Sextán aðgerðir til höfuðs ofbeldi gegn konum Michelle Bachelet skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Þrjú rifbein eru brotin, tvær tennur eru lausar, fimm brunasár eftir sígarettu á fótum. Maður sér ekki alltaf. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóðalögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðislegt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófriðartímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrotið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Alltof oft er konum meinað um réttlæti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og landsvæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörfTil að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauðsynlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, systur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirkum lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sögunni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntunar. Herferðir geta stuðlað að vitundarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlutverk kvenna ogstúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlifandi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í fararbroddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almennum aðgangi að skjótum úrræðum ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags-sálfræðilegan stuðning, aðhlynningu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvennaUN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, samfélög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröllaukin og kerfisbundin mannréttindabrot. Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðsins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunnið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Þrjú rifbein eru brotin, tvær tennur eru lausar, fimm brunasár eftir sígarettu á fótum. Maður sér ekki alltaf. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóðalögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðislegt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófriðartímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrotið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Alltof oft er konum meinað um réttlæti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og landsvæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörfTil að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauðsynlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, systur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirkum lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sögunni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntunar. Herferðir geta stuðlað að vitundarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlutverk kvenna ogstúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlifandi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í fararbroddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almennum aðgangi að skjótum úrræðum ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags-sálfræðilegan stuðning, aðhlynningu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvennaUN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, samfélög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröllaukin og kerfisbundin mannréttindabrot. Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðsins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunnið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi)
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun