Lánsveðshópur situr eftir með sárt ennið Þórarinn Heiðar Harðarson skrifar 5. desember 2011 06:00 Ljóst er að fjölmargir sitja fastir í yfirveðsettum íbúðum. Sumir í þessari stöðu eiga erfitt með að selja íbúðir sínar vegna yfirveðsetningar af völdum lánsveða, sem gjarnan eru fengin í eignum ættingja. Íbúð keypt á 19,5 m.kr. árið 2007Hér er raunverulegt dæmi um einstakling sem keypti sína fyrstu íbúð árið 2007. Kaupverðið var 19,5 m.kr. og tekið var 16,5 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Til að brúa bilið var tekið 3ja m.kr. lífeyrissjóðslán með lánsveði í foreldrahúsum. Lánin komin í 26 m.kr. árið 2011Eftir að hafa staðið skil á hverri einustu afborgun stóðu þessi lán í 22 m.kr. og 4 m.kr. í vor. Skuldir sem hlutfall af eignum voru komnar upp í 138%, eða 152% sé notast við fasteignamat ríkisins. Þessi einstaklingur sótti því um lækkun skulda hjá Íbúðalánasjóði í sumar, eins og boðið var upp á. Niðurstaðan olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum. Í afgreiðslu á umsókninni notaðist Íbúðarlánasjóður við eftirfarandi tölur: Eignir umfram tvöföld mánaðarlaun: 17,6 m.kr. húseign skv. verðmati 0,6 m.kr. bíll 0,7 m.kr. sparnaður Samtals 18,9 m.kr. Skuldir: 22 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði. Eftir útreikninga Íbúðalánasjóðs þar sem tvöföld mánaðarlaun voru dregin frá eignum varð niðurstaðan: Skuldir eru 116% af eignum, og þar af leiðandi einhver niðurfelling í boði. En bíðið við, skuldir sem hlutfall af eignum voru 152%. Hvert fóru hin 36 prósentin? Svarið er sláandi: Lífeyrissjóðslánið var hvorki reiknað inn í 110% leiðina, né metið sem skuld á móti eignum. Það er engu líkara en að í augum Íbúðalánasjóðs sé þetta lán ekki til. Íbúðalánasjóður notast nefnilega við eftirfarandi forsendur við útreikningana: 1. Lán með lánsveði eru ekki tekin með. 2. Notast er við verðmat fasteignasala í stað fasteignamats ríkisins til að áætla verðmæti íbúðar. 3. Aðfararhæfar eignir umfram tvöföld mánaðarlaun eru teknar inn í útreikningana, en lán með lánsveði reiknast samt sem áður ekki sem skuld á móti eignum. Einungis hagur lánveitanda?Var 110% leiðin ekki samin til þess að koma til móts við þá sem keyptu sér íbúð rétt fyrir hrun? Eða er það einungis lánveitanda í hag að fara 110% leiðina? Ef skuldin er umfram 110% af verðmæti eignarinnar, þá er lítil von um að innheimta hana og eins gott fyrir lánardrottna að leiðrétta. En þeir sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, en voru svo óheppnir að hafa ekki veðsett sjálfa íbúðina fyrir öllum lánunum, fá miklu minni niðurfellingu. Einstaklingum er refsað fyrir eftirfarandi: 1. Að hafa aðgang að góðu veði í foreldrahúsum. 2. Að sýna aðhaldssemi og reyna að byggja upp sparnað. 3. Að eiga ódýran og viðráðanlegan bíl, í stað þess að vera með lúxusbíl á lánum. 4. Að hafa átt viðskipti við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði, í stað þess að hafa samið við banka. Ég spyr þig lesandi góður, finnst þér þetta réttlátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að fjölmargir sitja fastir í yfirveðsettum íbúðum. Sumir í þessari stöðu eiga erfitt með að selja íbúðir sínar vegna yfirveðsetningar af völdum lánsveða, sem gjarnan eru fengin í eignum ættingja. Íbúð keypt á 19,5 m.kr. árið 2007Hér er raunverulegt dæmi um einstakling sem keypti sína fyrstu íbúð árið 2007. Kaupverðið var 19,5 m.kr. og tekið var 16,5 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Til að brúa bilið var tekið 3ja m.kr. lífeyrissjóðslán með lánsveði í foreldrahúsum. Lánin komin í 26 m.kr. árið 2011Eftir að hafa staðið skil á hverri einustu afborgun stóðu þessi lán í 22 m.kr. og 4 m.kr. í vor. Skuldir sem hlutfall af eignum voru komnar upp í 138%, eða 152% sé notast við fasteignamat ríkisins. Þessi einstaklingur sótti því um lækkun skulda hjá Íbúðalánasjóði í sumar, eins og boðið var upp á. Niðurstaðan olli hins vegar gríðarlegum vonbrigðum. Í afgreiðslu á umsókninni notaðist Íbúðarlánasjóður við eftirfarandi tölur: Eignir umfram tvöföld mánaðarlaun: 17,6 m.kr. húseign skv. verðmati 0,6 m.kr. bíll 0,7 m.kr. sparnaður Samtals 18,9 m.kr. Skuldir: 22 m.kr. lán hjá Íbúðalánasjóði. Eftir útreikninga Íbúðalánasjóðs þar sem tvöföld mánaðarlaun voru dregin frá eignum varð niðurstaðan: Skuldir eru 116% af eignum, og þar af leiðandi einhver niðurfelling í boði. En bíðið við, skuldir sem hlutfall af eignum voru 152%. Hvert fóru hin 36 prósentin? Svarið er sláandi: Lífeyrissjóðslánið var hvorki reiknað inn í 110% leiðina, né metið sem skuld á móti eignum. Það er engu líkara en að í augum Íbúðalánasjóðs sé þetta lán ekki til. Íbúðalánasjóður notast nefnilega við eftirfarandi forsendur við útreikningana: 1. Lán með lánsveði eru ekki tekin með. 2. Notast er við verðmat fasteignasala í stað fasteignamats ríkisins til að áætla verðmæti íbúðar. 3. Aðfararhæfar eignir umfram tvöföld mánaðarlaun eru teknar inn í útreikningana, en lán með lánsveði reiknast samt sem áður ekki sem skuld á móti eignum. Einungis hagur lánveitanda?Var 110% leiðin ekki samin til þess að koma til móts við þá sem keyptu sér íbúð rétt fyrir hrun? Eða er það einungis lánveitanda í hag að fara 110% leiðina? Ef skuldin er umfram 110% af verðmæti eignarinnar, þá er lítil von um að innheimta hana og eins gott fyrir lánardrottna að leiðrétta. En þeir sem eru í nákvæmlega sömu stöðu, en voru svo óheppnir að hafa ekki veðsett sjálfa íbúðina fyrir öllum lánunum, fá miklu minni niðurfellingu. Einstaklingum er refsað fyrir eftirfarandi: 1. Að hafa aðgang að góðu veði í foreldrahúsum. 2. Að sýna aðhaldssemi og reyna að byggja upp sparnað. 3. Að eiga ódýran og viðráðanlegan bíl, í stað þess að vera með lúxusbíl á lánum. 4. Að hafa átt viðskipti við Íbúðalánasjóð og Lífeyrissjóði, í stað þess að hafa samið við banka. Ég spyr þig lesandi góður, finnst þér þetta réttlátt?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar