Nýjung á Alþingi í dag - Útbýting þingskjala á vefnum Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 28. október 2011 06:00 Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun.
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar