Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Gísli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar