„Segðu frá“ Sigrún Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2011 06:00 Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. „Líkaminn kvartar“Til að skilja betur hvað gerist í líkamanum þegar erfiðleikar og áföll eins og ofbeldi dynja yfir getum við hugsað okkur barn sem verður fyrir alvarlegu sálrænu áfalli eins og kynferðislegu ofbeldi, einelti, býr við heimilisofbeldi eða óreglu. Barnið getur ekki rætt um þetta við neinn, treystir engum, byrgir því inni mikinn ótta, vanmáttarkennd, skömm, sjálfsásökun og reiði. Þar með er vandamála snjóboltinn byrjaður að rúlla og ef ekki er gripið inn í stækkar hann bara. Barnið hættir að geta sofið um nætur út af áhyggjum og til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldinu, og kvíðir því að takast á við nýjan dag. Við vitum hvað gerist ef við fáum ekki svefninn okkar, við verðum úrvinda, líkaminn verður stöðugt á varðbergi, í viðbragðsstöðu, stífnar upp og nær ekki að hvílast. Ef allir vöðvar eru í stöðugri spennu og ná ekki að hvílast fáum við vöðvabólgu og útbreidda verki. Oft fylgir einnig kvíði, depurð og jafnvel þunglyndi. Viðbragðskerfi líkamans nær ekki að slaka á og líkaminn þolir ekki slíkt til langs tíma, hann fer að „kvarta“. Álagið til langs tíma fer að hafa áhrif á hjarta- og æðakerfi, meltingarfæri, stoðkerfi, hormónastarfsemi sem hefur síðan áhrif á öll önnur kerfi líkamans. Ofbeldi getur valdið mikilli streitu til langs tíma og nú er það vitað að streita veikir ónæmiskerfið og gerir okkur berskjölduð fyrir alls kyns sjúkdómum. Oft koma afleiðingar og einkenni ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum seinna og fólk er jafnvel með einkenni áfallastreituröskunar án þess að fá viðeigandi meðhöndlun við slíku. Einstaklingar með slíka sögu eru oft með mjög brotna sjálfsmynd sem hefur áhrif á allt líf þeirra ef þeir fá ekki aðstoð. Barn sem verður til dæmis fyrir miklu einelti hlýtur oft af því brotna sjálfsmynd og einangrun sem gerir það auðsæranlegt og berskjaldað gagnvart endurteknum áföllum eins og t.d. kynferðislegu ofbeldi, því barn sem er með brotna sjálfsmynd, á enga vini og hefur engan til að tala við er mjög ákjósanlegt fórnarlamb barnaníðinga. Við erum ein heild, líkami, hugur, tilfinningar og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur líka niður líkamann og öfugt, við verðum því að líta á okkur heildrænt. „Berum ábyrgð“Við megum því ekki líta undan og láta eins og okkur komi ofbeldi ekki við því okkur kemur það við. Einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að segja frá vegna þess að enginn er til að hlusta, geta haft áhrif á allt samfélagið með heilsufarsvandamálum, hegðunarvandamálum, áfengisneyslu, fíkniefnaneyslu, afbrotum, sjálfskaðandi hegðun og það sem er alvarlegast að lokum, með sjálfsvígum. Slíkir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að tengjast börnum sínum og maka sem getur leitt af sér fleiri brotna einstaklinga og þannig heldur það áfram. Hvernig getum við litið undan? Við verðum að opna augu okkar, við verðum að brjóta upp keðjuna því annars heldur þetta áfram, kynslóð fram af kynslóð og þetta er ekki einkamál þolandans, við berum öll ábyrgð með afneitun og þögn. Ég verð líka oft alveg rosaleg þreytt á allri umræðunni í þjóðfélaginu um ofbeldi, klingjandi í fjölmiðlum daginn út og daginn inn, fréttir um ofbeldi hér og þar, annað væri óeðlilegt, auðvitað verður fólk þreytt á þessu. En þó svo að við fáum stundum nóg verðum við að gæta að því hvernig við bregðumst við umræðunni. Ef við sitjum heima í stofu og fussum og sveium yfir endalausum fréttum af ofbeldi og börnin okkar sitja fyrir framan okkur og hlusta á okkur, eru mjög litlar líkur á að þau komi til með að leita til okkar ef þau verða fyrir ofbeldi. Þau hafa þá fengið þau skilaboð frá okkur að við séum komin með nóg af allri þessari umræðu um ofbeldi. Það er nógu erfitt fyrir barn að þurfa að burðast með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að verða fyrir ofbeldi, þau vilja ekki líka láta okkur líða illa ef við bregðumst þannig við umræðunni. Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni. Bæling og afneitun gerir illt verra. SEGÐU FRÁ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. „Líkaminn kvartar“Til að skilja betur hvað gerist í líkamanum þegar erfiðleikar og áföll eins og ofbeldi dynja yfir getum við hugsað okkur barn sem verður fyrir alvarlegu sálrænu áfalli eins og kynferðislegu ofbeldi, einelti, býr við heimilisofbeldi eða óreglu. Barnið getur ekki rætt um þetta við neinn, treystir engum, byrgir því inni mikinn ótta, vanmáttarkennd, skömm, sjálfsásökun og reiði. Þar með er vandamála snjóboltinn byrjaður að rúlla og ef ekki er gripið inn í stækkar hann bara. Barnið hættir að geta sofið um nætur út af áhyggjum og til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldinu, og kvíðir því að takast á við nýjan dag. Við vitum hvað gerist ef við fáum ekki svefninn okkar, við verðum úrvinda, líkaminn verður stöðugt á varðbergi, í viðbragðsstöðu, stífnar upp og nær ekki að hvílast. Ef allir vöðvar eru í stöðugri spennu og ná ekki að hvílast fáum við vöðvabólgu og útbreidda verki. Oft fylgir einnig kvíði, depurð og jafnvel þunglyndi. Viðbragðskerfi líkamans nær ekki að slaka á og líkaminn þolir ekki slíkt til langs tíma, hann fer að „kvarta“. Álagið til langs tíma fer að hafa áhrif á hjarta- og æðakerfi, meltingarfæri, stoðkerfi, hormónastarfsemi sem hefur síðan áhrif á öll önnur kerfi líkamans. Ofbeldi getur valdið mikilli streitu til langs tíma og nú er það vitað að streita veikir ónæmiskerfið og gerir okkur berskjölduð fyrir alls kyns sjúkdómum. Oft koma afleiðingar og einkenni ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum seinna og fólk er jafnvel með einkenni áfallastreituröskunar án þess að fá viðeigandi meðhöndlun við slíku. Einstaklingar með slíka sögu eru oft með mjög brotna sjálfsmynd sem hefur áhrif á allt líf þeirra ef þeir fá ekki aðstoð. Barn sem verður til dæmis fyrir miklu einelti hlýtur oft af því brotna sjálfsmynd og einangrun sem gerir það auðsæranlegt og berskjaldað gagnvart endurteknum áföllum eins og t.d. kynferðislegu ofbeldi, því barn sem er með brotna sjálfsmynd, á enga vini og hefur engan til að tala við er mjög ákjósanlegt fórnarlamb barnaníðinga. Við erum ein heild, líkami, hugur, tilfinningar og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur líka niður líkamann og öfugt, við verðum því að líta á okkur heildrænt. „Berum ábyrgð“Við megum því ekki líta undan og láta eins og okkur komi ofbeldi ekki við því okkur kemur það við. Einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að segja frá vegna þess að enginn er til að hlusta, geta haft áhrif á allt samfélagið með heilsufarsvandamálum, hegðunarvandamálum, áfengisneyslu, fíkniefnaneyslu, afbrotum, sjálfskaðandi hegðun og það sem er alvarlegast að lokum, með sjálfsvígum. Slíkir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að tengjast börnum sínum og maka sem getur leitt af sér fleiri brotna einstaklinga og þannig heldur það áfram. Hvernig getum við litið undan? Við verðum að opna augu okkar, við verðum að brjóta upp keðjuna því annars heldur þetta áfram, kynslóð fram af kynslóð og þetta er ekki einkamál þolandans, við berum öll ábyrgð með afneitun og þögn. Ég verð líka oft alveg rosaleg þreytt á allri umræðunni í þjóðfélaginu um ofbeldi, klingjandi í fjölmiðlum daginn út og daginn inn, fréttir um ofbeldi hér og þar, annað væri óeðlilegt, auðvitað verður fólk þreytt á þessu. En þó svo að við fáum stundum nóg verðum við að gæta að því hvernig við bregðumst við umræðunni. Ef við sitjum heima í stofu og fussum og sveium yfir endalausum fréttum af ofbeldi og börnin okkar sitja fyrir framan okkur og hlusta á okkur, eru mjög litlar líkur á að þau komi til með að leita til okkar ef þau verða fyrir ofbeldi. Þau hafa þá fengið þau skilaboð frá okkur að við séum komin með nóg af allri þessari umræðu um ofbeldi. Það er nógu erfitt fyrir barn að þurfa að burðast með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að verða fyrir ofbeldi, þau vilja ekki líka láta okkur líða illa ef við bregðumst þannig við umræðunni. Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni. Bæling og afneitun gerir illt verra. SEGÐU FRÁ!
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun