Gleymum ekki konum á stríðshrjáðum svæðum Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, en á tímum stríðsátaka eru konur mjög berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Umhverfið einkennist þá af reiðuleysi og refsileysi, og er mörgum konum kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Reynsla og upplifun kvenna af stríðsátökum er því oft gerólík reynslu karla og er þá mikilvægt að þær fái tækifæri til að taka þátt í friðarferlum því huga þarf að mismunandi þörfum, framlögum og getu karla og kvenna. Áherslur 1325 eru nokkrar. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og aðgerðum sem viðhalda og stuðla að friði og öryggi sem og uppbyggingu á fyrrum átakasvæðum. Friðaruppbygging býður einnig upp á mikilvæg tækifæri til að styðja við framfarir í kynjajafnrétti og því er nauðsynlegt að konur fái eitthvað um að það segja. Í öðru lagi er lögð áhersla á að nauðsynlegum ráðstöfunum sé beitt til að vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er útbreitt og umfangsmikið vandamál og er nauðgunum og kynferðislegum pyntingum jafnvel beitt sem vopni í stríðsátökum í hernaðarlegum tilgangi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á innleiðingu kynjasjónarmiða í allar öryggis- og friðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og jafnréttisþjálfun í friðargæslu sem veitir starfsliði friðargæsluaðgerða þekkingu til að takast á við mismunandi aðstæður og þarfir karla og kvenna. Ályktun 1325 markar einnig tímamót, en með henni hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og er staða kvenna nú orðin að málefni friðar og öryggis í alþjóðasamfélaginu. Á þessum ellefu árum hefur 1325 þó ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir en helst hefur verið gagnrýnt hversu hæg innleiðing hennar hefur gengið. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og halda mikilvægi 1325 á lofti, því má ekki gleyma að hún er stór sigur í réttindabaráttu kvenna og hefur hún einnig verið brautryðjandi. Nú hafa fleiri ályktanir er varða konur, frið og öryggi verið samþykktar. Sú síðasta var ályktun nr. 1960 sem samþykkt var í desember 2010, þar sem öryggisráðið ítrekar áhyggjur sínar af útbreiddri og kerfisbundinni beitingu kynferðislegs ofbeldis gegn óbreyttum borgurum í stríðsátökum og leitast eftir að takast á við það refsileysi sem einkennir þetta málefni. Ísland var meðal fyrstu ríkja í heiminum til að setja sér aðgerðaáætlun um framkvæmd 1325 og er ásamt fleiri aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í hópi sem kallast vinir 1325. Hlutverk Íslands skiptir máli en því fleiri ríki sem vinna með ályktun 1325 því sterkari verður hún. Ísland setur því mikilvægt fordæmi og tekur einnig þátt í að berjast fyrir hagsmunum kvenna á átakasvæðum. Það er því ljóst að 1325 hefur gegnt lykilhlutverki í því að setja málefni kvenna á átakasvæðum á dagskrá og er starfsemi frjálsra félagasamtaka og sérstofnana Sameinuðu þjóðanna líkt og UN Women ekki síður nauðsynleg til að veita alþjóðasamfélaginu aðhald og vekja athygli á þessum málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, en á tímum stríðsátaka eru konur mjög berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Umhverfið einkennist þá af reiðuleysi og refsileysi, og er mörgum konum kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Reynsla og upplifun kvenna af stríðsátökum er því oft gerólík reynslu karla og er þá mikilvægt að þær fái tækifæri til að taka þátt í friðarferlum því huga þarf að mismunandi þörfum, framlögum og getu karla og kvenna. Áherslur 1325 eru nokkrar. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og aðgerðum sem viðhalda og stuðla að friði og öryggi sem og uppbyggingu á fyrrum átakasvæðum. Friðaruppbygging býður einnig upp á mikilvæg tækifæri til að styðja við framfarir í kynjajafnrétti og því er nauðsynlegt að konur fái eitthvað um að það segja. Í öðru lagi er lögð áhersla á að nauðsynlegum ráðstöfunum sé beitt til að vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er útbreitt og umfangsmikið vandamál og er nauðgunum og kynferðislegum pyntingum jafnvel beitt sem vopni í stríðsátökum í hernaðarlegum tilgangi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á innleiðingu kynjasjónarmiða í allar öryggis- og friðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og jafnréttisþjálfun í friðargæslu sem veitir starfsliði friðargæsluaðgerða þekkingu til að takast á við mismunandi aðstæður og þarfir karla og kvenna. Ályktun 1325 markar einnig tímamót, en með henni hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og er staða kvenna nú orðin að málefni friðar og öryggis í alþjóðasamfélaginu. Á þessum ellefu árum hefur 1325 þó ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir en helst hefur verið gagnrýnt hversu hæg innleiðing hennar hefur gengið. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og halda mikilvægi 1325 á lofti, því má ekki gleyma að hún er stór sigur í réttindabaráttu kvenna og hefur hún einnig verið brautryðjandi. Nú hafa fleiri ályktanir er varða konur, frið og öryggi verið samþykktar. Sú síðasta var ályktun nr. 1960 sem samþykkt var í desember 2010, þar sem öryggisráðið ítrekar áhyggjur sínar af útbreiddri og kerfisbundinni beitingu kynferðislegs ofbeldis gegn óbreyttum borgurum í stríðsátökum og leitast eftir að takast á við það refsileysi sem einkennir þetta málefni. Ísland var meðal fyrstu ríkja í heiminum til að setja sér aðgerðaáætlun um framkvæmd 1325 og er ásamt fleiri aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í hópi sem kallast vinir 1325. Hlutverk Íslands skiptir máli en því fleiri ríki sem vinna með ályktun 1325 því sterkari verður hún. Ísland setur því mikilvægt fordæmi og tekur einnig þátt í að berjast fyrir hagsmunum kvenna á átakasvæðum. Það er því ljóst að 1325 hefur gegnt lykilhlutverki í því að setja málefni kvenna á átakasvæðum á dagskrá og er starfsemi frjálsra félagasamtaka og sérstofnana Sameinuðu þjóðanna líkt og UN Women ekki síður nauðsynleg til að veita alþjóðasamfélaginu aðhald og vekja athygli á þessum málstað.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar