Maldonado og Hamilton búnir að sættast eftir samstuðið á Spa 31. ágúst 2011 14:14 Pastor Maldonado ræðir við starfsmann Williams á Spa brautinni um helgina. Mynd: Williams F1 Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin. „Ég mun ekki slaka á, ég er baráttuhundur. Ég hef barist allt tímabilið og pressað á liðið að bæta bílinn til að bæta árangurinn", sagði Maldonado í frétt á autosport.com Williams liðinu hefur ekki gengið vel, en þetta fornfræga lið hefur unnið marga meistaratitla gegnum tíðina. Maldonado segir bíl Williams ekki hafa verið góðan í upphafi tímabilsins, en liðið hefur samið við Renault um vélar á næsta ári í stað Cosworth. Renault vél er í bílum Red Bull meistaraliðsins, sem hefur haft nokkra yfirburði á þessu keppnistímabili. „Ég er nokkuð ánægður því liðsandinn er nokkuð jákvæður, jafnvel þó ekki hafi gengið vel. Það getur allt gerst og vonandi getum við bætt okkur á tímabilinu og unnið af kappi fyrir næsta ár. Maldonado er sagður hafa komið með á annan tug miljóna dala í auglýsingafé fyrir tímabilið og þess vegna fengið ökumannssætið hjá Williams, en Nico Hülkenberg missti sæti sitt til has fyrir keppnistímabilið. „Mér er sama hvað fólk segir. Liðið veit hver ég er og aðrir í Formúlu 1. Ég vann GP2 í fyrra og hafði yfirburði. Ég hef haft öflugan liðsfélaga sem hjálpar mér og ég er að bæta mig hratt. Ég þarf að vinna mína vinnu og það er það sem ég er að gera." Maldonado hefur tvisvar lenti í árekstri við Hamilton. Fyrst keyrði Hamilton á Maldonado í Mónakó á harkalegan hátt. Síðan lentu þeir í samstuði í tímatökunni á Spa brautinni á laugardaginn og Maldonado fékk fimm sæta refsingu á ráslínu vegna þess atviks og Hamilton áminningu. Eftir keppnina sagði Hamilton að sökin hefði verið sín, eftir að hafa skoðað myndband af atvikunu. „Við ræddum það sem gerðist og það er búið að hreinsa andrúmsloftið og ég lít fram veginn. Hann er hæfileikaríkur ökumaður og góður vinur minn. Við þurfum að virða hvorn annan og horfa til framtíðar", sagði Maldonado. Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin. „Ég mun ekki slaka á, ég er baráttuhundur. Ég hef barist allt tímabilið og pressað á liðið að bæta bílinn til að bæta árangurinn", sagði Maldonado í frétt á autosport.com Williams liðinu hefur ekki gengið vel, en þetta fornfræga lið hefur unnið marga meistaratitla gegnum tíðina. Maldonado segir bíl Williams ekki hafa verið góðan í upphafi tímabilsins, en liðið hefur samið við Renault um vélar á næsta ári í stað Cosworth. Renault vél er í bílum Red Bull meistaraliðsins, sem hefur haft nokkra yfirburði á þessu keppnistímabili. „Ég er nokkuð ánægður því liðsandinn er nokkuð jákvæður, jafnvel þó ekki hafi gengið vel. Það getur allt gerst og vonandi getum við bætt okkur á tímabilinu og unnið af kappi fyrir næsta ár. Maldonado er sagður hafa komið með á annan tug miljóna dala í auglýsingafé fyrir tímabilið og þess vegna fengið ökumannssætið hjá Williams, en Nico Hülkenberg missti sæti sitt til has fyrir keppnistímabilið. „Mér er sama hvað fólk segir. Liðið veit hver ég er og aðrir í Formúlu 1. Ég vann GP2 í fyrra og hafði yfirburði. Ég hef haft öflugan liðsfélaga sem hjálpar mér og ég er að bæta mig hratt. Ég þarf að vinna mína vinnu og það er það sem ég er að gera." Maldonado hefur tvisvar lenti í árekstri við Hamilton. Fyrst keyrði Hamilton á Maldonado í Mónakó á harkalegan hátt. Síðan lentu þeir í samstuði í tímatökunni á Spa brautinni á laugardaginn og Maldonado fékk fimm sæta refsingu á ráslínu vegna þess atviks og Hamilton áminningu. Eftir keppnina sagði Hamilton að sökin hefði verið sín, eftir að hafa skoðað myndband af atvikunu. „Við ræddum það sem gerðist og það er búið að hreinsa andrúmsloftið og ég lít fram veginn. Hann er hæfileikaríkur ökumaður og góður vinur minn. Við þurfum að virða hvorn annan og horfa til framtíðar", sagði Maldonado.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira