Lækir tifa í Kópavogsdal og Fossvogsdal Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Kópavogsdalur og Fossvogsdalur eru tvær af útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins. Um dalina renna lækir sem eru að hluta til í náttúrulegum farvegi og taka til sín yfirborðsvatn og vatn úr regnvatnsleiðslum bæjarins og skila því til sjávar. Í lækjunum þrífast margs konar ferskvatnstegundir og hafa lækirnir verið uppspretta náms og vettvangur fróðleiksfúsra krakka við leiki, rannsóknir og veiðar. Kennarar fara með nemendur sína að lækjunum í rannsóknarferðir og hef ég sjálf mikið nýtt lækina og umhverfi þeirra við náttúrufræðikennslu og útinám. Að beiðni Kópavogsbæjar gerði Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælingar á magni saurkólígerla í Fossvogslæk og Kópavogslæk í lok ágúst sl., eftir að þeim hafði verið hætt í tíð fyrrverandi meirihluta bæjarins. Á nokkrum stöðum reyndist gerlamagnið eða skólpmengunin margfalt yfir ásættanlegum mörkum. Verst var ástandið innst í Fossvogsdalnum, við gróðrarstöðina Mörk og við Dalveginn í Kópavogsdal. Í október voru aftur gerðar mælingar og niðurstöður svipaðar. Orsök þessa mikla gerlamagns er aðallega rangtengingar lagna í nærliggjandi hverfum í Kópavogi og Reykjavík. Um rangtengingar er að ræða þegar skolplagnir eru tengdar inn á regnvatnslagnir og þá rennur skolpið óhreinsað í lækina í stað þess að það fari í skolplagnir og því dælt í skolphreinsistöð. Kópavogsbær hefur um árabil unnið að því að leita uppi og lagfæra rangtengingar skolplagna bæði frá fyrirtækjum og íbúðarhúsum og í regnvatnsleiðslum bæjarins, en eftir að niðurstöður mælinga lágu fyrir nú í haust var ákveðið að gera verulegt átak í því að finna rangtengingar. Nú er búið að finna og lagfæra rangtengingar innst í Kópavogsdal, en ekki hefur enn tekist að rekja hvar rangt er tengt í Fossvogsdal, en mun það vonandi takast hið fyrsta í samvinnu við Reykjavíkurborg. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs leggur áherslu á að nú verði reglulega gerðar mælingar á gerlamagni í lækjunum og þannig fylgst með stöðunni og hægt að bregðast skjótt við ef gerlamagnið fer yfir ásættanleg mörk og grunur er um rangtengingar eða laskaðar skolplagnir. Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki leiti sér upplýsinga um tengingar lagna áður en farið er í framkvæmdir, þannig að rétt sé tengt! Jafnframt er vakin athygli bæjarbúa á því að allt sem fer í niðurföll á bílaplönum íbúðarhúsa fer í regnvatnslagnir og því í Fossvogs- eða Kópavogslæk frá þeim hverfum sem eru í austurhluta Kópavogs og hluta Reykjavíkur. Ég beini því til íbúa að nota helst einungis vatn við bílaþvotta við heimahús og hella ekki neinum efnum í niðurföll utandyra svo sem málningu, eða þynni. Mikilvægt er að í regnvatnslagnir fari engin efni sem geta skaðað lífríkið eða heilsu manna. Ég vil jafnframt beina því til foreldra og þeirra sem vinna með börnum að láta þau ekki vera við leik eða nám þar sem ástandið er enn slæmt, því saurkólígerlar geta verið skaðlegir heilsu manna. Mikilvægt er að Fossvogsdalur og Kópavogsdalur geti verið útivistarperlur með lækjum sem tifa um máða steina án þess að í þeim séu óboðnir gerlar og ýmis eiturefni. Tengjum rétt, lögum þær röngu og hellum engum óþverra í lagnirnar! Hjálpumst að við að halda lækjunum hreinum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kópavogsdalur og Fossvogsdalur eru tvær af útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins. Um dalina renna lækir sem eru að hluta til í náttúrulegum farvegi og taka til sín yfirborðsvatn og vatn úr regnvatnsleiðslum bæjarins og skila því til sjávar. Í lækjunum þrífast margs konar ferskvatnstegundir og hafa lækirnir verið uppspretta náms og vettvangur fróðleiksfúsra krakka við leiki, rannsóknir og veiðar. Kennarar fara með nemendur sína að lækjunum í rannsóknarferðir og hef ég sjálf mikið nýtt lækina og umhverfi þeirra við náttúrufræðikennslu og útinám. Að beiðni Kópavogsbæjar gerði Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælingar á magni saurkólígerla í Fossvogslæk og Kópavogslæk í lok ágúst sl., eftir að þeim hafði verið hætt í tíð fyrrverandi meirihluta bæjarins. Á nokkrum stöðum reyndist gerlamagnið eða skólpmengunin margfalt yfir ásættanlegum mörkum. Verst var ástandið innst í Fossvogsdalnum, við gróðrarstöðina Mörk og við Dalveginn í Kópavogsdal. Í október voru aftur gerðar mælingar og niðurstöður svipaðar. Orsök þessa mikla gerlamagns er aðallega rangtengingar lagna í nærliggjandi hverfum í Kópavogi og Reykjavík. Um rangtengingar er að ræða þegar skolplagnir eru tengdar inn á regnvatnslagnir og þá rennur skolpið óhreinsað í lækina í stað þess að það fari í skolplagnir og því dælt í skolphreinsistöð. Kópavogsbær hefur um árabil unnið að því að leita uppi og lagfæra rangtengingar skolplagna bæði frá fyrirtækjum og íbúðarhúsum og í regnvatnsleiðslum bæjarins, en eftir að niðurstöður mælinga lágu fyrir nú í haust var ákveðið að gera verulegt átak í því að finna rangtengingar. Nú er búið að finna og lagfæra rangtengingar innst í Kópavogsdal, en ekki hefur enn tekist að rekja hvar rangt er tengt í Fossvogsdal, en mun það vonandi takast hið fyrsta í samvinnu við Reykjavíkurborg. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs leggur áherslu á að nú verði reglulega gerðar mælingar á gerlamagni í lækjunum og þannig fylgst með stöðunni og hægt að bregðast skjótt við ef gerlamagnið fer yfir ásættanleg mörk og grunur er um rangtengingar eða laskaðar skolplagnir. Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki leiti sér upplýsinga um tengingar lagna áður en farið er í framkvæmdir, þannig að rétt sé tengt! Jafnframt er vakin athygli bæjarbúa á því að allt sem fer í niðurföll á bílaplönum íbúðarhúsa fer í regnvatnslagnir og því í Fossvogs- eða Kópavogslæk frá þeim hverfum sem eru í austurhluta Kópavogs og hluta Reykjavíkur. Ég beini því til íbúa að nota helst einungis vatn við bílaþvotta við heimahús og hella ekki neinum efnum í niðurföll utandyra svo sem málningu, eða þynni. Mikilvægt er að í regnvatnslagnir fari engin efni sem geta skaðað lífríkið eða heilsu manna. Ég vil jafnframt beina því til foreldra og þeirra sem vinna með börnum að láta þau ekki vera við leik eða nám þar sem ástandið er enn slæmt, því saurkólígerlar geta verið skaðlegir heilsu manna. Mikilvægt er að Fossvogsdalur og Kópavogsdalur geti verið útivistarperlur með lækjum sem tifa um máða steina án þess að í þeim séu óboðnir gerlar og ýmis eiturefni. Tengjum rétt, lögum þær röngu og hellum engum óþverra í lagnirnar! Hjálpumst að við að halda lækjunum hreinum!
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun