Hvað er kennt þegar siðfræði er kennd? Svavar Hrafn Svavarsson skrifar 10. október 2011 06:00 Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. Enda er fátt jafnmikilvægt og siðferði, gildismat, hneigðir og skoðanir sem gera manneskju að því sem hún er. Siðferði okkar ræður (mörgum, kannski flestum) ástæðum þess hvernig við breytum, hvað við teljum ákjósanlegt, hvers við væntum af náunganum, að við álösum honum eða hrósum. Það geymir forsendur fyrir mati okkar á því hvað sé gott ástand og hvað sé rétt breytni, hver séu réttlætanleg boð og bönn, hvaða ástæður og markmið séu mikilvæg, jafnvel því hvernig eigi að vera heil manneskja. Siðferðið grundvallar sjálfsmynd okkar, skilgreinir bæði okkur og stofnanir okkar. Það getur tilheyrt siðfræði að lýsa siðferði, útlista gildismat, greina frá staðreyndum málsins, því iðulega er mat okkar óljóst og innbyrðis mótsagnakennt. En alla jafna er fólki ekki kennt í siðfræði að ástæðulaust ofbeldi sé rangt, lygar séu varasamar, ójafnrétti sé skaðlegt, græðgi sé löstur. Því er ekki heldur kennt að náttúrulegt réttlæti birtist í yfirráðum þeirra sem eru sterkari. En í samræðunni sem kennslan er væri hægt að færa rök fyrir (eða gegn) réttmæti þessara skoðana, sem og annarra óræðari álitamála, hvort heldur um nýtingu stofnfruma, staðgöngumæðrun eða framleiðslu erfðabreyttra matvæla, svo nýleg dæmi séu nefnd, eða innviði viðskiptaheimsins. Það væri hægt að skýra forsendur og rökræða hvers konar breytni mætti telja rétta eða góða og hvers vegna, leggja til og færa rök fyrir hvers konar manneskja væri ákjósanlegt að vera. Það mætti benda á eymdina sem fylgdi tiltekinni breytni, afhjúpa ósamkvæmni þess að ætlast til annars af náunganum en sjálfum sér, tjá mikilvægi sanngirni, útskýra hvers vegna tilteknar hneigðir teljast lestir og hver sé skaðsemi lasta. Á þennan hátt gæti samræðan sagt okkur hvað sé gott og rétt og þannig breytt okkur eða styrkt, en ljóslega gæti hún einnig komið okkur í verulegt uppnám. Siðfræði er ekki kennsla í heldur rökræða um siðferði. Hún er margbreytileg tilraun (með ólíkum niðurstöðum) til að gera grein fyrir mannlegu siðferði. Hún er ekki ein um viðfangsefnið. Skáldverk og skopteikningar, til dæmis, fjalla um mannlegt siðferði. Á þessum forsendum, held ég, ættum við að spyrja hvort nauðsynlegt sé að rökræða þessi mál, eins og siðfræðin gerir, við börn og unglinga í kennslustofum landsins. Og reyndar hefur nú verið hrundið af stað verkefni innan Háskóla Íslands þar sem m.a. er spurt hvaða vit sé í því að fjalla um heimspeki, ekki síst siðfræði og gagnrýna hugsun, í kennslustofu með börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. Enda er fátt jafnmikilvægt og siðferði, gildismat, hneigðir og skoðanir sem gera manneskju að því sem hún er. Siðferði okkar ræður (mörgum, kannski flestum) ástæðum þess hvernig við breytum, hvað við teljum ákjósanlegt, hvers við væntum af náunganum, að við álösum honum eða hrósum. Það geymir forsendur fyrir mati okkar á því hvað sé gott ástand og hvað sé rétt breytni, hver séu réttlætanleg boð og bönn, hvaða ástæður og markmið séu mikilvæg, jafnvel því hvernig eigi að vera heil manneskja. Siðferðið grundvallar sjálfsmynd okkar, skilgreinir bæði okkur og stofnanir okkar. Það getur tilheyrt siðfræði að lýsa siðferði, útlista gildismat, greina frá staðreyndum málsins, því iðulega er mat okkar óljóst og innbyrðis mótsagnakennt. En alla jafna er fólki ekki kennt í siðfræði að ástæðulaust ofbeldi sé rangt, lygar séu varasamar, ójafnrétti sé skaðlegt, græðgi sé löstur. Því er ekki heldur kennt að náttúrulegt réttlæti birtist í yfirráðum þeirra sem eru sterkari. En í samræðunni sem kennslan er væri hægt að færa rök fyrir (eða gegn) réttmæti þessara skoðana, sem og annarra óræðari álitamála, hvort heldur um nýtingu stofnfruma, staðgöngumæðrun eða framleiðslu erfðabreyttra matvæla, svo nýleg dæmi séu nefnd, eða innviði viðskiptaheimsins. Það væri hægt að skýra forsendur og rökræða hvers konar breytni mætti telja rétta eða góða og hvers vegna, leggja til og færa rök fyrir hvers konar manneskja væri ákjósanlegt að vera. Það mætti benda á eymdina sem fylgdi tiltekinni breytni, afhjúpa ósamkvæmni þess að ætlast til annars af náunganum en sjálfum sér, tjá mikilvægi sanngirni, útskýra hvers vegna tilteknar hneigðir teljast lestir og hver sé skaðsemi lasta. Á þennan hátt gæti samræðan sagt okkur hvað sé gott og rétt og þannig breytt okkur eða styrkt, en ljóslega gæti hún einnig komið okkur í verulegt uppnám. Siðfræði er ekki kennsla í heldur rökræða um siðferði. Hún er margbreytileg tilraun (með ólíkum niðurstöðum) til að gera grein fyrir mannlegu siðferði. Hún er ekki ein um viðfangsefnið. Skáldverk og skopteikningar, til dæmis, fjalla um mannlegt siðferði. Á þessum forsendum, held ég, ættum við að spyrja hvort nauðsynlegt sé að rökræða þessi mál, eins og siðfræðin gerir, við börn og unglinga í kennslustofum landsins. Og reyndar hefur nú verið hrundið af stað verkefni innan Háskóla Íslands þar sem m.a. er spurt hvaða vit sé í því að fjalla um heimspeki, ekki síst siðfræði og gagnrýna hugsun, í kennslustofu með börnum og unglingum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun