Lækir tifa í Kópavogsdal og Fossvogsdal Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Kópavogsdalur og Fossvogsdalur eru tvær af útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins. Um dalina renna lækir sem eru að hluta til í náttúrulegum farvegi og taka til sín yfirborðsvatn og vatn úr regnvatnsleiðslum bæjarins og skila því til sjávar. Í lækjunum þrífast margs konar ferskvatnstegundir og hafa lækirnir verið uppspretta náms og vettvangur fróðleiksfúsra krakka við leiki, rannsóknir og veiðar. Kennarar fara með nemendur sína að lækjunum í rannsóknarferðir og hef ég sjálf mikið nýtt lækina og umhverfi þeirra við náttúrufræðikennslu og útinám. Að beiðni Kópavogsbæjar gerði Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælingar á magni saurkólígerla í Fossvogslæk og Kópavogslæk í lok ágúst sl., eftir að þeim hafði verið hætt í tíð fyrrverandi meirihluta bæjarins. Á nokkrum stöðum reyndist gerlamagnið eða skólpmengunin margfalt yfir ásættanlegum mörkum. Verst var ástandið innst í Fossvogsdalnum, við gróðrarstöðina Mörk og við Dalveginn í Kópavogsdal. Í október voru aftur gerðar mælingar og niðurstöður svipaðar. Orsök þessa mikla gerlamagns er aðallega rangtengingar lagna í nærliggjandi hverfum í Kópavogi og Reykjavík. Um rangtengingar er að ræða þegar skolplagnir eru tengdar inn á regnvatnslagnir og þá rennur skolpið óhreinsað í lækina í stað þess að það fari í skolplagnir og því dælt í skolphreinsistöð. Kópavogsbær hefur um árabil unnið að því að leita uppi og lagfæra rangtengingar skolplagna bæði frá fyrirtækjum og íbúðarhúsum og í regnvatnsleiðslum bæjarins, en eftir að niðurstöður mælinga lágu fyrir nú í haust var ákveðið að gera verulegt átak í því að finna rangtengingar. Nú er búið að finna og lagfæra rangtengingar innst í Kópavogsdal, en ekki hefur enn tekist að rekja hvar rangt er tengt í Fossvogsdal, en mun það vonandi takast hið fyrsta í samvinnu við Reykjavíkurborg. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs leggur áherslu á að nú verði reglulega gerðar mælingar á gerlamagni í lækjunum og þannig fylgst með stöðunni og hægt að bregðast skjótt við ef gerlamagnið fer yfir ásættanleg mörk og grunur er um rangtengingar eða laskaðar skolplagnir. Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki leiti sér upplýsinga um tengingar lagna áður en farið er í framkvæmdir, þannig að rétt sé tengt! Jafnframt er vakin athygli bæjarbúa á því að allt sem fer í niðurföll á bílaplönum íbúðarhúsa fer í regnvatnslagnir og því í Fossvogs- eða Kópavogslæk frá þeim hverfum sem eru í austurhluta Kópavogs og hluta Reykjavíkur. Ég beini því til íbúa að nota helst einungis vatn við bílaþvotta við heimahús og hella ekki neinum efnum í niðurföll utandyra svo sem málningu, eða þynni. Mikilvægt er að í regnvatnslagnir fari engin efni sem geta skaðað lífríkið eða heilsu manna. Ég vil jafnframt beina því til foreldra og þeirra sem vinna með börnum að láta þau ekki vera við leik eða nám þar sem ástandið er enn slæmt, því saurkólígerlar geta verið skaðlegir heilsu manna. Mikilvægt er að Fossvogsdalur og Kópavogsdalur geti verið útivistarperlur með lækjum sem tifa um máða steina án þess að í þeim séu óboðnir gerlar og ýmis eiturefni. Tengjum rétt, lögum þær röngu og hellum engum óþverra í lagnirnar! Hjálpumst að við að halda lækjunum hreinum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Kópavogsdalur og Fossvogsdalur eru tvær af útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins. Um dalina renna lækir sem eru að hluta til í náttúrulegum farvegi og taka til sín yfirborðsvatn og vatn úr regnvatnsleiðslum bæjarins og skila því til sjávar. Í lækjunum þrífast margs konar ferskvatnstegundir og hafa lækirnir verið uppspretta náms og vettvangur fróðleiksfúsra krakka við leiki, rannsóknir og veiðar. Kennarar fara með nemendur sína að lækjunum í rannsóknarferðir og hef ég sjálf mikið nýtt lækina og umhverfi þeirra við náttúrufræðikennslu og útinám. Að beiðni Kópavogsbæjar gerði Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælingar á magni saurkólígerla í Fossvogslæk og Kópavogslæk í lok ágúst sl., eftir að þeim hafði verið hætt í tíð fyrrverandi meirihluta bæjarins. Á nokkrum stöðum reyndist gerlamagnið eða skólpmengunin margfalt yfir ásættanlegum mörkum. Verst var ástandið innst í Fossvogsdalnum, við gróðrarstöðina Mörk og við Dalveginn í Kópavogsdal. Í október voru aftur gerðar mælingar og niðurstöður svipaðar. Orsök þessa mikla gerlamagns er aðallega rangtengingar lagna í nærliggjandi hverfum í Kópavogi og Reykjavík. Um rangtengingar er að ræða þegar skolplagnir eru tengdar inn á regnvatnslagnir og þá rennur skolpið óhreinsað í lækina í stað þess að það fari í skolplagnir og því dælt í skolphreinsistöð. Kópavogsbær hefur um árabil unnið að því að leita uppi og lagfæra rangtengingar skolplagna bæði frá fyrirtækjum og íbúðarhúsum og í regnvatnsleiðslum bæjarins, en eftir að niðurstöður mælinga lágu fyrir nú í haust var ákveðið að gera verulegt átak í því að finna rangtengingar. Nú er búið að finna og lagfæra rangtengingar innst í Kópavogsdal, en ekki hefur enn tekist að rekja hvar rangt er tengt í Fossvogsdal, en mun það vonandi takast hið fyrsta í samvinnu við Reykjavíkurborg. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs leggur áherslu á að nú verði reglulega gerðar mælingar á gerlamagni í lækjunum og þannig fylgst með stöðunni og hægt að bregðast skjótt við ef gerlamagnið fer yfir ásættanleg mörk og grunur er um rangtengingar eða laskaðar skolplagnir. Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki leiti sér upplýsinga um tengingar lagna áður en farið er í framkvæmdir, þannig að rétt sé tengt! Jafnframt er vakin athygli bæjarbúa á því að allt sem fer í niðurföll á bílaplönum íbúðarhúsa fer í regnvatnslagnir og því í Fossvogs- eða Kópavogslæk frá þeim hverfum sem eru í austurhluta Kópavogs og hluta Reykjavíkur. Ég beini því til íbúa að nota helst einungis vatn við bílaþvotta við heimahús og hella ekki neinum efnum í niðurföll utandyra svo sem málningu, eða þynni. Mikilvægt er að í regnvatnslagnir fari engin efni sem geta skaðað lífríkið eða heilsu manna. Ég vil jafnframt beina því til foreldra og þeirra sem vinna með börnum að láta þau ekki vera við leik eða nám þar sem ástandið er enn slæmt, því saurkólígerlar geta verið skaðlegir heilsu manna. Mikilvægt er að Fossvogsdalur og Kópavogsdalur geti verið útivistarperlur með lækjum sem tifa um máða steina án þess að í þeim séu óboðnir gerlar og ýmis eiturefni. Tengjum rétt, lögum þær röngu og hellum engum óþverra í lagnirnar! Hjálpumst að við að halda lækjunum hreinum!
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun