„Segðu frá“ Sigrún Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2011 06:00 Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. „Líkaminn kvartar“Til að skilja betur hvað gerist í líkamanum þegar erfiðleikar og áföll eins og ofbeldi dynja yfir getum við hugsað okkur barn sem verður fyrir alvarlegu sálrænu áfalli eins og kynferðislegu ofbeldi, einelti, býr við heimilisofbeldi eða óreglu. Barnið getur ekki rætt um þetta við neinn, treystir engum, byrgir því inni mikinn ótta, vanmáttarkennd, skömm, sjálfsásökun og reiði. Þar með er vandamála snjóboltinn byrjaður að rúlla og ef ekki er gripið inn í stækkar hann bara. Barnið hættir að geta sofið um nætur út af áhyggjum og til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldinu, og kvíðir því að takast á við nýjan dag. Við vitum hvað gerist ef við fáum ekki svefninn okkar, við verðum úrvinda, líkaminn verður stöðugt á varðbergi, í viðbragðsstöðu, stífnar upp og nær ekki að hvílast. Ef allir vöðvar eru í stöðugri spennu og ná ekki að hvílast fáum við vöðvabólgu og útbreidda verki. Oft fylgir einnig kvíði, depurð og jafnvel þunglyndi. Viðbragðskerfi líkamans nær ekki að slaka á og líkaminn þolir ekki slíkt til langs tíma, hann fer að „kvarta“. Álagið til langs tíma fer að hafa áhrif á hjarta- og æðakerfi, meltingarfæri, stoðkerfi, hormónastarfsemi sem hefur síðan áhrif á öll önnur kerfi líkamans. Ofbeldi getur valdið mikilli streitu til langs tíma og nú er það vitað að streita veikir ónæmiskerfið og gerir okkur berskjölduð fyrir alls kyns sjúkdómum. Oft koma afleiðingar og einkenni ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum seinna og fólk er jafnvel með einkenni áfallastreituröskunar án þess að fá viðeigandi meðhöndlun við slíku. Einstaklingar með slíka sögu eru oft með mjög brotna sjálfsmynd sem hefur áhrif á allt líf þeirra ef þeir fá ekki aðstoð. Barn sem verður til dæmis fyrir miklu einelti hlýtur oft af því brotna sjálfsmynd og einangrun sem gerir það auðsæranlegt og berskjaldað gagnvart endurteknum áföllum eins og t.d. kynferðislegu ofbeldi, því barn sem er með brotna sjálfsmynd, á enga vini og hefur engan til að tala við er mjög ákjósanlegt fórnarlamb barnaníðinga. Við erum ein heild, líkami, hugur, tilfinningar og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur líka niður líkamann og öfugt, við verðum því að líta á okkur heildrænt. „Berum ábyrgð“Við megum því ekki líta undan og láta eins og okkur komi ofbeldi ekki við því okkur kemur það við. Einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að segja frá vegna þess að enginn er til að hlusta, geta haft áhrif á allt samfélagið með heilsufarsvandamálum, hegðunarvandamálum, áfengisneyslu, fíkniefnaneyslu, afbrotum, sjálfskaðandi hegðun og það sem er alvarlegast að lokum, með sjálfsvígum. Slíkir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að tengjast börnum sínum og maka sem getur leitt af sér fleiri brotna einstaklinga og þannig heldur það áfram. Hvernig getum við litið undan? Við verðum að opna augu okkar, við verðum að brjóta upp keðjuna því annars heldur þetta áfram, kynslóð fram af kynslóð og þetta er ekki einkamál þolandans, við berum öll ábyrgð með afneitun og þögn. Ég verð líka oft alveg rosaleg þreytt á allri umræðunni í þjóðfélaginu um ofbeldi, klingjandi í fjölmiðlum daginn út og daginn inn, fréttir um ofbeldi hér og þar, annað væri óeðlilegt, auðvitað verður fólk þreytt á þessu. En þó svo að við fáum stundum nóg verðum við að gæta að því hvernig við bregðumst við umræðunni. Ef við sitjum heima í stofu og fussum og sveium yfir endalausum fréttum af ofbeldi og börnin okkar sitja fyrir framan okkur og hlusta á okkur, eru mjög litlar líkur á að þau komi til með að leita til okkar ef þau verða fyrir ofbeldi. Þau hafa þá fengið þau skilaboð frá okkur að við séum komin með nóg af allri þessari umræðu um ofbeldi. Það er nógu erfitt fyrir barn að þurfa að burðast með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að verða fyrir ofbeldi, þau vilja ekki líka láta okkur líða illa ef við bregðumst þannig við umræðunni. Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni. Bæling og afneitun gerir illt verra. SEGÐU FRÁ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. „Líkaminn kvartar“Til að skilja betur hvað gerist í líkamanum þegar erfiðleikar og áföll eins og ofbeldi dynja yfir getum við hugsað okkur barn sem verður fyrir alvarlegu sálrænu áfalli eins og kynferðislegu ofbeldi, einelti, býr við heimilisofbeldi eða óreglu. Barnið getur ekki rætt um þetta við neinn, treystir engum, byrgir því inni mikinn ótta, vanmáttarkennd, skömm, sjálfsásökun og reiði. Þar með er vandamála snjóboltinn byrjaður að rúlla og ef ekki er gripið inn í stækkar hann bara. Barnið hættir að geta sofið um nætur út af áhyggjum og til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldinu, og kvíðir því að takast á við nýjan dag. Við vitum hvað gerist ef við fáum ekki svefninn okkar, við verðum úrvinda, líkaminn verður stöðugt á varðbergi, í viðbragðsstöðu, stífnar upp og nær ekki að hvílast. Ef allir vöðvar eru í stöðugri spennu og ná ekki að hvílast fáum við vöðvabólgu og útbreidda verki. Oft fylgir einnig kvíði, depurð og jafnvel þunglyndi. Viðbragðskerfi líkamans nær ekki að slaka á og líkaminn þolir ekki slíkt til langs tíma, hann fer að „kvarta“. Álagið til langs tíma fer að hafa áhrif á hjarta- og æðakerfi, meltingarfæri, stoðkerfi, hormónastarfsemi sem hefur síðan áhrif á öll önnur kerfi líkamans. Ofbeldi getur valdið mikilli streitu til langs tíma og nú er það vitað að streita veikir ónæmiskerfið og gerir okkur berskjölduð fyrir alls kyns sjúkdómum. Oft koma afleiðingar og einkenni ekki fram fyrr en mörgum árum eða áratugum seinna og fólk er jafnvel með einkenni áfallastreituröskunar án þess að fá viðeigandi meðhöndlun við slíku. Einstaklingar með slíka sögu eru oft með mjög brotna sjálfsmynd sem hefur áhrif á allt líf þeirra ef þeir fá ekki aðstoð. Barn sem verður til dæmis fyrir miklu einelti hlýtur oft af því brotna sjálfsmynd og einangrun sem gerir það auðsæranlegt og berskjaldað gagnvart endurteknum áföllum eins og t.d. kynferðislegu ofbeldi, því barn sem er með brotna sjálfsmynd, á enga vini og hefur engan til að tala við er mjög ákjósanlegt fórnarlamb barnaníðinga. Við erum ein heild, líkami, hugur, tilfinningar og sál. Það sem brýtur niður sálina brýtur líka niður líkamann og öfugt, við verðum því að líta á okkur heildrænt. „Berum ábyrgð“Við megum því ekki líta undan og láta eins og okkur komi ofbeldi ekki við því okkur kemur það við. Einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að segja frá vegna þess að enginn er til að hlusta, geta haft áhrif á allt samfélagið með heilsufarsvandamálum, hegðunarvandamálum, áfengisneyslu, fíkniefnaneyslu, afbrotum, sjálfskaðandi hegðun og það sem er alvarlegast að lokum, með sjálfsvígum. Slíkir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að tengjast börnum sínum og maka sem getur leitt af sér fleiri brotna einstaklinga og þannig heldur það áfram. Hvernig getum við litið undan? Við verðum að opna augu okkar, við verðum að brjóta upp keðjuna því annars heldur þetta áfram, kynslóð fram af kynslóð og þetta er ekki einkamál þolandans, við berum öll ábyrgð með afneitun og þögn. Ég verð líka oft alveg rosaleg þreytt á allri umræðunni í þjóðfélaginu um ofbeldi, klingjandi í fjölmiðlum daginn út og daginn inn, fréttir um ofbeldi hér og þar, annað væri óeðlilegt, auðvitað verður fólk þreytt á þessu. En þó svo að við fáum stundum nóg verðum við að gæta að því hvernig við bregðumst við umræðunni. Ef við sitjum heima í stofu og fussum og sveium yfir endalausum fréttum af ofbeldi og börnin okkar sitja fyrir framan okkur og hlusta á okkur, eru mjög litlar líkur á að þau komi til með að leita til okkar ef þau verða fyrir ofbeldi. Þau hafa þá fengið þau skilaboð frá okkur að við séum komin með nóg af allri þessari umræðu um ofbeldi. Það er nógu erfitt fyrir barn að þurfa að burðast með þær erfiðu tilfinningar sem fylgja því að verða fyrir ofbeldi, þau vilja ekki líka láta okkur líða illa ef við bregðumst þannig við umræðunni. Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni. Bæling og afneitun gerir illt verra. SEGÐU FRÁ!
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun