Metanól í bensín - umhverfisvernd á kostnað lýðheilsu? Hjalti Andrason skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Hinn 17. nóvember birtist pistill í Fréttablaðinu þar sem vakin var athygli á eituráhrifum metanóls og þeirri hættu sem kann að skapast við íblöndun þess í bensín. Tveimur dögum síðar birti starfsmaður Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir metanól til eldsneytisnotkunar hérlendis, Ómar Sigurbjörnsson, svargrein þar sem fullyrt er að „engin hætta" sé á ferð. Hér verður farið yfir rök og fullyrðingar CRI og staðreyndir málsins dregnar fram. Bráða- eða langtímaáhrif?Nær öll rök í svargrein starfsmanns CRI eru tekin orðrétt úr skýrslu þar sem útgangspunkturinn er að kynna metanól sem mögulegan orkugjafa fyrir bandaríska orkumálaráðuneytið. Þau rök byggja á rannsókn sem skoðar hversu stóran skammt þarf til að drepa nagdýr. Þessi umræða snýst ekki um bráð eituráhrif heldur um hver hugsanleg skammtíma- og langtímaáhrif þess að anda að sér metanóli eru. Skýrsluhöfundarnir benda á þetta vandkvæði í skýrslunni: Þeir segja að „erfitt sé að mæla heilsuspillandi áhrif efnanna í lágum styrkjum" og „að metanól geti valdið blindu og öðrum taugaeinkennum í hlutfallslega litlum skömmtum, á meðan langtum stærri skammtar eru nauðsynlegir til að valda dauða". Skaðsemi metanólsStarfsmaður CRI fullyrðir að „eituráhrif metanóls eru engu meiri en annars eldsneytis sem ætlað er að koma í stað bensíns og dísilolíu". Rafmagn og vetni valda engum eituráhrifum. Metan framleiðir hvert einasta spendýr jarðar í stórum stíl í meltingarfærum sínum. Etanól þekkjum við m.a. sem vímugjafann í áfengi. 80 kílóa maður þarf að drekka 720 ml af hreinu etanóli til að deyja. Í samanburði getur eins lítið og 30 ml neysla á metanóli valdið dauða, auk þess að valda varanlegri blindu í smærri skömmtum. Fullyrðing starfsmannsins er því röng. Staðhæfing starfsmannsins að „mannslíkamanum stafi engin hætta af litlu magni af metanóli líkt og kynni að vera til staðar í bensíngufum á bensínstöð" er alfarið órökstudd. Ef þetta er rétt er ekki hægt annað en að spyrja sig af hverju íblöndun metanóls var bönnuð með lögum í Kaliforníu og þar tekið fram að efnið verði ekki leyft nema að „sýnt sé fram á að notkun efnisins hafi ekki marktæk skaðleg áhrif á lýðheilsu eða umhverfið". Sömuleiðis að tilraunir með íblöndun metanóls í Brasilíu hafi verið stöðvaðar í byrjun 10. áratugarins vegna heilsuspillandi áhrifa en íblöndun etanóls haldið áfram. Ef efnið er skaðlaust, af hverju er magn þess takmarkað við <3% í Evrópureglum þegar hægt er að knýja bíla á 85% metanólblöndu? Ástæður fyrir íblöndun í bensínStarfsmaður CRI heldur því fram að það sé fjarri sanni að hætt hafi verið við áform um íblöndun metanóls af heilsufarslegum ástæðum heldur hafi það verið af efnahagslegum ástæðum og er það eina leiðrétting á rangfærslu í svargrein hans sem ber þó heitið "leiðréttar rangfærslur". Leiðréttingin er hins vegar óþörf. Það eru einmitt efnahagslegar ástæður sem hafa verið drifkraftur metanólvæðingar. Tökum eina landið sem notar metanól í miklu magni, Kína. Framleiðsla á metanóli úr kolum í Kína var 2-3 sinnum ódýrari en fyrir sama orkumagn úr olíu áður en nýleg hækkun olíuverðs kom til. Þess má geta að þar er framleiðsla etanóls úr korni bönnuð til að tryggja fæðuframboð og því ekki valkostur. Kjarni málsinsStaðreyndirnar eru þessar. Metanól er heilsuspillandi efni með hraða uppgufun sem kemur til með að gera bensín hættulegra starfsfólki og viðskiptavinum olíufélaganna í beinu hlutfalli við hve mikið af því er blandað í eldsneyti. Efnið kemst auðveldlega inn í líkamann við innöndun og veldur fósturskaða í mun lægri styrkjum en nauðsynlegir eru til að framkalla einkenni í fullorðnum skv. rannsóknum bandarísku heilbrigðismálastofnunarinnar. Metanól er lyktarlaust nema í háum styrkjum og framkallar eituráhrif 8-24 klst. eftir snertingu við efnið, sem þýðir að erfitt er að sýna fram á orsakatengsl milli innöndunar metanóls og heilsuspillandi áhrifa á fólk. Þar sem metanól hefur verið notað í stórum stíl, sem er eingöngu í Kína, hefur það verið gert af illri nauðsyn vegna efnahagslegra ástæðna og skorts á öðrum úrræðum. Þrátt fyrir mikla þörf á að finna aðra orkugjafa er metanól ekki sú draumalausn sem markaðssetning þess hérlendis gefur til kynna. Horft hefur verið framhjá stærsta galla efnisins og tréspírinn markaðssettur eingöngu undir formerkjum umhverfisverndar sem "vistvænt metanól" sem fylgir "engin hætta" skv. framleiðanda. Metanól er ólíkt etanóli og metan þó að orðin hljómi lík. Hin síðarnefndu eru raunhæfir kostir til að leysa olíu af hólmi. Metanól er það ekki og er íblöndun þess í bensín varhugaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hinn 17. nóvember birtist pistill í Fréttablaðinu þar sem vakin var athygli á eituráhrifum metanóls og þeirri hættu sem kann að skapast við íblöndun þess í bensín. Tveimur dögum síðar birti starfsmaður Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir metanól til eldsneytisnotkunar hérlendis, Ómar Sigurbjörnsson, svargrein þar sem fullyrt er að „engin hætta" sé á ferð. Hér verður farið yfir rök og fullyrðingar CRI og staðreyndir málsins dregnar fram. Bráða- eða langtímaáhrif?Nær öll rök í svargrein starfsmanns CRI eru tekin orðrétt úr skýrslu þar sem útgangspunkturinn er að kynna metanól sem mögulegan orkugjafa fyrir bandaríska orkumálaráðuneytið. Þau rök byggja á rannsókn sem skoðar hversu stóran skammt þarf til að drepa nagdýr. Þessi umræða snýst ekki um bráð eituráhrif heldur um hver hugsanleg skammtíma- og langtímaáhrif þess að anda að sér metanóli eru. Skýrsluhöfundarnir benda á þetta vandkvæði í skýrslunni: Þeir segja að „erfitt sé að mæla heilsuspillandi áhrif efnanna í lágum styrkjum" og „að metanól geti valdið blindu og öðrum taugaeinkennum í hlutfallslega litlum skömmtum, á meðan langtum stærri skammtar eru nauðsynlegir til að valda dauða". Skaðsemi metanólsStarfsmaður CRI fullyrðir að „eituráhrif metanóls eru engu meiri en annars eldsneytis sem ætlað er að koma í stað bensíns og dísilolíu". Rafmagn og vetni valda engum eituráhrifum. Metan framleiðir hvert einasta spendýr jarðar í stórum stíl í meltingarfærum sínum. Etanól þekkjum við m.a. sem vímugjafann í áfengi. 80 kílóa maður þarf að drekka 720 ml af hreinu etanóli til að deyja. Í samanburði getur eins lítið og 30 ml neysla á metanóli valdið dauða, auk þess að valda varanlegri blindu í smærri skömmtum. Fullyrðing starfsmannsins er því röng. Staðhæfing starfsmannsins að „mannslíkamanum stafi engin hætta af litlu magni af metanóli líkt og kynni að vera til staðar í bensíngufum á bensínstöð" er alfarið órökstudd. Ef þetta er rétt er ekki hægt annað en að spyrja sig af hverju íblöndun metanóls var bönnuð með lögum í Kaliforníu og þar tekið fram að efnið verði ekki leyft nema að „sýnt sé fram á að notkun efnisins hafi ekki marktæk skaðleg áhrif á lýðheilsu eða umhverfið". Sömuleiðis að tilraunir með íblöndun metanóls í Brasilíu hafi verið stöðvaðar í byrjun 10. áratugarins vegna heilsuspillandi áhrifa en íblöndun etanóls haldið áfram. Ef efnið er skaðlaust, af hverju er magn þess takmarkað við <3% í Evrópureglum þegar hægt er að knýja bíla á 85% metanólblöndu? Ástæður fyrir íblöndun í bensínStarfsmaður CRI heldur því fram að það sé fjarri sanni að hætt hafi verið við áform um íblöndun metanóls af heilsufarslegum ástæðum heldur hafi það verið af efnahagslegum ástæðum og er það eina leiðrétting á rangfærslu í svargrein hans sem ber þó heitið "leiðréttar rangfærslur". Leiðréttingin er hins vegar óþörf. Það eru einmitt efnahagslegar ástæður sem hafa verið drifkraftur metanólvæðingar. Tökum eina landið sem notar metanól í miklu magni, Kína. Framleiðsla á metanóli úr kolum í Kína var 2-3 sinnum ódýrari en fyrir sama orkumagn úr olíu áður en nýleg hækkun olíuverðs kom til. Þess má geta að þar er framleiðsla etanóls úr korni bönnuð til að tryggja fæðuframboð og því ekki valkostur. Kjarni málsinsStaðreyndirnar eru þessar. Metanól er heilsuspillandi efni með hraða uppgufun sem kemur til með að gera bensín hættulegra starfsfólki og viðskiptavinum olíufélaganna í beinu hlutfalli við hve mikið af því er blandað í eldsneyti. Efnið kemst auðveldlega inn í líkamann við innöndun og veldur fósturskaða í mun lægri styrkjum en nauðsynlegir eru til að framkalla einkenni í fullorðnum skv. rannsóknum bandarísku heilbrigðismálastofnunarinnar. Metanól er lyktarlaust nema í háum styrkjum og framkallar eituráhrif 8-24 klst. eftir snertingu við efnið, sem þýðir að erfitt er að sýna fram á orsakatengsl milli innöndunar metanóls og heilsuspillandi áhrifa á fólk. Þar sem metanól hefur verið notað í stórum stíl, sem er eingöngu í Kína, hefur það verið gert af illri nauðsyn vegna efnahagslegra ástæðna og skorts á öðrum úrræðum. Þrátt fyrir mikla þörf á að finna aðra orkugjafa er metanól ekki sú draumalausn sem markaðssetning þess hérlendis gefur til kynna. Horft hefur verið framhjá stærsta galla efnisins og tréspírinn markaðssettur eingöngu undir formerkjum umhverfisverndar sem "vistvænt metanól" sem fylgir "engin hætta" skv. framleiðanda. Metanól er ólíkt etanóli og metan þó að orðin hljómi lík. Hin síðarnefndu eru raunhæfir kostir til að leysa olíu af hólmi. Metanól er það ekki og er íblöndun þess í bensín varhugaverð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun