Ábyrgð fyrirtækja 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar