Svar: Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó Balema Alou skrifar 15. september 2011 06:00 Ég hef alltaf verið þakklátur Íslendingum sem fara alla leið frá Íslandi til Afríku og sérstaklega til heimalands míns Tógó til að hjálpa munaðarlausum og fátækum börnum. En þegar ég las grein Önnu Svövu Knútsdóttur, „Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó" varð mér mjög brugðið. Ég fylltist reiði í stað þakklætis. Í þessari grein finnst mér sérstaklega vera vegið að heiðri karlmanna í Tógó og ýmislegt gefa ranga mynd af lífinu þar. Mér finnst ákaflega varasamt að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur hef ég verið búsettur í Evrópu til fjölda ára og hef á þessum tíma lært að dæma ekki heilu þjóðirnar. Sérstaklega ekki eftir stutta dvöl í landinu. Karlmenn sem gera ekki neittAnna Svava fullyrðir að karlmenn í Tógó geri ekki neitt. Til að koma með slíkar fullyrðingar þarf hún að þekkja Tógó betur. Tógó, eins og öll önnur lönd Afríku, er karlaveldi. Til þess að geta ráðið yfir konum verða karlmenn að vera sá sem sér um að koma með mat og pening inn á heimilið. Þeir sem ekki eiga konu verða að sýna fram á að þeir hafi burði til þess ef þeir vilja eiga möguleika á því að giftast. Karlmenn í Tógó eru því undir gífurlegu álagi að standa sig til að geta eignast fjölskyldu, konu og börn. 85% karlmanna í Tógó vinna við landbúnað. 80-90% starfsmanna í opinberum geira og einkageira eru karlmenn. Störf tengd landbúnaði eru fyrst og fremst á ábyrgð karlmanna og konur aðstoða þá ef þær geta. Hlutverk kvenna er að sjá um heimilisstörfin, sinna börnunum og stundum að selja vörur til að láta enda ná saman. Þetta þýðir hins vegar ekki að karlmennirnir sitji aðgerðalausir á meðan. Í Tógó eru karlmenn dæmdir eftir því hversu góðir eða duglegir þeir eru að vinna landbúnaðarstörfin. Þeir sem ekki vilja vinna við landbúnað flýja þorpin í von um betra líf í höfuðborginni Lómé, þar sem atvinnuleysi er ákaflega mikið. Í Tógó er þetta oft aðeins fyrsta skrefið á leiðinni til Vesturlanda, þegar fólk neyðist til að horfast í augu við atvinnuleysið. Gangandi lottómiðiAnna Svava segir í grein sinni eftirfarandi: „Nauts, hérna kemur gangandi rík hvít kona. Ég tapa nú ekkert á því að reyna við hana. Kannski vill hún mig og svo giftum við okkur og þá fæ ég vegabréfsáritun og ég get flutt burt. Ég læt reyna á það!" Svo buðu þeir góðan dag, flautuðu á mig, hrópuðu... eða gerðu hvað sem þeim datt í hug til að ná athygli... gat verið ferlega pirrandi." Ég er sammála henni að þessi hegðun karlmanna sé pirrandi. En það er að mínu mati fordóma- og hrokafullt að halda því fram að allir karlmenn í Tógó, sem veita hvítum konum athygli, geri það einungis í þeim tilgangi að giftast þeim og flytja burt, líti á þær sem lottómiða. Að setja alla karlmenn í Tógó sem veita hvítum konum athygli í þessa sömu skúffu og loka henni er einfaldlega fáránlegt. Að sjálfsögðu eru einhverjir karlmenn sem hugsa á þennan hátt, en ég leyfi mér að efast um að þeir séu í meirihluta. Ég veit ekki betur en að karlmenn á Vesturlöndum flauti einnig á eftir fallegum konum. A.m.k. þekki ég margar evrópskar konur, sem hafa verið áreittar á þennan hátt í mörgum löndum í Evrópu. Mun Önnu Svövu líða eins og lottómiða á Ítalíu? Í Tógó tíðkast einfaldlega líka að flauta á eftir fallegum stúlkum, óháð húðlit. Þegar maður sker sig úr hópnum er oft horft á mann á óþægilegan hátt og manni er veitt athygli. Sem svartur maður búsettur í Evrópu þekki ég þetta ákaflega vel. Ég hef t.d. oft upplifað einkennilegt umtal um mig þar sem flestir álykta skiljanlega að ég tali ekki íslensku. Einnig má taka það fram að í Tógó tíðkast að heilsa fólki óháð kyni, kynstofni og því hvort fólk þekkist eða ekki. Ef Anna Svava hefði verið hvítur karlmaður á ferð í Tógó tel ég mig geta fullyrt að þessir karlmenn hefðu einnig reynt að ná athygli hennar með öðrum hætti og viljað tala við hana. Það er ljóst að margir vilja flytjast úr landi, sérstaklega þeir sem fá enga vinnu. Að giftast Evrópubúa er aðeins ein af mörgum leiðum fyrir Afríkubúa til að komast til Evrópu. Á hinn bóginn býr líka á Íslandi fólk frá Afríku, með íslenskum mökum, sem myndi gjarnan vilja flytja aftur heim. Það sem sumum myndi hugsanlega finnast óhugsandi er að það er mögulegt að lifa góðu lífi í Afríku. Enginn með klukkuGreinarhöfundur nefnir að enginn gangi með klukku í Tógó. Það sem hún áttar sig hugsanlega ekki á er að í Tógó eru ýmis fyrirtæki, eins og til dæmis bankar, stofnanir og skólar, þar sem nauðsynlegt er að fólk sé mætt á réttum tíma. Þegar ég var í menntaskóla var fólki til dæmis refsað mjög harkalega og það hreinlega lamið fyrir óstundvísi. Þótt ótrúlegt megi virðast þarf fólk í Tógó einnig að vera mætt til vinnu á ákveðnum tíma, á fundi og fleira sem væri ekki hægt án þess að vera meðvitaður um það hvað tímanum liði. Jafnvel bændur sem eiga enga klukku nota sólina til að reyna að vera stundvísir, þrátt fyrir hugsanlega skekkju. Að mínu mati þarf Anna Svava greinilega að læra meira um Tógó og menningu þess áður en hún kemur með fullyrðingar eins og þær sem er að finna í grein hennar. Orð hafa mikinn mátt og greinarskrif hennar varpa mjög neikvæðu ljósi á karlmenn í heimalandi mínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið þakklátur Íslendingum sem fara alla leið frá Íslandi til Afríku og sérstaklega til heimalands míns Tógó til að hjálpa munaðarlausum og fátækum börnum. En þegar ég las grein Önnu Svövu Knútsdóttur, „Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó" varð mér mjög brugðið. Ég fylltist reiði í stað þakklætis. Í þessari grein finnst mér sérstaklega vera vegið að heiðri karlmanna í Tógó og ýmislegt gefa ranga mynd af lífinu þar. Mér finnst ákaflega varasamt að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur hef ég verið búsettur í Evrópu til fjölda ára og hef á þessum tíma lært að dæma ekki heilu þjóðirnar. Sérstaklega ekki eftir stutta dvöl í landinu. Karlmenn sem gera ekki neittAnna Svava fullyrðir að karlmenn í Tógó geri ekki neitt. Til að koma með slíkar fullyrðingar þarf hún að þekkja Tógó betur. Tógó, eins og öll önnur lönd Afríku, er karlaveldi. Til þess að geta ráðið yfir konum verða karlmenn að vera sá sem sér um að koma með mat og pening inn á heimilið. Þeir sem ekki eiga konu verða að sýna fram á að þeir hafi burði til þess ef þeir vilja eiga möguleika á því að giftast. Karlmenn í Tógó eru því undir gífurlegu álagi að standa sig til að geta eignast fjölskyldu, konu og börn. 85% karlmanna í Tógó vinna við landbúnað. 80-90% starfsmanna í opinberum geira og einkageira eru karlmenn. Störf tengd landbúnaði eru fyrst og fremst á ábyrgð karlmanna og konur aðstoða þá ef þær geta. Hlutverk kvenna er að sjá um heimilisstörfin, sinna börnunum og stundum að selja vörur til að láta enda ná saman. Þetta þýðir hins vegar ekki að karlmennirnir sitji aðgerðalausir á meðan. Í Tógó eru karlmenn dæmdir eftir því hversu góðir eða duglegir þeir eru að vinna landbúnaðarstörfin. Þeir sem ekki vilja vinna við landbúnað flýja þorpin í von um betra líf í höfuðborginni Lómé, þar sem atvinnuleysi er ákaflega mikið. Í Tógó er þetta oft aðeins fyrsta skrefið á leiðinni til Vesturlanda, þegar fólk neyðist til að horfast í augu við atvinnuleysið. Gangandi lottómiðiAnna Svava segir í grein sinni eftirfarandi: „Nauts, hérna kemur gangandi rík hvít kona. Ég tapa nú ekkert á því að reyna við hana. Kannski vill hún mig og svo giftum við okkur og þá fæ ég vegabréfsáritun og ég get flutt burt. Ég læt reyna á það!" Svo buðu þeir góðan dag, flautuðu á mig, hrópuðu... eða gerðu hvað sem þeim datt í hug til að ná athygli... gat verið ferlega pirrandi." Ég er sammála henni að þessi hegðun karlmanna sé pirrandi. En það er að mínu mati fordóma- og hrokafullt að halda því fram að allir karlmenn í Tógó, sem veita hvítum konum athygli, geri það einungis í þeim tilgangi að giftast þeim og flytja burt, líti á þær sem lottómiða. Að setja alla karlmenn í Tógó sem veita hvítum konum athygli í þessa sömu skúffu og loka henni er einfaldlega fáránlegt. Að sjálfsögðu eru einhverjir karlmenn sem hugsa á þennan hátt, en ég leyfi mér að efast um að þeir séu í meirihluta. Ég veit ekki betur en að karlmenn á Vesturlöndum flauti einnig á eftir fallegum konum. A.m.k. þekki ég margar evrópskar konur, sem hafa verið áreittar á þennan hátt í mörgum löndum í Evrópu. Mun Önnu Svövu líða eins og lottómiða á Ítalíu? Í Tógó tíðkast einfaldlega líka að flauta á eftir fallegum stúlkum, óháð húðlit. Þegar maður sker sig úr hópnum er oft horft á mann á óþægilegan hátt og manni er veitt athygli. Sem svartur maður búsettur í Evrópu þekki ég þetta ákaflega vel. Ég hef t.d. oft upplifað einkennilegt umtal um mig þar sem flestir álykta skiljanlega að ég tali ekki íslensku. Einnig má taka það fram að í Tógó tíðkast að heilsa fólki óháð kyni, kynstofni og því hvort fólk þekkist eða ekki. Ef Anna Svava hefði verið hvítur karlmaður á ferð í Tógó tel ég mig geta fullyrt að þessir karlmenn hefðu einnig reynt að ná athygli hennar með öðrum hætti og viljað tala við hana. Það er ljóst að margir vilja flytjast úr landi, sérstaklega þeir sem fá enga vinnu. Að giftast Evrópubúa er aðeins ein af mörgum leiðum fyrir Afríkubúa til að komast til Evrópu. Á hinn bóginn býr líka á Íslandi fólk frá Afríku, með íslenskum mökum, sem myndi gjarnan vilja flytja aftur heim. Það sem sumum myndi hugsanlega finnast óhugsandi er að það er mögulegt að lifa góðu lífi í Afríku. Enginn með klukkuGreinarhöfundur nefnir að enginn gangi með klukku í Tógó. Það sem hún áttar sig hugsanlega ekki á er að í Tógó eru ýmis fyrirtæki, eins og til dæmis bankar, stofnanir og skólar, þar sem nauðsynlegt er að fólk sé mætt á réttum tíma. Þegar ég var í menntaskóla var fólki til dæmis refsað mjög harkalega og það hreinlega lamið fyrir óstundvísi. Þótt ótrúlegt megi virðast þarf fólk í Tógó einnig að vera mætt til vinnu á ákveðnum tíma, á fundi og fleira sem væri ekki hægt án þess að vera meðvitaður um það hvað tímanum liði. Jafnvel bændur sem eiga enga klukku nota sólina til að reyna að vera stundvísir, þrátt fyrir hugsanlega skekkju. Að mínu mati þarf Anna Svava greinilega að læra meira um Tógó og menningu þess áður en hún kemur með fullyrðingar eins og þær sem er að finna í grein hennar. Orð hafa mikinn mátt og greinarskrif hennar varpa mjög neikvæðu ljósi á karlmenn í heimalandi mínu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar