Enn um miðaldakirkju í Skálholti Vésteinn Ólason skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Nokkur viðbrögð hafa orðið við stuttri grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 18. þ. m. um þá hugmynd að reisa í Skálholti tilgátuhús, eftirlíkingu stærstu miðaldakirkju sem þar stóð. Þess vegna langar mig að árétta nokkur atriði og bæta öðru við. Eins og reyndar kemur skýrt fram í grein minni hef ég ekkert á móti tilgátuhúsum, þótt sumir lesendur hafi kosið að túlka hana svo, en ég tel að þau geti aldrei jafnast á við sambærileg gömul hús. Mér er líka ljúft að segja að ég efast ekki um góðan tilgang þeirra sem varpa slíkum hugmyndum fram eða reyna að hrinda þeim í framkvæmd. Það eina sem ég hef á móti Þorláksbúð, sem verið er að reisa í Skálholti, er staðsetningin. Mér og mörgum fleiri finnst óhæfa að setja hana niður eins og gert er. Eigi að reisa hús í gömlum stíl til að halda í heiðri minningu hins forna Skálholtsstaðar verður að vanda mjög til skipulags á staðnum þannig að eitt reki sig ekki á annars horn. Það vekur þess vegna nokkurn ugg ef ákveðið yrði að reisa á staðnum slíkt stórhýsi sem hin umrædda kirkja er án þess að á undan hafi farið vönduð skipulags- og undirbúningsvinna. Það er ekki síst vandi af því að 700 fermetra allháreist bygging mun sannarlega vekja á sér athygli og er ætlað það. Um það þarf ekki að deila. Ef leita á til fortíðar að byggingarfyrirmynd, tel ég ekki sjálfgefið að heppilegt sé að byrja á stærsta húsi sem vitað er til að staðið hafi í Skálholti. Forráðamenn staðarins verða auðvitað að marka sér einhverja stefnu, gjarnan í víðtæku samráði við almenning, um hvaða starfsemi þeir vilji hafa í Skálholti og hvaða ramma eigi að setja henni. Það sem kom mér til að fara nokkuð hörðum orðum um áætlunina í grein minni var ekki síst fjárhagsþátturinn. Gert er ráð fyrir að stofnkostnaður verði 500 milljónir. Ekki hef ég vit á að dæma hvort það sé raunsæ áætlun, varla er hún of lág. Væntanlega hefur verið haft í huga að eitthvað verður að vera inni í svo stóru húsi sem sómi er að og laðar ferðamenn til að fara inn í það, eitthvað sem minnir á kirkju og einhvers konar sögusýning, geri ég ráð fyrir. Bygging úr tré þarfnast mikils og stöðugs viðhalds, og reksturinn mun einnig kosta eitthvað. Ef fyrirtækið á að standa undir sér verður að reikna dæmið til enda. Ekki veit ég hvað menn hugsa sér að langan tíma taki að greiða 500 milljóna lán niður, en þótt við reiknum þennan fjármagnskostnað ekki nema 5 % yrði hann 25 milljónir á ári. Vægt áætlað hlýtur viðhald og rekstur að nema a.m.k. 15 milljónum. 40 milljónir á ári er þá sú lágmarksupphæð sem reksturinn þarf að skila, ef hann á að standa undir sér, e.t.v. talsvert meira. Ég hygg að ekki megi hafa aðgangseyri hærri en 1.000 krónur ef hann á ekki að fæla marga frá húsi sem hægt er að skoða ókeypis utan frá. Þá þarf 40 þúsund – fjörutíu þúsund – gesti á ári til að standa undir fjármagnskostnaði og rekstri. Er til einhver markaðsrannsókn sem bendir til að svo margir væru tilbúnir að koma í Skálholt og borga 1.000 krónur hver fyrir að fá að koma inn í slíka kirkju? Hver tekur áhættuna ef dæmið gengur ekki upp? Ef farið er af stað með svo mikið fyrirtæki verður það að ganga upp, og framhald verður að vera tryggt. Annars er verr af stað farið en heima setið. Hálfkarað verk af þessu tagi eða illa við haldið yrði hörmung. Ég verð líka að minna á það, sem ég fjallaði dálítið um í grein minni, að miðaldakirkjur eru ekki sama nýnæmi fyrir gesti frá Evrópu og margt sem hér býðst að kynnast. Ef menn telja sig í raun og veru geta útvegað hálfan milljarð til að auka aðdráttarafl Skálholts fyrir ferðamenn, held ég þeir ættu að hugsa sig vel um hvort ekki væru aðrar leiðir vænlegri og áhættuminni. Sannarlega væri þörf á að gera eitthvað til að Skálholt geti gegnt betur því hlutverki að halda á lofti minningunni um þennan höfuðstað Íslands um aldir. Gleymum því samt ekki að góður grundvöllur hefur verið lagður með byggingum og menningarstarfi, ekki síst á sviði tónlistar, auk hins kirkjulega starfs. Hvað sem gert verður þarf vandaðan undirbúning. Það stærsta og dýrasta er ekki alltaf best eða áhrifaríkast. Ég trúi því að heppilegast hljóti að vera fyrir ferðaþjónustu, menningartengda og aðra, að taka minni skref í einu og hafa fast undir fæti. Að fjárfesta 500 milljónir í gerð miðaldakirkju er að mínum dómi risastökk út í loftið og óvíst hvar komið verði niður. Vissulega er ekki langt síðan við áttum banka- og framkvæmdamenn sem ekki víluðu fyrir sér að fjárfesta hærri upphæðir í óvissu, sjálfsagt stundum vegna hugmynda sem hljómuðu vel. Hugmyndin um miðaldakirkjuna minnir mig óþægilega á þá tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur viðbrögð hafa orðið við stuttri grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 18. þ. m. um þá hugmynd að reisa í Skálholti tilgátuhús, eftirlíkingu stærstu miðaldakirkju sem þar stóð. Þess vegna langar mig að árétta nokkur atriði og bæta öðru við. Eins og reyndar kemur skýrt fram í grein minni hef ég ekkert á móti tilgátuhúsum, þótt sumir lesendur hafi kosið að túlka hana svo, en ég tel að þau geti aldrei jafnast á við sambærileg gömul hús. Mér er líka ljúft að segja að ég efast ekki um góðan tilgang þeirra sem varpa slíkum hugmyndum fram eða reyna að hrinda þeim í framkvæmd. Það eina sem ég hef á móti Þorláksbúð, sem verið er að reisa í Skálholti, er staðsetningin. Mér og mörgum fleiri finnst óhæfa að setja hana niður eins og gert er. Eigi að reisa hús í gömlum stíl til að halda í heiðri minningu hins forna Skálholtsstaðar verður að vanda mjög til skipulags á staðnum þannig að eitt reki sig ekki á annars horn. Það vekur þess vegna nokkurn ugg ef ákveðið yrði að reisa á staðnum slíkt stórhýsi sem hin umrædda kirkja er án þess að á undan hafi farið vönduð skipulags- og undirbúningsvinna. Það er ekki síst vandi af því að 700 fermetra allháreist bygging mun sannarlega vekja á sér athygli og er ætlað það. Um það þarf ekki að deila. Ef leita á til fortíðar að byggingarfyrirmynd, tel ég ekki sjálfgefið að heppilegt sé að byrja á stærsta húsi sem vitað er til að staðið hafi í Skálholti. Forráðamenn staðarins verða auðvitað að marka sér einhverja stefnu, gjarnan í víðtæku samráði við almenning, um hvaða starfsemi þeir vilji hafa í Skálholti og hvaða ramma eigi að setja henni. Það sem kom mér til að fara nokkuð hörðum orðum um áætlunina í grein minni var ekki síst fjárhagsþátturinn. Gert er ráð fyrir að stofnkostnaður verði 500 milljónir. Ekki hef ég vit á að dæma hvort það sé raunsæ áætlun, varla er hún of lág. Væntanlega hefur verið haft í huga að eitthvað verður að vera inni í svo stóru húsi sem sómi er að og laðar ferðamenn til að fara inn í það, eitthvað sem minnir á kirkju og einhvers konar sögusýning, geri ég ráð fyrir. Bygging úr tré þarfnast mikils og stöðugs viðhalds, og reksturinn mun einnig kosta eitthvað. Ef fyrirtækið á að standa undir sér verður að reikna dæmið til enda. Ekki veit ég hvað menn hugsa sér að langan tíma taki að greiða 500 milljóna lán niður, en þótt við reiknum þennan fjármagnskostnað ekki nema 5 % yrði hann 25 milljónir á ári. Vægt áætlað hlýtur viðhald og rekstur að nema a.m.k. 15 milljónum. 40 milljónir á ári er þá sú lágmarksupphæð sem reksturinn þarf að skila, ef hann á að standa undir sér, e.t.v. talsvert meira. Ég hygg að ekki megi hafa aðgangseyri hærri en 1.000 krónur ef hann á ekki að fæla marga frá húsi sem hægt er að skoða ókeypis utan frá. Þá þarf 40 þúsund – fjörutíu þúsund – gesti á ári til að standa undir fjármagnskostnaði og rekstri. Er til einhver markaðsrannsókn sem bendir til að svo margir væru tilbúnir að koma í Skálholt og borga 1.000 krónur hver fyrir að fá að koma inn í slíka kirkju? Hver tekur áhættuna ef dæmið gengur ekki upp? Ef farið er af stað með svo mikið fyrirtæki verður það að ganga upp, og framhald verður að vera tryggt. Annars er verr af stað farið en heima setið. Hálfkarað verk af þessu tagi eða illa við haldið yrði hörmung. Ég verð líka að minna á það, sem ég fjallaði dálítið um í grein minni, að miðaldakirkjur eru ekki sama nýnæmi fyrir gesti frá Evrópu og margt sem hér býðst að kynnast. Ef menn telja sig í raun og veru geta útvegað hálfan milljarð til að auka aðdráttarafl Skálholts fyrir ferðamenn, held ég þeir ættu að hugsa sig vel um hvort ekki væru aðrar leiðir vænlegri og áhættuminni. Sannarlega væri þörf á að gera eitthvað til að Skálholt geti gegnt betur því hlutverki að halda á lofti minningunni um þennan höfuðstað Íslands um aldir. Gleymum því samt ekki að góður grundvöllur hefur verið lagður með byggingum og menningarstarfi, ekki síst á sviði tónlistar, auk hins kirkjulega starfs. Hvað sem gert verður þarf vandaðan undirbúning. Það stærsta og dýrasta er ekki alltaf best eða áhrifaríkast. Ég trúi því að heppilegast hljóti að vera fyrir ferðaþjónustu, menningartengda og aðra, að taka minni skref í einu og hafa fast undir fæti. Að fjárfesta 500 milljónir í gerð miðaldakirkju er að mínum dómi risastökk út í loftið og óvíst hvar komið verði niður. Vissulega er ekki langt síðan við áttum banka- og framkvæmdamenn sem ekki víluðu fyrir sér að fjárfesta hærri upphæðir í óvissu, sjálfsagt stundum vegna hugmynda sem hljómuðu vel. Hugmyndin um miðaldakirkjuna minnir mig óþægilega á þá tíma.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun