Ófriðarlegt 5. desember 2011 06:00 Bandaríkin og nánasti bandamaður þeirra, ESB, mynda pólitíska og hernaðarlega blokk og stefna ótrauð að heimsyfirráðum. Pólitísk stefna Blokkarinnar er hnattvæðing auðhringanna: frjálst flæði og aðgengi vestrænna auðhringa heims um ból. Hernaðararmur Blokkarinnar er hið hraðvaxandi NATO. Blokkin hefur gífurlegt afl og telur heimsyfirráð raunhæfan möguleika. Eitt meginmál er að þjarma að ríkjum sem trufla þá viðleitni og koma þar á stjórnarskiptum (kallast að koma á lýðræði!). Ef mútur og undirróður nægja ekki er það gert með þvingunaraðgerðum hinna voldugu – og stríði ef annað bregst, svo sem í Júgóslavíu, Afganistan (og Pakistan), Írak, Líbíu… „Arabíska vorið“ birtist okkur sem borgaraleg uppþot og fjöldaaðgerðir sem mæta einhliða valdbeitingu stjórnvalda s.s. í Túnis, Egyptalandi, Jemen, Bahrain… En tvö lönd hafa alveg skorið sig úr: Líbía og Sýrland. Frá upphafi ólgunnar er þar um að ræða vopnuð átök tveggja fylkinga, með miklu mannfalli á báða bóga. Sem sagt vel vopnuð uppreisn og borgarastríð. Það sýnir sig að Blokkin hefur átt afar virka aðild að átökunum í þeim löndum. Aðferðirnar eru allt frá flugumönnum og nethernaði til eldflaugaárása. Þannig er „arabíska vorið“ á góðri leið að breytast í vestræna stórsókn gegn arabaþjóðum. Afskipti Blokkarinnar af Líbíu og Sýrlandi eru engin tilviljun. Fyrir nýliðið stríð var Líbía eina ríkið í Norður-Afríku sem ekki átti „samstarfsaðild“ (partnership) að NATO. Og af 14 löndum Mið-Austurlanda eru þrjú sem ekki eiga neina aðild að NATO: Íran, Sýrland og Líbanon (Líbanon býr reyndar við hernám NATO-herskipa). Íran og Sýrland eru nánir bandamenn og eru auk þess helstu stuðningsmenn Kínverja og Rússa á þessu svæði, þ.e.a.s. helstu andstæðinga og keppinauta Blokkarinnar. Blokkin á mörg vopn, m.a. leynivopn. Eitt þeirra er Alþjóðakjarnorkustofnunin. Skýrsla hennar fyrir skemmstu gaf vestrænum fjölmiðlum tækifæri til að útbásúna að nýjar vísbendingar væru um kjarnorkuvá frá hendi Írana. Engar nýjar upplýsingar komu samt fram í þessari skýrslu en hún hafði hin tilætluðu sálrænu áhrif: Mesta hættan stafar frá Íran! Annað leynivopn er Arababandalagið sem ákvað 16. nóvember að víkja Sýrlandi úr bandalaginu. Ákvörðunin var tekin að frumkvæði Persaflóaríkjanna sex sem eru ýmist nánir bandamenn Bandaríkjanna eða hreinir leppar þeirra. Nákvæmlega það sama gerðist í febrúar sl. þegar Líbíu var vikið úr bandalaginu skömmu áður en innrás Vesturveldanna hófst. Ekki boðar það gott fyrir Sýrland. Sú var tíðin að stórveldaíhlutanir og bein heimsvaldastefna voru feimnismál. Ekki lengur. Blokkin kallar sig „alþjóðasamfélagið“ og þykist eiga fullan rétt á íhlutunum um allan heim. Í Morgunútvarpinu 23. nóv. talaði Sveinn Helgason frá Washington um forsetaframbjóðendur repúblikana. Varnarmál voru efst á baugi. Rick Perry vildi setja flugbann á Sýrland. Sá sigurstranglegasti þeirra, Mitt Romney, taldi það ekki tímabært: „En ekki aðeins verður að beita viðskiptabanni á Sýrland heldur einnig stuðningi við uppreisnina í landinu með leynilegum aðgerðum til að koma stjórnarskiptum í kring.“ Slík orðræða þykir góð latína í USA og ekkert tiltökumál í íslenska útvarpinu. Ef ekki tekst að hrekja Assad Sýrlandsforseta frá með hótunum og refsiaðgerðum er sennilegast að ráðist verði á landið. Og upp mun rísa Össur Skarphéðinsson, taka ofan gleraugun og segja að þetta sé sorglegt en nauðsynlegt. Það er alveg fyrirsjáanlegt því íslensk stjórnvöld hafa undantekningalaust stutt hina vestrænu hernaðarútrás undanfarinna áratuga. Alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Bandaríkin og nánasti bandamaður þeirra, ESB, mynda pólitíska og hernaðarlega blokk og stefna ótrauð að heimsyfirráðum. Pólitísk stefna Blokkarinnar er hnattvæðing auðhringanna: frjálst flæði og aðgengi vestrænna auðhringa heims um ból. Hernaðararmur Blokkarinnar er hið hraðvaxandi NATO. Blokkin hefur gífurlegt afl og telur heimsyfirráð raunhæfan möguleika. Eitt meginmál er að þjarma að ríkjum sem trufla þá viðleitni og koma þar á stjórnarskiptum (kallast að koma á lýðræði!). Ef mútur og undirróður nægja ekki er það gert með þvingunaraðgerðum hinna voldugu – og stríði ef annað bregst, svo sem í Júgóslavíu, Afganistan (og Pakistan), Írak, Líbíu… „Arabíska vorið“ birtist okkur sem borgaraleg uppþot og fjöldaaðgerðir sem mæta einhliða valdbeitingu stjórnvalda s.s. í Túnis, Egyptalandi, Jemen, Bahrain… En tvö lönd hafa alveg skorið sig úr: Líbía og Sýrland. Frá upphafi ólgunnar er þar um að ræða vopnuð átök tveggja fylkinga, með miklu mannfalli á báða bóga. Sem sagt vel vopnuð uppreisn og borgarastríð. Það sýnir sig að Blokkin hefur átt afar virka aðild að átökunum í þeim löndum. Aðferðirnar eru allt frá flugumönnum og nethernaði til eldflaugaárása. Þannig er „arabíska vorið“ á góðri leið að breytast í vestræna stórsókn gegn arabaþjóðum. Afskipti Blokkarinnar af Líbíu og Sýrlandi eru engin tilviljun. Fyrir nýliðið stríð var Líbía eina ríkið í Norður-Afríku sem ekki átti „samstarfsaðild“ (partnership) að NATO. Og af 14 löndum Mið-Austurlanda eru þrjú sem ekki eiga neina aðild að NATO: Íran, Sýrland og Líbanon (Líbanon býr reyndar við hernám NATO-herskipa). Íran og Sýrland eru nánir bandamenn og eru auk þess helstu stuðningsmenn Kínverja og Rússa á þessu svæði, þ.e.a.s. helstu andstæðinga og keppinauta Blokkarinnar. Blokkin á mörg vopn, m.a. leynivopn. Eitt þeirra er Alþjóðakjarnorkustofnunin. Skýrsla hennar fyrir skemmstu gaf vestrænum fjölmiðlum tækifæri til að útbásúna að nýjar vísbendingar væru um kjarnorkuvá frá hendi Írana. Engar nýjar upplýsingar komu samt fram í þessari skýrslu en hún hafði hin tilætluðu sálrænu áhrif: Mesta hættan stafar frá Íran! Annað leynivopn er Arababandalagið sem ákvað 16. nóvember að víkja Sýrlandi úr bandalaginu. Ákvörðunin var tekin að frumkvæði Persaflóaríkjanna sex sem eru ýmist nánir bandamenn Bandaríkjanna eða hreinir leppar þeirra. Nákvæmlega það sama gerðist í febrúar sl. þegar Líbíu var vikið úr bandalaginu skömmu áður en innrás Vesturveldanna hófst. Ekki boðar það gott fyrir Sýrland. Sú var tíðin að stórveldaíhlutanir og bein heimsvaldastefna voru feimnismál. Ekki lengur. Blokkin kallar sig „alþjóðasamfélagið“ og þykist eiga fullan rétt á íhlutunum um allan heim. Í Morgunútvarpinu 23. nóv. talaði Sveinn Helgason frá Washington um forsetaframbjóðendur repúblikana. Varnarmál voru efst á baugi. Rick Perry vildi setja flugbann á Sýrland. Sá sigurstranglegasti þeirra, Mitt Romney, taldi það ekki tímabært: „En ekki aðeins verður að beita viðskiptabanni á Sýrland heldur einnig stuðningi við uppreisnina í landinu með leynilegum aðgerðum til að koma stjórnarskiptum í kring.“ Slík orðræða þykir góð latína í USA og ekkert tiltökumál í íslenska útvarpinu. Ef ekki tekst að hrekja Assad Sýrlandsforseta frá með hótunum og refsiaðgerðum er sennilegast að ráðist verði á landið. Og upp mun rísa Össur Skarphéðinsson, taka ofan gleraugun og segja að þetta sé sorglegt en nauðsynlegt. Það er alveg fyrirsjáanlegt því íslensk stjórnvöld hafa undantekningalaust stutt hina vestrænu hernaðarútrás undanfarinna áratuga. Alltaf.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar