Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur? Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2011 08:00 Er vernd og varðveisla fornleifa kvöð á samfélaginu eða felast ónýtt tækifæri í að huga betur að verðmætum sem felast í minjum? Flestar þjóðir í kringum okkur hafa áttað sig á hvílík verðmæti fornleifar þeirra eru og benda rannsóknir til að fornleifar og forn hús, sem er vel haldið við, auki verðgildi annarra eigna í nærumhverfinu. Menningartengd ferðaþjónusta sem beinist fyrst og fremst að minjum fór á flug víða erlendis á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar aukinnar hnattvæðingar og bættrar upplýsingamiðlunar. Könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna fyrir Ferðamálastofu árið 2010 bendir til að rúmlega 30% aðspurðra komu til landsins vegna áhuga á íslenskri sögu og menningu. Það er í samræmi við erlendar kannanir sem benda til þess að yfir 20% ferðamanna séu að ferðast til að skoða minjastaði. Á undanförnum áratugum hafa yfirvöld víða um heim lagst í útreikninga og reynt að meta hagrænt gildi fornleifa út frá beinum tekjum af minjunum, og út frá skatttekjum og hagnaði vegna afleiddra starfa. Þannig mátu Bretar nýlega tekjur nærsamfélagsins af varnarvegg Hadríanusar keisara frá 2. öld e.Kr. (Hadrians Wall) upp á 880 milljónir punda á ársgrundvelli eða rúma 160 milljarða ísl. kr. Af þessu má ráða að fornminjar eru ekki aðeins áhugaverðar fyrir fróðleiksþyrsta einstaklinga heldur geta þær haft hagræna þýðingu fyrir samfélagið allt. Fornleifavernd ríkisins varð til árið 2001 þegar Alþingi ákvað að sameina fornleifanefnd og stjórnsýsluhlutverk Þjóðminjasafns Íslands í sérstaka stofnun með samþykkt laga nr. 107/2001. Haustið 2008 var Fornleifavernd ríkisins með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu en aðeins 11 starfsmenn. Stofnuninni, sem fer með umsýslu allra fornleifa hérlendis, var ætlað mjög naumt fjármagn til rekstrar allt frá upphafi, þannig að hún hefur ekki enn getað sinnt öllum sínum lögbundnu hlutverkum. Á undanförnum árum hefur stofnunin þurft að draga seglin enn frekar saman. Þannig varð að segja upp starfsmanni frá síðustu áramótum og sérfræðingar er gegna sem samsvarar tveimur stöðugildum hafa verið í leyfi allt árið 2011, svo unnt væri að losa um rekstrarfjármagn. Hér er um að ræða rúmlega 27% starfsfólksins og er það nokkuð stór biti hjá fámennri stofnun. Allir starfa þessir aðilar á landsbyggðinni þannig að segja má að minjavarsla hafi verið lögð niður á stórum hluta landsins, Austurlandi og Vestfjörðum. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða fjárlög undanfarinna tíu ára sem gefa ákveðna sýn á það fjármagn sem ríkið hefur varið til náttúru- og minjaverndar á því tímabili. Um leið kemur fram nokkuð raunsönn mynd af því hvernig fjármagni ríkisins er skipt milli stofnana sem fást við þessa málaflokka. Sjá má af myndinni hér að ofan, þar sem neðri línan sýnir fjármagn sem fer til stofnana sem sjá um fornleifavernd og friðuð hús en sú efri til stjórnsýslu náttúru, ótrúlegan mun á fjárveitingum ríkisins til þessa tveggja málaflokka. Staðreyndin er sú að minjaverndarstofnanir fá að jafnaði um 6-7% af fjármagni sem veitt er til allra stofnana sem hafa stjórnsýsluhlutverk vegna umhverfisins. Fjármagn, sem Alþingi ákveður, til skilgreindra verkefna innan málaflokkanna, er hér undanskilið, en munurinn á því fjármagni er jafn sláandi. Árið 2012 eru Fornleifavernd ríkisins ætlaðar 85,2 millj.kr. úr ríkissjóði til að reka stofnun með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu og til allra þeirra verkefna sem stofnuninni er ætlað að sinna samkvæmt lögum. Meðal þeirra er viðhald fornminja, vöktun minja og minjasvæða, bætt aðgengi á minjastöðum, björgunarrannsóknir og fjöldi annarra verkefna sem fræðast má betur um í þjóðminjalögum nr. 107/2001. Afleiðingar þess að ekki fæst fjármagn til verkefnanna sem nefnd eru hér á undan eða til fornleifaskráningar eru m.a. að ekki hefur enn reynst unnt að marka raunhæfa stefnu í fornleifavernd á Íslandi, sem er nauðsynlegt í tengslum við skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Þá eru minjar að skemmast víða um land. Fornleifar eru verðmæti. Ekki bara sem hlutlægur arfur sögunnar sem okkur ber að varðveita fyrir komandi kynslóðir með hliðsjón af lögum og alþjóðlegum samþykktum sem Ísland hefur undirritað, heldur eru þær einnig hagræn verðmæti sem ber að sinna af myndugleik og fagmennsku. Ekki síst er mikilvægt að horfa til þýðingar fornminja og menningarlandslags fyrir ferðaþjónustuna um allt land. Ljóst er að ferðaþjónustan er að missa af tækifærum og íslenska ríkið er að missa af verðmætum og skatttekjum með því að láta fornleifar landsins sitja á hakanum. Fornleifavernd er kostur en ekki kvöð. Hún skapar verðmæti fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Er vernd og varðveisla fornleifa kvöð á samfélaginu eða felast ónýtt tækifæri í að huga betur að verðmætum sem felast í minjum? Flestar þjóðir í kringum okkur hafa áttað sig á hvílík verðmæti fornleifar þeirra eru og benda rannsóknir til að fornleifar og forn hús, sem er vel haldið við, auki verðgildi annarra eigna í nærumhverfinu. Menningartengd ferðaþjónusta sem beinist fyrst og fremst að minjum fór á flug víða erlendis á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar aukinnar hnattvæðingar og bættrar upplýsingamiðlunar. Könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna fyrir Ferðamálastofu árið 2010 bendir til að rúmlega 30% aðspurðra komu til landsins vegna áhuga á íslenskri sögu og menningu. Það er í samræmi við erlendar kannanir sem benda til þess að yfir 20% ferðamanna séu að ferðast til að skoða minjastaði. Á undanförnum áratugum hafa yfirvöld víða um heim lagst í útreikninga og reynt að meta hagrænt gildi fornleifa út frá beinum tekjum af minjunum, og út frá skatttekjum og hagnaði vegna afleiddra starfa. Þannig mátu Bretar nýlega tekjur nærsamfélagsins af varnarvegg Hadríanusar keisara frá 2. öld e.Kr. (Hadrians Wall) upp á 880 milljónir punda á ársgrundvelli eða rúma 160 milljarða ísl. kr. Af þessu má ráða að fornminjar eru ekki aðeins áhugaverðar fyrir fróðleiksþyrsta einstaklinga heldur geta þær haft hagræna þýðingu fyrir samfélagið allt. Fornleifavernd ríkisins varð til árið 2001 þegar Alþingi ákvað að sameina fornleifanefnd og stjórnsýsluhlutverk Þjóðminjasafns Íslands í sérstaka stofnun með samþykkt laga nr. 107/2001. Haustið 2008 var Fornleifavernd ríkisins með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu en aðeins 11 starfsmenn. Stofnuninni, sem fer með umsýslu allra fornleifa hérlendis, var ætlað mjög naumt fjármagn til rekstrar allt frá upphafi, þannig að hún hefur ekki enn getað sinnt öllum sínum lögbundnu hlutverkum. Á undanförnum árum hefur stofnunin þurft að draga seglin enn frekar saman. Þannig varð að segja upp starfsmanni frá síðustu áramótum og sérfræðingar er gegna sem samsvarar tveimur stöðugildum hafa verið í leyfi allt árið 2011, svo unnt væri að losa um rekstrarfjármagn. Hér er um að ræða rúmlega 27% starfsfólksins og er það nokkuð stór biti hjá fámennri stofnun. Allir starfa þessir aðilar á landsbyggðinni þannig að segja má að minjavarsla hafi verið lögð niður á stórum hluta landsins, Austurlandi og Vestfjörðum. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða fjárlög undanfarinna tíu ára sem gefa ákveðna sýn á það fjármagn sem ríkið hefur varið til náttúru- og minjaverndar á því tímabili. Um leið kemur fram nokkuð raunsönn mynd af því hvernig fjármagni ríkisins er skipt milli stofnana sem fást við þessa málaflokka. Sjá má af myndinni hér að ofan, þar sem neðri línan sýnir fjármagn sem fer til stofnana sem sjá um fornleifavernd og friðuð hús en sú efri til stjórnsýslu náttúru, ótrúlegan mun á fjárveitingum ríkisins til þessa tveggja málaflokka. Staðreyndin er sú að minjaverndarstofnanir fá að jafnaði um 6-7% af fjármagni sem veitt er til allra stofnana sem hafa stjórnsýsluhlutverk vegna umhverfisins. Fjármagn, sem Alþingi ákveður, til skilgreindra verkefna innan málaflokkanna, er hér undanskilið, en munurinn á því fjármagni er jafn sláandi. Árið 2012 eru Fornleifavernd ríkisins ætlaðar 85,2 millj.kr. úr ríkissjóði til að reka stofnun með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu og til allra þeirra verkefna sem stofnuninni er ætlað að sinna samkvæmt lögum. Meðal þeirra er viðhald fornminja, vöktun minja og minjasvæða, bætt aðgengi á minjastöðum, björgunarrannsóknir og fjöldi annarra verkefna sem fræðast má betur um í þjóðminjalögum nr. 107/2001. Afleiðingar þess að ekki fæst fjármagn til verkefnanna sem nefnd eru hér á undan eða til fornleifaskráningar eru m.a. að ekki hefur enn reynst unnt að marka raunhæfa stefnu í fornleifavernd á Íslandi, sem er nauðsynlegt í tengslum við skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Þá eru minjar að skemmast víða um land. Fornleifar eru verðmæti. Ekki bara sem hlutlægur arfur sögunnar sem okkur ber að varðveita fyrir komandi kynslóðir með hliðsjón af lögum og alþjóðlegum samþykktum sem Ísland hefur undirritað, heldur eru þær einnig hagræn verðmæti sem ber að sinna af myndugleik og fagmennsku. Ekki síst er mikilvægt að horfa til þýðingar fornminja og menningarlandslags fyrir ferðaþjónustuna um allt land. Ljóst er að ferðaþjónustan er að missa af tækifærum og íslenska ríkið er að missa af verðmætum og skatttekjum með því að láta fornleifar landsins sitja á hakanum. Fornleifavernd er kostur en ekki kvöð. Hún skapar verðmæti fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun