Hvers konar lýðveldi? Skúli Magnússon skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Samkvæmt 1. gr. stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í „lýðveldi“ felst að æðsti handhafi ríkisvalds (þjóðhöfðinginn) er kjörinn en fær ekki stöðu sína að erfðum. Af „þingbundinni stjórn“ verður dregin sú ályktun að þjóðþingið fari með mikilvægar valdheimildir og sé ein af meginstjórnarstofnunum ríkisins. Ákvæðið segir hins vegar ekkert um hvernig skiptingu valds milli þessara stofnana lýðveldisins skuli nánar háttað. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir má heita samkomulag um að þetta atriði í stjórnskipun Íslands þurfi að endurskoða og skýra. Hins vegar er fremur óljóst hvaða sjónarmið eigi að ráða ferðinni við þessa endurskoðun. Í umræðu um samband þings og forseta virðast tvenns konar sjónarmið takast á. Annars vegar er uppi sú hugmynd að forseti Íslands eigi fyrst og fremst að vera ópólitískt sameiningartákn án verulegs stjórnskipulegs hlutverks, svipað og skandinavískur konungur eða drottning. Þessa leið má nefna „þjóðþingsleiðina“. Hins vegar er uppi það sjónarmið að embætti forseta Íslands sé í lykilhlutverki í stjórnskipun sem grundvallist á dreifingu valds og gagnkvæmu aðhaldi stofnana („checks and balances“). Þessa hugmynd má kenna við „forsetaþingræði“. Núverandi stjórnskipun vegur með vissum hætti salt milli þessara sjónarmiða. Samkvæmt hugmyndinni um forsetaþingræði (sbr. t.d. nánari útfærslu í viðauka við 1. bindi skýrslu stjórnlaganefndar 2011, dæmi B, bls. 198 o.áfr.) má líkja hlutverki forsetans við næturvörð stjórnskipunarinnar sem veitir aðalhandhöfum löggjafar- og framkvæmdarvalds aðhald við ákveðnar afmarkaðar aðstæður. Núgildandi heimild forsetans til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu samræmist vel þessari hugmynd, en einnig kæmi til greina að forsetinn færi með öryggishlutverk við fjárstjórn ríkisins, t.d. ef Alþingi hygðist reka ríkissjóð með stórkostlegum eða langvarandi halla. Þá mætti einnig tryggja betur sjálfstæði dómsvaldsins með því að taka skipunarvaldið alfarið úr höndum ráðherra og færa það forseta, þó þannig að honum væru settar stjórnskipulegar og lagalegar skorður við þessa ákvörðun. Vald án aðhalds og ábyrgðar er ósamrýmanlegt lýðveldishugmyndinni. Þótt forseti kunni að þurfa að standa kjósendum reikningsskap í kosningum (og beri þannig pólitíska ábyrgð) er engu að síður nauðsynlegt að huga vandlega að lagalegri ábyrgð, einkum refsi- og skaðabótaábyrgð vegna athafna forseta. Einnig þyrfti við útfærslu forsetaþingræðis að huga að því hvernig aðhaldi þingsins gagnvart forseta eigi að vera háttað. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur þingið virkjað pólitíska ábyrgð forseta með því að krefjast frávikningar hans með þjóðaratkvæði (sbr. 13. gr. stjskr.). Eðlilegt væri að til viðbótar þessu kæmi heimild þingsins til að krefjast frávikningar forseta með dómi („impeachment“), ef það væri mat þingsins að forseti bryti gegn stjórnskipun ríkisins (sjá t.d. áður tilv. skýrslu, bls. 97, 98 og 203). Tillaga stjórnlagaráðs, þar sem sem Ísland er lýst „lýðveldi með þingræðisstjórn“ og Alþingi og forseti fara ekki lengur saman með löggjafarvaldið andstætt núgildandi stjórnarskrá (sbr. 2. gr. tillagna), sýnist reist á þjóðþingshugmyndinni sem áður greinir. Sama á við um þrengingu á málskotsrétti forseta og afnámi ríkisráðs sem stjórnlagaráð telur úrelt. Önnur atriði vekja hins vegar upp spurningar að þessu leyti, t.d. aðkoma forseta að skipun dómara og ríkisstjórnarmyndun. Óneitanlega hefði verið æskilegt ef skýrari heildarsýn hefði birst í tillögum stjórnlagaráðs á hlutverk og samspil þessara meginstjórnarstofnana ríkisins. Á hinn bóginn má spyrja hvort tillögur stjórnlagaráðs séu einfaldlega vitnisburður um þá staðreynd að lítil almenn umræða hefur farið fram um þessi atriði. Er vilji þjóðarinnar þjóðþingræði eða vill hún viðhalda og jafnvel styrkja blandaða stjórnskipun, þar sem embætti forseta Íslands veitir þingi og ríkisstjórn aðhald? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt 1. gr. stjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í „lýðveldi“ felst að æðsti handhafi ríkisvalds (þjóðhöfðinginn) er kjörinn en fær ekki stöðu sína að erfðum. Af „þingbundinni stjórn“ verður dregin sú ályktun að þjóðþingið fari með mikilvægar valdheimildir og sé ein af meginstjórnarstofnunum ríkisins. Ákvæðið segir hins vegar ekkert um hvernig skiptingu valds milli þessara stofnana lýðveldisins skuli nánar háttað. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir má heita samkomulag um að þetta atriði í stjórnskipun Íslands þurfi að endurskoða og skýra. Hins vegar er fremur óljóst hvaða sjónarmið eigi að ráða ferðinni við þessa endurskoðun. Í umræðu um samband þings og forseta virðast tvenns konar sjónarmið takast á. Annars vegar er uppi sú hugmynd að forseti Íslands eigi fyrst og fremst að vera ópólitískt sameiningartákn án verulegs stjórnskipulegs hlutverks, svipað og skandinavískur konungur eða drottning. Þessa leið má nefna „þjóðþingsleiðina“. Hins vegar er uppi það sjónarmið að embætti forseta Íslands sé í lykilhlutverki í stjórnskipun sem grundvallist á dreifingu valds og gagnkvæmu aðhaldi stofnana („checks and balances“). Þessa hugmynd má kenna við „forsetaþingræði“. Núverandi stjórnskipun vegur með vissum hætti salt milli þessara sjónarmiða. Samkvæmt hugmyndinni um forsetaþingræði (sbr. t.d. nánari útfærslu í viðauka við 1. bindi skýrslu stjórnlaganefndar 2011, dæmi B, bls. 198 o.áfr.) má líkja hlutverki forsetans við næturvörð stjórnskipunarinnar sem veitir aðalhandhöfum löggjafar- og framkvæmdarvalds aðhald við ákveðnar afmarkaðar aðstæður. Núgildandi heimild forsetans til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu samræmist vel þessari hugmynd, en einnig kæmi til greina að forsetinn færi með öryggishlutverk við fjárstjórn ríkisins, t.d. ef Alþingi hygðist reka ríkissjóð með stórkostlegum eða langvarandi halla. Þá mætti einnig tryggja betur sjálfstæði dómsvaldsins með því að taka skipunarvaldið alfarið úr höndum ráðherra og færa það forseta, þó þannig að honum væru settar stjórnskipulegar og lagalegar skorður við þessa ákvörðun. Vald án aðhalds og ábyrgðar er ósamrýmanlegt lýðveldishugmyndinni. Þótt forseti kunni að þurfa að standa kjósendum reikningsskap í kosningum (og beri þannig pólitíska ábyrgð) er engu að síður nauðsynlegt að huga vandlega að lagalegri ábyrgð, einkum refsi- og skaðabótaábyrgð vegna athafna forseta. Einnig þyrfti við útfærslu forsetaþingræðis að huga að því hvernig aðhaldi þingsins gagnvart forseta eigi að vera háttað. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur þingið virkjað pólitíska ábyrgð forseta með því að krefjast frávikningar hans með þjóðaratkvæði (sbr. 13. gr. stjskr.). Eðlilegt væri að til viðbótar þessu kæmi heimild þingsins til að krefjast frávikningar forseta með dómi („impeachment“), ef það væri mat þingsins að forseti bryti gegn stjórnskipun ríkisins (sjá t.d. áður tilv. skýrslu, bls. 97, 98 og 203). Tillaga stjórnlagaráðs, þar sem sem Ísland er lýst „lýðveldi með þingræðisstjórn“ og Alþingi og forseti fara ekki lengur saman með löggjafarvaldið andstætt núgildandi stjórnarskrá (sbr. 2. gr. tillagna), sýnist reist á þjóðþingshugmyndinni sem áður greinir. Sama á við um þrengingu á málskotsrétti forseta og afnámi ríkisráðs sem stjórnlagaráð telur úrelt. Önnur atriði vekja hins vegar upp spurningar að þessu leyti, t.d. aðkoma forseta að skipun dómara og ríkisstjórnarmyndun. Óneitanlega hefði verið æskilegt ef skýrari heildarsýn hefði birst í tillögum stjórnlagaráðs á hlutverk og samspil þessara meginstjórnarstofnana ríkisins. Á hinn bóginn má spyrja hvort tillögur stjórnlagaráðs séu einfaldlega vitnisburður um þá staðreynd að lítil almenn umræða hefur farið fram um þessi atriði. Er vilji þjóðarinnar þjóðþingræði eða vill hún viðhalda og jafnvel styrkja blandaða stjórnskipun, þar sem embætti forseta Íslands veitir þingi og ríkisstjórn aðhald?
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar