Vísindaleg óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða Sandra B. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Í grein í Fbl. 11. nóv. sl. fullyrðir Jón H. Hallsson að ég hafi misskilið vísindagreinar sem ég vitnaði til í grein 25. okt. sl. Rannsóknir sem ég vitnaði í sýndu að dýr fóðruð á erfðabreyttu fóðri sem inniheldur Bt-eitur urðu fyrir breytingum á ónæmiskerfi og/eða líffærum, sem gæti gefið vísbendingar um möguleg heilsufarsáhrif á neytendur. Tilvísanir mínar voru þær sömu og virtir sameindalíffræðingar nota til að benda á mögulega heilsufarsáhættu af völdum Bt-eiturs. Hin harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja sem neita að viðurkenna nokkur vísindi sem afhjúpa áhættu af völdum erfðabreyttra afurða. Iðnaður sem mistekist hefur að rökstyðja öryggi erfðatækninnar á traustum vísindaforsendum leitar nú hælis í menningarkima afneitunar. Ekki er að undra, því erfðabreyttar afurðir voru markaðssettar án undangenginna langtímatilrauna á dýrum – og án nokkurra öryggisprófana á neytendum. Með því að neita að birta gögn sem þau byggja leyfisumsóknir sínar á hafa líftæknifyrirtæki vakið efasemdir um áreiðanleika vísinda sem framleiðsla erfðabreyttra lífvera byggir á. Hið sama má segja um líftæknifyrirtæki sem hafa neitað sjálfstæðum rannsóknaraðilum um erfðabreytt fræ nema því aðeins að (a) fyrirtækin samþykki þær tilraunir sem slíkir aðilar hyggjast gera og að (b) þeim aðilum sé ljóst að fyrirtækin hafi neitunarvald um birtingu á niðurstöðum tilraunanna. Sagan sýnir okkur að vísindi í þjónustu viðskiptahagsmuna verður að skoða með gagnrýnum huga. Áratugum saman hélt tóbaksiðnaðurinn því fram að ekki lægju fyrir nægar vísindalegar sannanir fyrir skaðsemi reykinga og transfituiðnaðurinn hélt því fram að jurtaolíur hans (sem hlaðnar voru vetnissameindum) væru öruggar uns sjálfstæðar rannsóknir sýndu að þær yllu æðakölkun. Bt-eitur er skordýraeitur sem splæst er í maís til að ráða niðurlögum skordýra sem sækja í plöntuna. Bandaríska fyrirtækið Monsanto framleiðir m.a. tvö Bt-maísyrki – MON810 og MON863 – sem leyfð var ræktun á í ESB. Árið 2009 birti hópur franskra vísindamanna niðurstöður rannsóknar á áhrifum þriggja maísyrkja á heilsufar spendýra og voru áðurnefnd yrki meðal þeirra. Í niðurstöðum segir að „áhrif komu einkum fram í nýrum og lifur – hreinsunarlíffærunum – en þó með ólíkum hætti eftir því hvert hinna þriggja erfðabreyttu yrkja átti í hlut. Önnur áhrif komu einnig fram í hjarta, nýrnahettum, milta og blóðfrumumyndandi kerfi. Niðurstaða okkar er að þessi gögn sýni merki um lifrar- og nýrnaeitrun, hugsanlega af völdum nýrra eiturefna sem tengjast hverju einstöku erfðabreyttu maísyrki.” Rannsóknin vakti efasemdir um áreiðanleika vísinda sem Monsanto notaði til að afla sér ræktunarleyfa í ESB og réðist fyrirtækið því af hörku gegn henni. Hið sama gerði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum. Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland og Lúxemborg bönnuðu ræktun á MON 810. Þau voru gagnrýnd fyrir að styðja bann sitt ekki vísindagögnum, en hafa vafalaust gert sér grein fyrir að EFSA og Monsanto myndu hafna hverjum þeim gögnum sem fram yrðu lögð. Sjálfstæðir vísindamenn – þ.e. ekki á mála fyrirtækja – eru því miður fjársveltur minnihluti og standa frammi fyrir gríðarlegri mótspyrnu ef þeir stunda rannsóknir sem kunna að vefengja lífrækniiðnaðinn. Engu að síður hefur þeim tekist að færa vísindin nær sanni um möguleg heilsufarsáhrif Bt-eiturs. Eins og ég rakti í fyrri grein minni leiddi rannsókn Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada í ljós að Bt-eitur fannst í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þeir sem gerðu rannsóknina töldu að eitrið hafi borist í blóðið úr matvælum sem konurnar neyttu – en dæmigerð matarkarfa þar vestra inniheldur mikið af erfðabreyttum matvælum úr Bt-maís. Líftækniiðnaðurinn hefur jafnan fullyrt að DNA úr erfðabreyttum matvælum brotni niður í meltingarkerfi manna og dýra. Kanadíska rannsóknin og margar dýratilraunir hafa sýnt að Bt-gen standast meltingu, komast í þarmabakteríur og þaðan út í blóð og líffæri. Vísindamenn iðnaðarins hafa með semingi neyðst til að viðurkenna að slík flöt genatilfærsla á sér stað. Og nú grípa þeir til þess ráðs að halda því fram að þótt Bt-eitur berist út í blóðið hafi skaðsemi þess fyrir heilsufar ekki verið sönnuð! Vísindaleg umræða um öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs á enn langt í land. Mun meiri sjálfstæðra rannsókna er þörf til að sýna fram á hvernig og í hve ríkum mæli erfðabreytt matvæli og fóður hafa áhrif á heilsufar manna og dýra. Meðan svo er eiga íslenskir bændur þess nú kost að forða búfé sínu frá Bt-maís með því að kaupa ó-erfðabreytt fóður. Í janúar munu íslensk stjórnvöld færa þjóðinni í nýársgjöf reglur um merkingar erfðabreyttra matvæla, sem gera neytendum kleift að forðast kaup á slíkum afurðum. Úr því að vísindin megna ekki að sýna fram á öryggi erfðabreyttra plantna getur Ísland verndað heilbrigði hins íslenska umhverfis, búfjár og neytenda á grundvelli varúðarreglunnar og lýst landið svæði án erfðabreyttra lífvera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. 11. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í grein í Fbl. 11. nóv. sl. fullyrðir Jón H. Hallsson að ég hafi misskilið vísindagreinar sem ég vitnaði til í grein 25. okt. sl. Rannsóknir sem ég vitnaði í sýndu að dýr fóðruð á erfðabreyttu fóðri sem inniheldur Bt-eitur urðu fyrir breytingum á ónæmiskerfi og/eða líffærum, sem gæti gefið vísbendingar um möguleg heilsufarsáhrif á neytendur. Tilvísanir mínar voru þær sömu og virtir sameindalíffræðingar nota til að benda á mögulega heilsufarsáhættu af völdum Bt-eiturs. Hin harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja sem neita að viðurkenna nokkur vísindi sem afhjúpa áhættu af völdum erfðabreyttra afurða. Iðnaður sem mistekist hefur að rökstyðja öryggi erfðatækninnar á traustum vísindaforsendum leitar nú hælis í menningarkima afneitunar. Ekki er að undra, því erfðabreyttar afurðir voru markaðssettar án undangenginna langtímatilrauna á dýrum – og án nokkurra öryggisprófana á neytendum. Með því að neita að birta gögn sem þau byggja leyfisumsóknir sínar á hafa líftæknifyrirtæki vakið efasemdir um áreiðanleika vísinda sem framleiðsla erfðabreyttra lífvera byggir á. Hið sama má segja um líftæknifyrirtæki sem hafa neitað sjálfstæðum rannsóknaraðilum um erfðabreytt fræ nema því aðeins að (a) fyrirtækin samþykki þær tilraunir sem slíkir aðilar hyggjast gera og að (b) þeim aðilum sé ljóst að fyrirtækin hafi neitunarvald um birtingu á niðurstöðum tilraunanna. Sagan sýnir okkur að vísindi í þjónustu viðskiptahagsmuna verður að skoða með gagnrýnum huga. Áratugum saman hélt tóbaksiðnaðurinn því fram að ekki lægju fyrir nægar vísindalegar sannanir fyrir skaðsemi reykinga og transfituiðnaðurinn hélt því fram að jurtaolíur hans (sem hlaðnar voru vetnissameindum) væru öruggar uns sjálfstæðar rannsóknir sýndu að þær yllu æðakölkun. Bt-eitur er skordýraeitur sem splæst er í maís til að ráða niðurlögum skordýra sem sækja í plöntuna. Bandaríska fyrirtækið Monsanto framleiðir m.a. tvö Bt-maísyrki – MON810 og MON863 – sem leyfð var ræktun á í ESB. Árið 2009 birti hópur franskra vísindamanna niðurstöður rannsóknar á áhrifum þriggja maísyrkja á heilsufar spendýra og voru áðurnefnd yrki meðal þeirra. Í niðurstöðum segir að „áhrif komu einkum fram í nýrum og lifur – hreinsunarlíffærunum – en þó með ólíkum hætti eftir því hvert hinna þriggja erfðabreyttu yrkja átti í hlut. Önnur áhrif komu einnig fram í hjarta, nýrnahettum, milta og blóðfrumumyndandi kerfi. Niðurstaða okkar er að þessi gögn sýni merki um lifrar- og nýrnaeitrun, hugsanlega af völdum nýrra eiturefna sem tengjast hverju einstöku erfðabreyttu maísyrki.” Rannsóknin vakti efasemdir um áreiðanleika vísinda sem Monsanto notaði til að afla sér ræktunarleyfa í ESB og réðist fyrirtækið því af hörku gegn henni. Hið sama gerði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum. Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland og Lúxemborg bönnuðu ræktun á MON 810. Þau voru gagnrýnd fyrir að styðja bann sitt ekki vísindagögnum, en hafa vafalaust gert sér grein fyrir að EFSA og Monsanto myndu hafna hverjum þeim gögnum sem fram yrðu lögð. Sjálfstæðir vísindamenn – þ.e. ekki á mála fyrirtækja – eru því miður fjársveltur minnihluti og standa frammi fyrir gríðarlegri mótspyrnu ef þeir stunda rannsóknir sem kunna að vefengja lífrækniiðnaðinn. Engu að síður hefur þeim tekist að færa vísindin nær sanni um möguleg heilsufarsáhrif Bt-eiturs. Eins og ég rakti í fyrri grein minni leiddi rannsókn Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada í ljós að Bt-eitur fannst í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þeir sem gerðu rannsóknina töldu að eitrið hafi borist í blóðið úr matvælum sem konurnar neyttu – en dæmigerð matarkarfa þar vestra inniheldur mikið af erfðabreyttum matvælum úr Bt-maís. Líftækniiðnaðurinn hefur jafnan fullyrt að DNA úr erfðabreyttum matvælum brotni niður í meltingarkerfi manna og dýra. Kanadíska rannsóknin og margar dýratilraunir hafa sýnt að Bt-gen standast meltingu, komast í þarmabakteríur og þaðan út í blóð og líffæri. Vísindamenn iðnaðarins hafa með semingi neyðst til að viðurkenna að slík flöt genatilfærsla á sér stað. Og nú grípa þeir til þess ráðs að halda því fram að þótt Bt-eitur berist út í blóðið hafi skaðsemi þess fyrir heilsufar ekki verið sönnuð! Vísindaleg umræða um öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs á enn langt í land. Mun meiri sjálfstæðra rannsókna er þörf til að sýna fram á hvernig og í hve ríkum mæli erfðabreytt matvæli og fóður hafa áhrif á heilsufar manna og dýra. Meðan svo er eiga íslenskir bændur þess nú kost að forða búfé sínu frá Bt-maís með því að kaupa ó-erfðabreytt fóður. Í janúar munu íslensk stjórnvöld færa þjóðinni í nýársgjöf reglur um merkingar erfðabreyttra matvæla, sem gera neytendum kleift að forðast kaup á slíkum afurðum. Úr því að vísindin megna ekki að sýna fram á öryggi erfðabreyttra plantna getur Ísland verndað heilbrigði hins íslenska umhverfis, búfjár og neytenda á grundvelli varúðarreglunnar og lýst landið svæði án erfðabreyttra lífvera.
Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. 11. nóvember 2011 06:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun