Jól í skugga sorgar Halldór Reynisson skrifar 5. desember 2011 06:00 Aðventan og jólin er tíminn þegar öllum á að líða vel – eða svo teljum við. Og víst er þetta yndislegur tími þegar vel gengur. Um hver jól eru þó margir sem eiga erfitt með að gleðjast og fagna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að þeir sem minnst hafa kvíða helst jólunum. Erfiðast er þó hlutskipti þeirra sem hafa misst náinn ástvin, þegar einn stóllinn við hátíðarborðið er auður. Fyrir þau sem syrgja eru jólin oft erfiðasti tími ársins, tíminn þegar við eigum að vera glöð en höfum ekki ástæðu til. Þegar hann eða hún er horfinn sem var hluti af jólagleðinni verður þessi tími gjarnan tími sársauka. Fyrir syrgjandann er meira að segja jólakveðjan „gleðileg jól“ gjarnan erfið. Jólin eru sjaldnast gleðileg í sorgarhúsi. Hvað er til ráða? Fjölskyldur í sorg þurfa að ræða um það fyrir fram hvernig halda skuli hátíðina. Á að halda hefðunum óbreyttum eða á að breyta þeim? Hvernig á að bregðast við þegar fólk óskar gleðilegra jóla? Gott ráð er að gera aðeins það sem maður treystir sér til eða hefur gaman af – ekki það sem „ætti“ að gera. Það má sleppa jólakortunum og skreytingunum. Fyrir syrgjanda er líka eðlilegt að vera sorgmæddur um jól – og það er líka í lagi að gleðjast – það er engin óvirðing við minningu hins látna. Umfram annað er mikilvægt að vera góður við sjálfan sig; búast ekki við of miklu, hlusta á tilfinningar sínar, eiga hlustandi eyra eða öxl til að halla sér að. Hvíla sig. Þiggja hjálp annarra. Hugleiða boðskap jólanna um von. Fyrir þau hin sem tengjast syrgjendum: „Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur“ segir Hannes Pétursson skáld í einu ljóða sinna. Sorgarúrvinnslan tekur yfirleitt lengri tíma en við áttum okkur á, sérstaklega við erfiðan, ótímabæran eða snöggan missi. Verum styðjandi fyrir þau sem hafa misst – verum náungi þeim sem búa við sorg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Aðventan og jólin er tíminn þegar öllum á að líða vel – eða svo teljum við. Og víst er þetta yndislegur tími þegar vel gengur. Um hver jól eru þó margir sem eiga erfitt með að gleðjast og fagna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að þeir sem minnst hafa kvíða helst jólunum. Erfiðast er þó hlutskipti þeirra sem hafa misst náinn ástvin, þegar einn stóllinn við hátíðarborðið er auður. Fyrir þau sem syrgja eru jólin oft erfiðasti tími ársins, tíminn þegar við eigum að vera glöð en höfum ekki ástæðu til. Þegar hann eða hún er horfinn sem var hluti af jólagleðinni verður þessi tími gjarnan tími sársauka. Fyrir syrgjandann er meira að segja jólakveðjan „gleðileg jól“ gjarnan erfið. Jólin eru sjaldnast gleðileg í sorgarhúsi. Hvað er til ráða? Fjölskyldur í sorg þurfa að ræða um það fyrir fram hvernig halda skuli hátíðina. Á að halda hefðunum óbreyttum eða á að breyta þeim? Hvernig á að bregðast við þegar fólk óskar gleðilegra jóla? Gott ráð er að gera aðeins það sem maður treystir sér til eða hefur gaman af – ekki það sem „ætti“ að gera. Það má sleppa jólakortunum og skreytingunum. Fyrir syrgjanda er líka eðlilegt að vera sorgmæddur um jól – og það er líka í lagi að gleðjast – það er engin óvirðing við minningu hins látna. Umfram annað er mikilvægt að vera góður við sjálfan sig; búast ekki við of miklu, hlusta á tilfinningar sínar, eiga hlustandi eyra eða öxl til að halla sér að. Hvíla sig. Þiggja hjálp annarra. Hugleiða boðskap jólanna um von. Fyrir þau hin sem tengjast syrgjendum: „Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur“ segir Hannes Pétursson skáld í einu ljóða sinna. Sorgarúrvinnslan tekur yfirleitt lengri tíma en við áttum okkur á, sérstaklega við erfiðan, ótímabæran eða snöggan missi. Verum styðjandi fyrir þau sem hafa misst – verum náungi þeim sem búa við sorg.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar