugmyndir sem það sjálft eða aðrir setja inn. Kerfið stuðlar að málefnalegri umræðu sem skilgreinir sig sjálf í kringum ákveðin mál og málaflokka. Slóðin á vefinn er betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er rekin af Sjálfseignarstofnuninni Íbúar, hennar markmið er að vinna að betra lýðræði. Stofnunin er ekki rekin í hagnaðarskyni. Íbúar unnu á dögunum Alþjóðlegu raflýðræðisverðlaunin 2011 (The World eDemocracy Award), bæði fyrir vel hannað lýðræðiskerfi og fyrir mikla þátttöku á Betri Reykjavík í kringum kosningarnar 2010. Grunnþættir lýðræðis eru þátttaka, samræða, ákvörðun og framkvæmd. Í þessari röð. Stærsta vandamálið sem sækir að lýðræði á Vesturlöndum í dag er skortur á þátttöku. Við erum að bæta lýðræðið með því að auka þátttökuna og með því bæta rökræðuna. Betri Reykjavík og Íbúar SES leggja sérstaka áherslu á persónuvernd þegar kemur að skoðunum fólks. Okkur finnst það vera sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stjórnmálaumræðum án þess að koma fram undir réttu nafni og mjög auðvelt er að nota Betri Reykjavík undir dulnefni. Einnig skuldbinda Íbúar sig til að láta aldrei persónuupplýsingar í hendur þriðja aðila og til að fara að lögum um persónuvernd. Á Facebook og vefjum sem nota þeirra athugasemdakerfi fer fram mikil pólitísk umræða, bæði í frjálsum texta, stuðningi við hópa og málefni og einnig í skoðanakönnunum. Fyrir stuttu byrjaði Facebook að loka á aðgang fólks sem það telur vera undir dulnefni eða með rangan aldur skráðan. Upplýsingar um notendur eru nefnilega stærsta eign Facebook og því nákvæmari, því verðmætari. Við bjóðum samfélagsmiðil með alvöru rökræðum um forgangsraðaðar hugmyndir sem gefur möguleika á að hafa áhrif á stjórnun borgarinnar. Það skiptir miklu máli á svona vef að notandinn hafi raunverulega möguleika á að hafa áhrif, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá taka fáir þátt. Uppbyggingin á Betri Reykjavík hvetur til þátttöku og raðar einnig hugmyndum og rökum í gæðaröð. Betri Reykjavík hefur þegar bætt lýðræði í borginni en forsenda þess að sú þróun haldi áfram er þátttaka almennings á vefnum. Lýðræði án þátttöku er ekkert lýðræði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun