Reyksíminn 11 ára Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotkun til að sparnaður í heilbrigðiskerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tóbaksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endurhringingar, en þá er skjólstæðingunum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbakslausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjunum og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaksfíklar, en það er vaxandi hópur meðal ungmenna og sérstaklega meðal stráka. Munntóbaksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstaklega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöðum, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munntóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksímans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæðinga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr sígarettunum yfir í munn- eða neftóbakið, eða að fara úr einu tóbaki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneytendum. Úttektir á þjónustu Reyksímans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangurinn sem mælist í samanburði við erlenda Reyksíma, þegar skoðað er hve margir eru tóbakslausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjólstæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbindindi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmyndin kom frá Svíþjóð, en Íslendingurinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksímann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotkun til að sparnaður í heilbrigðiskerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus.is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tóbaksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endurhringingar, en þá er skjólstæðingunum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbakslausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjunum og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaksfíklar, en það er vaxandi hópur meðal ungmenna og sérstaklega meðal stráka. Munntóbaksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstaklega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöðum, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munntóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksímans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæðinga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr sígarettunum yfir í munn- eða neftóbakið, eða að fara úr einu tóbaki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneytendum. Úttektir á þjónustu Reyksímans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangurinn sem mælist í samanburði við erlenda Reyksíma, þegar skoðað er hve margir eru tóbakslausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæðingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjólstæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar