Utanríkisþjónustan lætur verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar 6. desember 2011 06:00 Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti.Efnilegt samstarf í flugi Loftferðasamningur Íslands og Rússlands heimilar nú beint flug frá Íslandi til Moskvu og St. Pétursborgar, en gert er ráð fyrir að flug til þeirrar síðarnefndu hefjist árið 2013. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er þetta afar mikilvægt. Rússar eru vaxandi í röðum ferðamanna til Íslands. Auðsæld Rússlands er mest í þessum tveimur borgum, Moskvu og Pétursborg, og reynslan sýnir þegar að ferðamenn þaðan skilja mikil verðmæti eftir á Íslandi. Hér er því um verulegan áfanga að ræða. Utanríkisráðuneytið átti jafnframt snaran þátt í að opna dyr fyrir stórverkefni á sviði viðhalds á flugvélum í Rússlandi. Það skapaði mörgum íslenskum flugvirkjum vinnu á tímum þrenginga. Flugsamvinna Rússa og Íslendinga er því vaxandi meiður inn í framtíðina.Galopnað fyrir skyr og lamb Eitt best varðveitta leyndarmál Íslands er hin ótrúlega hollusta skyrs, sem segja má að sé eitt fremsta fæðubótarefni heimsins. Á þeim grunni eiga vaskir frumherjar mjólkuriðnaðar á Íslandi að geta gert skyr að stórkostlegri söluvöru í heiminum. Það er að takast m.a. í nágrannalandi rússneska bjarnarins, Finnlandi. Einn þeirra samninga sem ég náði að undirrita í Moskvu galopnar ýmsum íslenskum mjólkurafurðum leið inn á hina vaxandi markaði Rússa, ekki síst í stórborgunum Moskvu og Pétursborg. Þær eiga það sammerkt að vera auðsælar og þar er farin af stað vitundarvakning um heilbrigðara líf. Skyrið okkar, mjólkurduft og jafnvel smjör geta átt þar stórkostlega möguleika. Að þessum samningi vann utanríkisráðuneytið í einstakri samvinnu við toppmenn hjá MAST. Ótalinn er þá samningur sem íslensk stjórnvöld gerðu við Rússa í fyrra, en hann greiðir fyrir sölu á ýmsum afurðum úr sauðfjárrækt, slögum, innmat og öðru sem stundum var erfitt að flytja út. Þær geta nú breyst í beinhörð verðmæti fyrir íslenska bændur í pylsum og sperðlum sem renna ofan í hungraða Rússa. Og má geta þess að í kjölfarið tók enn fremur úrvals lambakjöt að streyma á rússneskan markað. Víða er því brandi utanríkisráðherra beitt í þágu íslensks landbúnaðar á erlendri grundu.Samningur um ættleiðingar Mjög hefur þrengst um ættleiðingar til Íslands á síðustu árum. Ég hef þráfaldlega rætt þann möguleika við Lavrov utanríkisráðherra að formlegur samningur verði gerður milli þjóðanna um ættleiðingar rússneskra barna til Íslands. Eftir tafsamar viðræður er svo langt komið að á blaðamannafundi í lok langs Moskvufundar okkar Lavrovs lýsti hann yfir með afdráttarlausum hætti að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundinum sjálfum lofaði hann jafnframt að setja sína „bestu menn“ í að ljúka samningi sem fyrst. Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna. Tækist hins vegar að ljúka samningum yrði um stórkostlega réttarbót – og hamingju – að ræða fyrir mörg barnlaus hjón sem þrá ekkert eins heitt og að eignast barn. Þetta þekki ég sem á tvær dásamlegar kólumbískar dætur.Mikilvægur fjarskiptastrengur Mikilvægt samkomulag náðist á fundinum með Lavrov í Moskvu um að hefja samninga milli íslensks fyrirtækis og rússneska ríkisfyrirtækisins Polarnet um lagningu fjarskiptastrengs frá Murmansk norður um Rússland og til Íslands. Þar með yrði fullnægt því markmiði sem ég hef sett í útfærslu norðurslóðastefnunnar um að Ísland verði miðstöð gagnaflutninga og fjarskipta á norðurslóðum. Málið hófst með því að ég sendi rússneskum stjórnvöldum bréf og óskaði samstarfs eftir að hafa verið bent á ræðu sem Pútín forsætisráðherra hélt í Arkhangelsk, en hún fjallaði m.a. um nauðsyn á bættum fjarskiptum á norðurslóðum. Ég benti á að ákjósanlegt væri fyrir Rússa að tengja áætlanir sínar um lagningu sæstrengs frá Murmansk til Asíu með því að leggja sömuleiðis annan streng frá Murmansk til Íslands, þar sem væri kostur á tengingu við Bandaríkin, og Evrópu um þrjá strengi, til Danmerkur, Skotlands og síðast Írlands. Frá því er skemmst að segja að Rússar brugðu skjótt við. Viku síðar var einn helsti samningamaður minn ásamt íslenskum fjárfestum kominn til fundar í Moskvu og mánuði síðar handsöluðum við Lavrov utanríkisráðherra að reyna til þrautar að freista samninga um strenginn. Í næstu viku fer svo íslensk sendinefnd aftur til Moskvu til samninga. Strengurinn gæti verið kominn í gagnið á öðru ári héðan í frá. Ísland væri þá á örskömmum tíma komið með fullkomnar gagnaflutningatengingar til Bandaríkjanna, Evrópu, Rússlands og áfram til Japans og Kína.Samstarf um norðurslóðir Í Moskvu staðfestum við jafnframt samning um samvinnu á norðurslóðum. Ísland og Rússland munu vinna að framþróun flutninga á sjó og í lofti á norðurslóðum, með áherslu á siglingaleiðir um norðurskautið og uppbyggingu hafnarmannvirkja. Þá verður unnið að eflingu vísinda- og fræðasamstarfs milli stofnana og háskóla í ríkjunum tveimur. Við sammæltumst um að vinna saman að því að efla öryggi sjófarenda þegar norðursiglingar um heimskautasvæðin ykjust. Rússar hafa ákveðið að byggja tíu miðstöðvar fyrir leit og björgun innan norðurheimskautsins og hafa lýst skilningi á vilja Íslendinga til að byggja alþjóðlega björgunarstöð á Íslandi. Síðast en ekki síst hafa Rússar nú lýst fullum vilja til að vinna að því að stífustu umhverfisreglum verði fylgt varðandi nýtingu auðlinda á hafsbotni handan norðurheimskautsbaugs og sömuleiðis að vinna með Íslendingum í að flýta gerð alþjóðlegs samnings um varnir gegn olíumengun.Samvinna um jarðhita Á Moskvufundinum lukum við Lavrov utanríkisráðherra langri samningagerð um samstarf við nútímavæðingu á sviði atvinnumála. Markmiðið er að auka viðskipti, nýsköpun, tækniþróun og vísindi í samskiptum ríkjanna. Af okkar hálfu var áherslan einkum á jarðhita og fiskveiðitengda tækni, ekki síst með tilliti til fyrirtækja eins og Marels. Sérstaklega var rætt um að gera áætlun um samvinnu á sviði jarðhita og skilgreind sérstök verkefni á Kamtsjatka um raforkuvinnslu til stóriðju og hitaveitu á ýmsum svæðum í Rússlandi, m.a. Krasnodar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti.Efnilegt samstarf í flugi Loftferðasamningur Íslands og Rússlands heimilar nú beint flug frá Íslandi til Moskvu og St. Pétursborgar, en gert er ráð fyrir að flug til þeirrar síðarnefndu hefjist árið 2013. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er þetta afar mikilvægt. Rússar eru vaxandi í röðum ferðamanna til Íslands. Auðsæld Rússlands er mest í þessum tveimur borgum, Moskvu og Pétursborg, og reynslan sýnir þegar að ferðamenn þaðan skilja mikil verðmæti eftir á Íslandi. Hér er því um verulegan áfanga að ræða. Utanríkisráðuneytið átti jafnframt snaran þátt í að opna dyr fyrir stórverkefni á sviði viðhalds á flugvélum í Rússlandi. Það skapaði mörgum íslenskum flugvirkjum vinnu á tímum þrenginga. Flugsamvinna Rússa og Íslendinga er því vaxandi meiður inn í framtíðina.Galopnað fyrir skyr og lamb Eitt best varðveitta leyndarmál Íslands er hin ótrúlega hollusta skyrs, sem segja má að sé eitt fremsta fæðubótarefni heimsins. Á þeim grunni eiga vaskir frumherjar mjólkuriðnaðar á Íslandi að geta gert skyr að stórkostlegri söluvöru í heiminum. Það er að takast m.a. í nágrannalandi rússneska bjarnarins, Finnlandi. Einn þeirra samninga sem ég náði að undirrita í Moskvu galopnar ýmsum íslenskum mjólkurafurðum leið inn á hina vaxandi markaði Rússa, ekki síst í stórborgunum Moskvu og Pétursborg. Þær eiga það sammerkt að vera auðsælar og þar er farin af stað vitundarvakning um heilbrigðara líf. Skyrið okkar, mjólkurduft og jafnvel smjör geta átt þar stórkostlega möguleika. Að þessum samningi vann utanríkisráðuneytið í einstakri samvinnu við toppmenn hjá MAST. Ótalinn er þá samningur sem íslensk stjórnvöld gerðu við Rússa í fyrra, en hann greiðir fyrir sölu á ýmsum afurðum úr sauðfjárrækt, slögum, innmat og öðru sem stundum var erfitt að flytja út. Þær geta nú breyst í beinhörð verðmæti fyrir íslenska bændur í pylsum og sperðlum sem renna ofan í hungraða Rússa. Og má geta þess að í kjölfarið tók enn fremur úrvals lambakjöt að streyma á rússneskan markað. Víða er því brandi utanríkisráðherra beitt í þágu íslensks landbúnaðar á erlendri grundu.Samningur um ættleiðingar Mjög hefur þrengst um ættleiðingar til Íslands á síðustu árum. Ég hef þráfaldlega rætt þann möguleika við Lavrov utanríkisráðherra að formlegur samningur verði gerður milli þjóðanna um ættleiðingar rússneskra barna til Íslands. Eftir tafsamar viðræður er svo langt komið að á blaðamannafundi í lok langs Moskvufundar okkar Lavrovs lýsti hann yfir með afdráttarlausum hætti að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundinum sjálfum lofaði hann jafnframt að setja sína „bestu menn“ í að ljúka samningi sem fyrst. Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna. Tækist hins vegar að ljúka samningum yrði um stórkostlega réttarbót – og hamingju – að ræða fyrir mörg barnlaus hjón sem þrá ekkert eins heitt og að eignast barn. Þetta þekki ég sem á tvær dásamlegar kólumbískar dætur.Mikilvægur fjarskiptastrengur Mikilvægt samkomulag náðist á fundinum með Lavrov í Moskvu um að hefja samninga milli íslensks fyrirtækis og rússneska ríkisfyrirtækisins Polarnet um lagningu fjarskiptastrengs frá Murmansk norður um Rússland og til Íslands. Þar með yrði fullnægt því markmiði sem ég hef sett í útfærslu norðurslóðastefnunnar um að Ísland verði miðstöð gagnaflutninga og fjarskipta á norðurslóðum. Málið hófst með því að ég sendi rússneskum stjórnvöldum bréf og óskaði samstarfs eftir að hafa verið bent á ræðu sem Pútín forsætisráðherra hélt í Arkhangelsk, en hún fjallaði m.a. um nauðsyn á bættum fjarskiptum á norðurslóðum. Ég benti á að ákjósanlegt væri fyrir Rússa að tengja áætlanir sínar um lagningu sæstrengs frá Murmansk til Asíu með því að leggja sömuleiðis annan streng frá Murmansk til Íslands, þar sem væri kostur á tengingu við Bandaríkin, og Evrópu um þrjá strengi, til Danmerkur, Skotlands og síðast Írlands. Frá því er skemmst að segja að Rússar brugðu skjótt við. Viku síðar var einn helsti samningamaður minn ásamt íslenskum fjárfestum kominn til fundar í Moskvu og mánuði síðar handsöluðum við Lavrov utanríkisráðherra að reyna til þrautar að freista samninga um strenginn. Í næstu viku fer svo íslensk sendinefnd aftur til Moskvu til samninga. Strengurinn gæti verið kominn í gagnið á öðru ári héðan í frá. Ísland væri þá á örskömmum tíma komið með fullkomnar gagnaflutningatengingar til Bandaríkjanna, Evrópu, Rússlands og áfram til Japans og Kína.Samstarf um norðurslóðir Í Moskvu staðfestum við jafnframt samning um samvinnu á norðurslóðum. Ísland og Rússland munu vinna að framþróun flutninga á sjó og í lofti á norðurslóðum, með áherslu á siglingaleiðir um norðurskautið og uppbyggingu hafnarmannvirkja. Þá verður unnið að eflingu vísinda- og fræðasamstarfs milli stofnana og háskóla í ríkjunum tveimur. Við sammæltumst um að vinna saman að því að efla öryggi sjófarenda þegar norðursiglingar um heimskautasvæðin ykjust. Rússar hafa ákveðið að byggja tíu miðstöðvar fyrir leit og björgun innan norðurheimskautsins og hafa lýst skilningi á vilja Íslendinga til að byggja alþjóðlega björgunarstöð á Íslandi. Síðast en ekki síst hafa Rússar nú lýst fullum vilja til að vinna að því að stífustu umhverfisreglum verði fylgt varðandi nýtingu auðlinda á hafsbotni handan norðurheimskautsbaugs og sömuleiðis að vinna með Íslendingum í að flýta gerð alþjóðlegs samnings um varnir gegn olíumengun.Samvinna um jarðhita Á Moskvufundinum lukum við Lavrov utanríkisráðherra langri samningagerð um samstarf við nútímavæðingu á sviði atvinnumála. Markmiðið er að auka viðskipti, nýsköpun, tækniþróun og vísindi í samskiptum ríkjanna. Af okkar hálfu var áherslan einkum á jarðhita og fiskveiðitengda tækni, ekki síst með tilliti til fyrirtækja eins og Marels. Sérstaklega var rætt um að gera áætlun um samvinnu á sviði jarðhita og skilgreind sérstök verkefni á Kamtsjatka um raforkuvinnslu til stóriðju og hitaveitu á ýmsum svæðum í Rússlandi, m.a. Krasnodar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun