Hafa skal það sem sannara reynist Guðný Ýr Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2011 15:00 Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir "varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir.
"varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun