Evrópuvefurinn: Vettvangur fróðleiks og umræðu Þórhildur Hagalín og Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. desember 2011 06:00 Evrópuvefurinn var stofnaður með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands og hóf störf í júní 2011. Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans er að veita hlutlægar upplýsingar meðal annars um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Fjármagn til Evrópuvefsins kemur frá Alþingi en hann starfar í nánum tengslum við Vísindavefinn og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt. Umfjöllunarefni vefsins stjórnast fyrst og fremst af hugðarefnum spyrjenda. Auk þess að leggja inn nýjar spurningar geta gestir Evrópuvefsins lesið svör við spurningum annarra. Á Evrópuvefnum er nú að finna svör við rúmlega 200 spurningum. Sem dæmi má nefna Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB? Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB? Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP? Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt? Gestir eru eindregið hvattir til að taka þátt í umræðum um svör með því að gera við þau málefnalegar athugasemdir á vefnum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er verkefnastjóri Evrópuvefsins.Á Evrópuvefnum er einnig aðgengilegt ítarefni svo sem tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sambandsins sem og helstu stofnanir og sáttmála. Hluti svaranna á Evrópuvefnum myndar handbók um Evrópumál. Í henni eru stuttar útskýringar á hugtökum og fleiru og eru þar nú um 70 flettiorð. Einnig er á vefnum safn tengla í efni sem snertir ESB. Með hjálp leitarvélar vefsins geta gestir leitað eftir efnisorðum sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu í júlí árið 2009 og á nú í viðræðum við fulltrúa sambandsins um skilmála aðildarsamnings. Takist að ljúka samningi verður hann lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá bíður það Íslendinga að taka persónulega afstöðu til þess hvort landið skuli verða aðili að Evrópusambandinu eða ekki. Ýmsir kunna að hafa gert upp hug sinn til aðildar nú þegar en fleiri bíða líklega eftir niðurstöðum viðræðnanna. Hvað sem þessu líður verður Evrópusambandið áfram mikilvægur þáttur í umhverfi okkar, meðal annars vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Fyrir alla sem vilja afla sér upplýsinga um aðdraganda og sögu Evrópusambandsins; löggjöf, réttarframkvæmd og stjórnsýslu í ESB; stefnu og áætlanir ESB; aðildarríkin og afstöðu þeirra eða aðildarumsókn Íslands og hugsanleg áhrif hennar er Evrópuvefurinn rétti staðurinn. Það er hlutverk vefsins að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið og tryggja að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um aðild þegar þar að kemur. Evrópuvefurinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að þessum markmiðum verði náð og umræðan um aðild fari þannig fram að menn komi heilir frá leik. Slóð Evrópuvefsins er https://evropuvefur.is/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Evrópuvefurinn var stofnaður með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands og hóf störf í júní 2011. Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans er að veita hlutlægar upplýsingar meðal annars um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Fjármagn til Evrópuvefsins kemur frá Alþingi en hann starfar í nánum tengslum við Vísindavefinn og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt. Umfjöllunarefni vefsins stjórnast fyrst og fremst af hugðarefnum spyrjenda. Auk þess að leggja inn nýjar spurningar geta gestir Evrópuvefsins lesið svör við spurningum annarra. Á Evrópuvefnum er nú að finna svör við rúmlega 200 spurningum. Sem dæmi má nefna Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB? Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB? Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP? Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt? Gestir eru eindregið hvattir til að taka þátt í umræðum um svör með því að gera við þau málefnalegar athugasemdir á vefnum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er verkefnastjóri Evrópuvefsins.Á Evrópuvefnum er einnig aðgengilegt ítarefni svo sem tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sambandsins sem og helstu stofnanir og sáttmála. Hluti svaranna á Evrópuvefnum myndar handbók um Evrópumál. Í henni eru stuttar útskýringar á hugtökum og fleiru og eru þar nú um 70 flettiorð. Einnig er á vefnum safn tengla í efni sem snertir ESB. Með hjálp leitarvélar vefsins geta gestir leitað eftir efnisorðum sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu í júlí árið 2009 og á nú í viðræðum við fulltrúa sambandsins um skilmála aðildarsamnings. Takist að ljúka samningi verður hann lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá bíður það Íslendinga að taka persónulega afstöðu til þess hvort landið skuli verða aðili að Evrópusambandinu eða ekki. Ýmsir kunna að hafa gert upp hug sinn til aðildar nú þegar en fleiri bíða líklega eftir niðurstöðum viðræðnanna. Hvað sem þessu líður verður Evrópusambandið áfram mikilvægur þáttur í umhverfi okkar, meðal annars vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Fyrir alla sem vilja afla sér upplýsinga um aðdraganda og sögu Evrópusambandsins; löggjöf, réttarframkvæmd og stjórnsýslu í ESB; stefnu og áætlanir ESB; aðildarríkin og afstöðu þeirra eða aðildarumsókn Íslands og hugsanleg áhrif hennar er Evrópuvefurinn rétti staðurinn. Það er hlutverk vefsins að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið og tryggja að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um aðild þegar þar að kemur. Evrópuvefurinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að þessum markmiðum verði náð og umræðan um aðild fari þannig fram að menn komi heilir frá leik. Slóð Evrópuvefsins er https://evropuvefur.is/.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun