Má ekki verða að fordæmi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2011 10:00 Guðný Jenný er hér á milli Karenar Knútsdóttur og Rakelar Daggar Bragadóttir, en sú síðastnefnda mun ekki spila á HM vegna meiðsla. Mynd/Anton Titringur er innan íslenska landsliðshópsins í handbolta, aðeins nokkrum dögum áður en heimsmeistarakeppnin hefst í Brasilíu, vegna atvinnumissis Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, markvarðar liðsins og leikmanns Vals. Guðný Jenný missti vinnu sína í Nýherja, þar sem hún hafði starfað í fjögur ár. Ástæðan er að hún valdi landsliðið og HM í Brasilíu fram yfir tilboð um stöðuhækkun hjá fyrirtækinu. Málið kom upp í september, en það var Fréttatíminn sem greindi fyrst frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru félagar hennar í íslenska landsliðinu furðu lostnir yfir þessu máli og formaður HSÍ, Knútur Hauksson, hefur lýst yfir óánægju sinni vegna þessa. „Við eigum allt okkar undir því að fólk sem er að keppa fyrir hönd Íslands í okkar þjóðaríþrótt öðlist skilning frá sínum vinnuveitanda fyrir svo stór verkefni eins og heimsmeistaramót," segir Knútur, en kvennalandslið Íslands er nú að keppa á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni frá upphafi. Hann segist ekki geta svarað fyrir það hvernig fyrirtæki hagi sínum málum en svona lagað hafi aldrei komið upp áður, hvorki í sögu karla- né kvennalandsliðsins. „Ég minni á að handboltafólk og íþróttafólk almennt er fólk sem er gott í vinnu. Það er reglusamt og mikið keppnisfólk," segir Knútur og bætir við: „Þetta mál er okkur mjög mikilvægt því þetta má ekki vera fordæmisgefandi." Upphaflega fékk Guðný Jenný tilboð um stöðuhækkun í september síðastliðnum, gegn því að hætta í landsliðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að eftir að hún hafnaði boðinu var annar ráðinn í stöðuna og með því fækkaði verkefnum fyrir Guðnýju Jennýju það mikið að ákveðið var að segja henni upp. Nýherji sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem uppsögn hennar sé aðeins vegna hagræðingar á krepputímum, eins og það er orðað. Nýherji er þrátt fyrir allt einn stuðningsaðila kvennalandsliðsins í handbolta og þarf Guðný Jenný, eins og aðrir leikmenn liðsins, að spila með auglýsingu frá fyrirtækinu þegar hún klæðist íslenska landsliðsbúningnum. Knútur sagði við Fréttablaðið að stjórn HSÍ hefði ekki hist til að ræða þann möguleika að rifta samstarfi við Nýherja vegna málsins. Þó hefðu fulltrúar handknattleikshreyfingarinnar fundað með forsvarsmönnum Nýherja en án þess að finna lausn á málinu. „Þeir hafa skýrt okkur frá sinni hlið á þessu máli. Við erum ekki sammála þeirra málflutningi en þeir verða að fá að taka sínar ákvarðanir," sagði Knútur. Hann hafði ekki tekið afstöðu til þess sjálfur hvort hann teldi rétt að rifta samningum við Nýherja. Guðný Jenný gaf sjálf ekki kost á viðtali í gær. Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Titringur er innan íslenska landsliðshópsins í handbolta, aðeins nokkrum dögum áður en heimsmeistarakeppnin hefst í Brasilíu, vegna atvinnumissis Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, markvarðar liðsins og leikmanns Vals. Guðný Jenný missti vinnu sína í Nýherja, þar sem hún hafði starfað í fjögur ár. Ástæðan er að hún valdi landsliðið og HM í Brasilíu fram yfir tilboð um stöðuhækkun hjá fyrirtækinu. Málið kom upp í september, en það var Fréttatíminn sem greindi fyrst frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru félagar hennar í íslenska landsliðinu furðu lostnir yfir þessu máli og formaður HSÍ, Knútur Hauksson, hefur lýst yfir óánægju sinni vegna þessa. „Við eigum allt okkar undir því að fólk sem er að keppa fyrir hönd Íslands í okkar þjóðaríþrótt öðlist skilning frá sínum vinnuveitanda fyrir svo stór verkefni eins og heimsmeistaramót," segir Knútur, en kvennalandslið Íslands er nú að keppa á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni frá upphafi. Hann segist ekki geta svarað fyrir það hvernig fyrirtæki hagi sínum málum en svona lagað hafi aldrei komið upp áður, hvorki í sögu karla- né kvennalandsliðsins. „Ég minni á að handboltafólk og íþróttafólk almennt er fólk sem er gott í vinnu. Það er reglusamt og mikið keppnisfólk," segir Knútur og bætir við: „Þetta mál er okkur mjög mikilvægt því þetta má ekki vera fordæmisgefandi." Upphaflega fékk Guðný Jenný tilboð um stöðuhækkun í september síðastliðnum, gegn því að hætta í landsliðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að eftir að hún hafnaði boðinu var annar ráðinn í stöðuna og með því fækkaði verkefnum fyrir Guðnýju Jennýju það mikið að ákveðið var að segja henni upp. Nýherji sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem uppsögn hennar sé aðeins vegna hagræðingar á krepputímum, eins og það er orðað. Nýherji er þrátt fyrir allt einn stuðningsaðila kvennalandsliðsins í handbolta og þarf Guðný Jenný, eins og aðrir leikmenn liðsins, að spila með auglýsingu frá fyrirtækinu þegar hún klæðist íslenska landsliðsbúningnum. Knútur sagði við Fréttablaðið að stjórn HSÍ hefði ekki hist til að ræða þann möguleika að rifta samstarfi við Nýherja vegna málsins. Þó hefðu fulltrúar handknattleikshreyfingarinnar fundað með forsvarsmönnum Nýherja en án þess að finna lausn á málinu. „Þeir hafa skýrt okkur frá sinni hlið á þessu máli. Við erum ekki sammála þeirra málflutningi en þeir verða að fá að taka sínar ákvarðanir," sagði Knútur. Hann hafði ekki tekið afstöðu til þess sjálfur hvort hann teldi rétt að rifta samningum við Nýherja. Guðný Jenný gaf sjálf ekki kost á viðtali í gær.
Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira