Sextán aðgerðir til höfuðs ofbeldi gegn konum Michelle Bachelet skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Þrjú rifbein eru brotin, tvær tennur eru lausar, fimm brunasár eftir sígarettu á fótum. Maður sér ekki alltaf. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóðalögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðislegt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófriðartímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrotið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Alltof oft er konum meinað um réttlæti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og landsvæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörfTil að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauðsynlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, systur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirkum lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sögunni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntunar. Herferðir geta stuðlað að vitundarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlutverk kvenna ogstúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlifandi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í fararbroddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almennum aðgangi að skjótum úrræðum ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags-sálfræðilegan stuðning, aðhlynningu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvennaUN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, samfélög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröllaukin og kerfisbundin mannréttindabrot. Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðsins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunnið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt. Þrjú rifbein eru brotin, tvær tennur eru lausar, fimm brunasár eftir sígarettu á fótum. Maður sér ekki alltaf. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafnari, hefur orðið breyting til batnaðar því sífellt fleiri eru sér meðvitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásættanlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og fordæmt sem umtalsvert mannréttindabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóðalögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðislegt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófriðartímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrotið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Alltof oft er konum meinað um réttlæti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og landsvæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörfTil að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauðsynlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, systur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirkum lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sögunni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntunar. Herferðir geta stuðlað að vitundarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlutverk kvenna ogstúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlifandi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í fararbroddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almennum aðgangi að skjótum úrræðum ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags-sálfræðilegan stuðning, aðhlynningu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvennaUN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, samfélög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröllaukin og kerfisbundin mannréttindabrot. Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðsins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunnið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi)
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar