Staðreyndir til heimabrúks 26. nóvember 2011 09:00 Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur launa féll á sama tíma um 10%. Svo einkennilegt sem það er nú tala margir um það í dag með söknuði að á þessum árum hafi verkalýðsforingjar gert alvörukjarasamninga. Undir lok þess áratugar voru allir aðilar sammála um að ekki væri lengra komist á þessari braut. Atvinnulífið, og reyndar þjóðfélagið allt, var komið að fótum fram. Þjóðarsátt var gerð, tekin var upp fastgengisstefna og samkomulag náðist um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnisstöðu Íslands. Sameiginlegt átak varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%. Undir lok aldarinnar fór að gæta ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að beita auknu aðhaldi lofuðu stjórnmálamenn miklum skattalækkunum í kosningabaráttunni 1999 og þenslan jókst. Ekki tókst að viðhalda fastgengisstefnunni lengur og ákveðið var að láta gengið fljóta. Síðan kom næsta kosningaár 2003 og þá brugðu stjórnmálamennirnir enn á óábyrgan leik og yfirbuðu hver annan. Samið var um stærsta verkefni sem lagt hafði verið í hér á landi – álver og Kárahnjúkavirkjun – og í stað þess að beita sér gegn ofhitnun á hagkerfinu lögðu ríkisstjórnarflokkarnir út í umfangsmestu framkvæmdir í vega- og jarðgangakerfi landsins. Samfara því lækkuðu þeir að auki hátekju- og eignaskatta. Í kosningabaráttunni var lofað umtalsverðri hækkun íbúðalána, keppni brast á um hver gæti farið hæst og lánin ruku upp í 100%. Allur fasteignamarkaðurinn fór á fullt og íbúðaverð rauk upp. Tekjur hins opinbera jukust vitanlega og því fylgdi gríðarleg fjölgun á störfum hjá hinu opinbera. Allar áætlanir stjórnmálamanna miðuðust við að hér myndi allt vaxa áfram til hins óendanlega. Á það var ítrekað bent að niðursveifla myndi koma, þær forsendur sem stjórnmálamenn settu sér gætu ekki annað en endað með ósköpum bæði hjá ríkissjóði og ekki síður hjá sveitarfélögunum. Í stað þess að lækka skatta og auka eyðslu hins opinbera hefði átt að leggja fyrir til fyrirsjáanlegra magurra ára. Seðlabankinn hækkaði vexti til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjármagn streymdi til landsins vegna vaxtamunar. Krónan styrktist og afkoma útflutningsfyrirtækja versnaði, en innflutningur jókst umtalsvert. Einkaneysla fór upp úr þakinu og viðskiptahallinn fór yfir 20%. Árin 2006–2008 voru útflutningstekjur Íslands vegna vöru og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa. Á þeim tíma frá því að tekin var upp fastgengisstefna var krónan felld árið 2001 um 25%, árið um 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Fram að Hruni voru engar mótvægisaðgerðar kynntar. Hagdeild ASÍ varaði reglubundið við því frá árinu 2005 hvert stefndi. Fram hefur komið að ráðherrar nágrannaþjóða okkar höfðu ítrekað samband við íslensk stjórnvöld, án nokkurs árangurs. Einu viðbrögðin voru að fara í umfangsmiklar kynnisferðir um heiminn og fræða fólk um hið mikla íslenska efnahagsundur. Spárnar rættust því miður og eftir sitja þúsundir Íslendinga í skuldasúpu. Helstu ráð stjórnmálamanna þessa dagana eru að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í því að halda krónunni lágri. Frá Hruni hafa gjaldeyrisskapandi greinar búið við gríðarlegan hagnað og einungis hluti hans er fluttur heim. Segja má að þessi grein sé að greiða hálf laun hér á Íslandi og hinn helmingurinn er lagður inn á erlenda gjaldeyrisreikninga eigenda fyrirtækjanna. Þetta er gert á kostnað íslenskra heimila og þeirra fyrirtækja sem starfa á innanlandsmarkaði. Gríðarleg mismunum á sér stað. Verulegur hluti fyrirtækjanna getur ekki hækkað laun á meðan önnur búa við ofboðslegan hagnað. Nú er spáð innan við 3% árlegum hagvexti næstu ár. Svo lítill hagvöxtur nægir ekki til þess minnka þann slaka sem myndaðist í hagkerfinu í kjölfar Hrunsins. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Þar verður að líta til íslenskra tæknifyrirtækja sem eru að keppa á alþjóðamarkaði, en þau eru að flýja krónulandið hvert á fætur öðru. Þrátt fyrir það lýsir hluti stjórnmálaflokka yfir andstöðu við að breyta þessu ástandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur launa féll á sama tíma um 10%. Svo einkennilegt sem það er nú tala margir um það í dag með söknuði að á þessum árum hafi verkalýðsforingjar gert alvörukjarasamninga. Undir lok þess áratugar voru allir aðilar sammála um að ekki væri lengra komist á þessari braut. Atvinnulífið, og reyndar þjóðfélagið allt, var komið að fótum fram. Þjóðarsátt var gerð, tekin var upp fastgengisstefna og samkomulag náðist um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnisstöðu Íslands. Sameiginlegt átak varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%. Undir lok aldarinnar fór að gæta ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að beita auknu aðhaldi lofuðu stjórnmálamenn miklum skattalækkunum í kosningabaráttunni 1999 og þenslan jókst. Ekki tókst að viðhalda fastgengisstefnunni lengur og ákveðið var að láta gengið fljóta. Síðan kom næsta kosningaár 2003 og þá brugðu stjórnmálamennirnir enn á óábyrgan leik og yfirbuðu hver annan. Samið var um stærsta verkefni sem lagt hafði verið í hér á landi – álver og Kárahnjúkavirkjun – og í stað þess að beita sér gegn ofhitnun á hagkerfinu lögðu ríkisstjórnarflokkarnir út í umfangsmestu framkvæmdir í vega- og jarðgangakerfi landsins. Samfara því lækkuðu þeir að auki hátekju- og eignaskatta. Í kosningabaráttunni var lofað umtalsverðri hækkun íbúðalána, keppni brast á um hver gæti farið hæst og lánin ruku upp í 100%. Allur fasteignamarkaðurinn fór á fullt og íbúðaverð rauk upp. Tekjur hins opinbera jukust vitanlega og því fylgdi gríðarleg fjölgun á störfum hjá hinu opinbera. Allar áætlanir stjórnmálamanna miðuðust við að hér myndi allt vaxa áfram til hins óendanlega. Á það var ítrekað bent að niðursveifla myndi koma, þær forsendur sem stjórnmálamenn settu sér gætu ekki annað en endað með ósköpum bæði hjá ríkissjóði og ekki síður hjá sveitarfélögunum. Í stað þess að lækka skatta og auka eyðslu hins opinbera hefði átt að leggja fyrir til fyrirsjáanlegra magurra ára. Seðlabankinn hækkaði vexti til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjármagn streymdi til landsins vegna vaxtamunar. Krónan styrktist og afkoma útflutningsfyrirtækja versnaði, en innflutningur jókst umtalsvert. Einkaneysla fór upp úr þakinu og viðskiptahallinn fór yfir 20%. Árin 2006–2008 voru útflutningstekjur Íslands vegna vöru og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa. Á þeim tíma frá því að tekin var upp fastgengisstefna var krónan felld árið 2001 um 25%, árið um 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Fram að Hruni voru engar mótvægisaðgerðar kynntar. Hagdeild ASÍ varaði reglubundið við því frá árinu 2005 hvert stefndi. Fram hefur komið að ráðherrar nágrannaþjóða okkar höfðu ítrekað samband við íslensk stjórnvöld, án nokkurs árangurs. Einu viðbrögðin voru að fara í umfangsmiklar kynnisferðir um heiminn og fræða fólk um hið mikla íslenska efnahagsundur. Spárnar rættust því miður og eftir sitja þúsundir Íslendinga í skuldasúpu. Helstu ráð stjórnmálamanna þessa dagana eru að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í því að halda krónunni lágri. Frá Hruni hafa gjaldeyrisskapandi greinar búið við gríðarlegan hagnað og einungis hluti hans er fluttur heim. Segja má að þessi grein sé að greiða hálf laun hér á Íslandi og hinn helmingurinn er lagður inn á erlenda gjaldeyrisreikninga eigenda fyrirtækjanna. Þetta er gert á kostnað íslenskra heimila og þeirra fyrirtækja sem starfa á innanlandsmarkaði. Gríðarleg mismunum á sér stað. Verulegur hluti fyrirtækjanna getur ekki hækkað laun á meðan önnur búa við ofboðslegan hagnað. Nú er spáð innan við 3% árlegum hagvexti næstu ár. Svo lítill hagvöxtur nægir ekki til þess minnka þann slaka sem myndaðist í hagkerfinu í kjölfar Hrunsins. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Þar verður að líta til íslenskra tæknifyrirtækja sem eru að keppa á alþjóðamarkaði, en þau eru að flýja krónulandið hvert á fætur öðru. Þrátt fyrir það lýsir hluti stjórnmálaflokka yfir andstöðu við að breyta þessu ástandi til framtíðar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun