Heildstæð orkustefna Katrín Júlíusdóttir skrifar 7. nóvember 2011 07:00 Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar