Þjónusta Stígamóta - vísbendingar um betri líðan Inga Vildís Bjarnadóttir skrifar 26. september 2011 11:00 Á vormánuðum 2011 voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á þjónustu Stígamóta. Rannsóknin var hluti af lokaverkefni til meistaraprófs í félagsráðgjöf. Leitað var svara við því hvort þjónusta Stígamóta bæti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis þannig að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnki og sjálfsvirðing aukist. Rannsókn sem þessi hafði ekki verið gerð á þeim rúmu 20 árum sem Stígamót hafa starfað en markmiðið var að gefa vísbendingar um áhrifin af starfsemi Stígamóta og hverju það breytir fyrir þolendur kynferðisofbeldis að hafa aðgang að og nýta sér slíka þjónustu. Verulegt samfélagsvandamálHluti af verkefninu var samanburður íslenskra rannsókna við niðurstöður erlendra rannsókna á tíðni kynferðisofbeldis. Á þeim samanburði mátti sjá að óvarlegt er að áætla að tíðni kynferðisofbeldis sé lægri á Íslandi en í öðrum vestrænum löndum og verður að telja að um verulegt samfélagsvandamál sé að ræða hér á landi. Í rannsókninni sjálfri voru lagðir fyrir spurningalistar sem meta einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og sjálfsvirðingu fyrir tvo hópa. Hóparnir samanstóðu af fólki á aldrinum 16-68 ára, í öðrum hópnum voru einstaklingar sem voru að koma í fyrsta viðtal til Stígamóta en í hinum fólk sem hefur nýtt sér þjónustu Stígamóta og hafði áður komið í minnst fjögur viðtöl. Til að sjá hvort hóparnir væru sambærilegir voru lagðar fyrir spurningar varðandi aldur, hjúskaparstöðu, atvinnuþátttöku, menntun, birtingarmyndir ofbeldisins og afleiðingar þess. Hóparnir tveir voru sambærilegir á öllum helstu þáttum en þó virtust þátttakendur í hóp 2 (þeir sem komið höfðu í fjögur viðtöl eða fleiri) hafa orðið fyrir meira ofbeldi og glímt við meiri erfiðleika í kjölfar ofbeldisins áður en þeir leituðu til Stígamóta. Minna þunglyndi, meiri sjálfsvirðingMarktækur munur mældist á einkennum þunglyndis, kvíða og streitu á milli hópanna. Hjá hópnum sem var að koma í sitt fyrsta viðtal mældist þunglyndi á mörkum miðlungs og alvarlegs, einkenni kvíða mældust alvarleg og einkenni streitu mældust miðlungs. Hjá hinum hópnum sem þegar hafði sótt fjögur viðtöl mældist hins vegar vægt þunglyndi, miðlungs einkenni kvíða og væg streita, auk þess sem sjálfsvirðing mældist marktækt hærri. Þar sem úrtak rannsóknarinnar var aðeins 62 einstaklingar er ekki hægt að alhæfa um að niðurstöðurnar eigi við um allt þýðið en þær gefa þó tvímælalaust vísbendingar um að líðan þolenda kynferðisofbeldis breytist til hins betra með þátttöku í starfi Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2011 voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á þjónustu Stígamóta. Rannsóknin var hluti af lokaverkefni til meistaraprófs í félagsráðgjöf. Leitað var svara við því hvort þjónusta Stígamóta bæti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis þannig að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnki og sjálfsvirðing aukist. Rannsókn sem þessi hafði ekki verið gerð á þeim rúmu 20 árum sem Stígamót hafa starfað en markmiðið var að gefa vísbendingar um áhrifin af starfsemi Stígamóta og hverju það breytir fyrir þolendur kynferðisofbeldis að hafa aðgang að og nýta sér slíka þjónustu. Verulegt samfélagsvandamálHluti af verkefninu var samanburður íslenskra rannsókna við niðurstöður erlendra rannsókna á tíðni kynferðisofbeldis. Á þeim samanburði mátti sjá að óvarlegt er að áætla að tíðni kynferðisofbeldis sé lægri á Íslandi en í öðrum vestrænum löndum og verður að telja að um verulegt samfélagsvandamál sé að ræða hér á landi. Í rannsókninni sjálfri voru lagðir fyrir spurningalistar sem meta einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og sjálfsvirðingu fyrir tvo hópa. Hóparnir samanstóðu af fólki á aldrinum 16-68 ára, í öðrum hópnum voru einstaklingar sem voru að koma í fyrsta viðtal til Stígamóta en í hinum fólk sem hefur nýtt sér þjónustu Stígamóta og hafði áður komið í minnst fjögur viðtöl. Til að sjá hvort hóparnir væru sambærilegir voru lagðar fyrir spurningar varðandi aldur, hjúskaparstöðu, atvinnuþátttöku, menntun, birtingarmyndir ofbeldisins og afleiðingar þess. Hóparnir tveir voru sambærilegir á öllum helstu þáttum en þó virtust þátttakendur í hóp 2 (þeir sem komið höfðu í fjögur viðtöl eða fleiri) hafa orðið fyrir meira ofbeldi og glímt við meiri erfiðleika í kjölfar ofbeldisins áður en þeir leituðu til Stígamóta. Minna þunglyndi, meiri sjálfsvirðingMarktækur munur mældist á einkennum þunglyndis, kvíða og streitu á milli hópanna. Hjá hópnum sem var að koma í sitt fyrsta viðtal mældist þunglyndi á mörkum miðlungs og alvarlegs, einkenni kvíða mældust alvarleg og einkenni streitu mældust miðlungs. Hjá hinum hópnum sem þegar hafði sótt fjögur viðtöl mældist hins vegar vægt þunglyndi, miðlungs einkenni kvíða og væg streita, auk þess sem sjálfsvirðing mældist marktækt hærri. Þar sem úrtak rannsóknarinnar var aðeins 62 einstaklingar er ekki hægt að alhæfa um að niðurstöðurnar eigi við um allt þýðið en þær gefa þó tvímælalaust vísbendingar um að líðan þolenda kynferðisofbeldis breytist til hins betra með þátttöku í starfi Stígamóta.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun