Ábyrgð fjölmiðla í umræðu um einelti Ragnar Þorsteinsson skrifar 5. nóvember 2011 06:00 Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skólastjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjölmargt sem ekki á heima á almenningstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfsfólks í Árbæjarskóla við alvarlegu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis borinn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöllunin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðlaumfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmannlegt í störfum sínum? Foreldrar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nemendur skynja allar þessar tilfinningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og uppgjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barnaEngin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlanir hefur okkur ekki tekist að uppræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemendanna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könnuð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www.skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönnunum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niðurstöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að takmörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þannig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélagNú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vinsamlegu samfélagi þar sem framkoma allra einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til viðbótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skólum. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, grasrótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasamfélagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verður þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltismál og þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skólastjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjölmargt sem ekki á heima á almenningstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfsfólks í Árbæjarskóla við alvarlegu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis borinn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöllunin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðlaumfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmannlegt í störfum sínum? Foreldrar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nemendur skynja allar þessar tilfinningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og uppgjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barnaEngin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlanir hefur okkur ekki tekist að uppræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemendanna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könnuð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www.skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönnunum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niðurstöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að takmörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þannig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélagNú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vinsamlegu samfélagi þar sem framkoma allra einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til viðbótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skólum. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, grasrótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasamfélagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verður þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltismál og þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar