22 ára afmælisbarn Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 19. nóvember 2011 06:00 Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merkilegur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður á um borgaraleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna og er þannig alþjóðleg viðurkenning á að börn séu engu minni manneskjur en fullorðnir og með fullgild mannréttindi. Umræður um sérstök réttindi barna hófust mörgum áratugum fyrr. Hin breska Eglantyne Jebb, sem stofnaði Barnaheill – Save the Children 1919, gerði drög að „Yfirlýsingu um réttindi barna“ árið 1923 sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu ári síðar. Barnaheill – Save the Children eiga mikinn þátt í tilurð barnasáttmálans og sem alþjóðleg mannréttindasamtök barna er hann leiðarljós í öllu þeirra starfi. Á árinu 2010 náðu samtökin að bæta aðstæður ríflega 100 milljóna barna í 120 löndum en betur má ef duga skal. Barnasáttmálinn kveður á um skyldur þeirra ríkja sem hann hafa staðfest til að tryggja án mismununar rétt sérhvers barns til mannsæmandi lífs, afkomu og þroska og til að láta skoðanir sínar í ljós. Það er gleðilegt að nær öll ríki heims, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa staðfest sáttmálann. Það er hins vegar dapurlegt að mörg ríki uppfylla alls ekki skuldbindingar sínar og enn þann dag í dag er stórlega brotið á mannréttindum barna um heim allan. Sem dæmi má nefna að aðeins 25 lönd hafa bannað með lögum líkamlegar refsingar á börnum þó að barnasáttmálinn kveði skýrt á um vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og þó að öll börn heimsins vilji alast upp án þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn leggi hendur á þau. Milljónir barna lifa í örbirgð og árlega deyja átta milljónir barna fyrir fimm ára aldur vegna sjúkdóma sem er auðvelt að lækna. Menntun er undirstaða þess að börn geti þroskað hæfileika sína, en nær 70 milljónir barna eru án skólagöngu. Til að þetta breytist þurfa stjórnmálamenn um allan heim að setja fjölskyldur og börn ofar á forgangslistann. Fjármagnið er til en fer í annað. Til að mynda var kostnaður heimsins vegna fjármálakreppunnar 11.900 milljarðar Bandaríkjadala árið 2009. Það þyrfti hins vegar ekki nema 54 milljarða Bandaríkjadala til að fæða öll börn heimsins á ári (Fréttablaðið 30. október 2010). Ísland fullgilti barnasáttmálann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barnaheillar – Save the Children á Íslandi myndi lögfesting styrkja stöðu barna hér. Aðstæður barna á Íslandi eru vissulega að mörgu leyti góðar og flest börn hafa það efnahagslega mun betra en fyrir nokkrum áratugum. Eigi að síður búa mörg börn hér á landi við erfiðar aðstæður. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa viðeigandi aðstoð og stuðning. Á tímum efnahagslegra þrenginga má ekki skerða menntun og heilsuvernd barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að því að efla mannréttindi barna hér á landi og erlendis og markmiðið er að öll börn fái að alast upp við góðar og mannsæmandi aðstæður. Með því að halda í heiðri þau réttindi sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir börnum sýnum við þessu mikilvæga afmælisbarni tilhlýðilega virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merkilegur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður á um borgaraleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna og er þannig alþjóðleg viðurkenning á að börn séu engu minni manneskjur en fullorðnir og með fullgild mannréttindi. Umræður um sérstök réttindi barna hófust mörgum áratugum fyrr. Hin breska Eglantyne Jebb, sem stofnaði Barnaheill – Save the Children 1919, gerði drög að „Yfirlýsingu um réttindi barna“ árið 1923 sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu ári síðar. Barnaheill – Save the Children eiga mikinn þátt í tilurð barnasáttmálans og sem alþjóðleg mannréttindasamtök barna er hann leiðarljós í öllu þeirra starfi. Á árinu 2010 náðu samtökin að bæta aðstæður ríflega 100 milljóna barna í 120 löndum en betur má ef duga skal. Barnasáttmálinn kveður á um skyldur þeirra ríkja sem hann hafa staðfest til að tryggja án mismununar rétt sérhvers barns til mannsæmandi lífs, afkomu og þroska og til að láta skoðanir sínar í ljós. Það er gleðilegt að nær öll ríki heims, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa staðfest sáttmálann. Það er hins vegar dapurlegt að mörg ríki uppfylla alls ekki skuldbindingar sínar og enn þann dag í dag er stórlega brotið á mannréttindum barna um heim allan. Sem dæmi má nefna að aðeins 25 lönd hafa bannað með lögum líkamlegar refsingar á börnum þó að barnasáttmálinn kveði skýrt á um vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og þó að öll börn heimsins vilji alast upp án þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn leggi hendur á þau. Milljónir barna lifa í örbirgð og árlega deyja átta milljónir barna fyrir fimm ára aldur vegna sjúkdóma sem er auðvelt að lækna. Menntun er undirstaða þess að börn geti þroskað hæfileika sína, en nær 70 milljónir barna eru án skólagöngu. Til að þetta breytist þurfa stjórnmálamenn um allan heim að setja fjölskyldur og börn ofar á forgangslistann. Fjármagnið er til en fer í annað. Til að mynda var kostnaður heimsins vegna fjármálakreppunnar 11.900 milljarðar Bandaríkjadala árið 2009. Það þyrfti hins vegar ekki nema 54 milljarða Bandaríkjadala til að fæða öll börn heimsins á ári (Fréttablaðið 30. október 2010). Ísland fullgilti barnasáttmálann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barnaheillar – Save the Children á Íslandi myndi lögfesting styrkja stöðu barna hér. Aðstæður barna á Íslandi eru vissulega að mörgu leyti góðar og flest börn hafa það efnahagslega mun betra en fyrir nokkrum áratugum. Eigi að síður búa mörg börn hér á landi við erfiðar aðstæður. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa viðeigandi aðstoð og stuðning. Á tímum efnahagslegra þrenginga má ekki skerða menntun og heilsuvernd barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að því að efla mannréttindi barna hér á landi og erlendis og markmiðið er að öll börn fái að alast upp við góðar og mannsæmandi aðstæður. Með því að halda í heiðri þau réttindi sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir börnum sýnum við þessu mikilvæga afmælisbarni tilhlýðilega virðingu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun