Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi. Hvernig er veröldin? Stefán Arnórsson skrifar 14. september 2011 11:00 Kínverjinn Huang Nobu hefur áhuga á því að fá leyfi kínverskra og íslenskra stjórnvalda til að ganga frá kaupum á jörðinni Grímsstaðir á Fjöllum til að reisa þar lúxushótel og reka ferðaþjónustu. Margir Íslendingar telja þetta sjálfsagðan hlut, þar á meðal ýmsir ráðamenn í þjóðfélaginu. Hér er um það að ræða að erlendur aðili fá aðgang að auðlind á Íslandi án þess að nokkuð komi á móti sem er í hendi. Fegurð Íslands og náttúra er auðlind. Náttúran þolir takmarkaðan ágang eigi hún ekki að spillast. Stórar þjóðir og smáar geta stundað viðskipti með vöru og sérfræðiþjónustu með gagnkvæmum ávinningi og það hafa Íslendingar og Kínverjar gert eftir því sem ég best fæ séð. Hins vegar gengur það ekki að stór og lítil ríki skipti á landi eða auðlindum enda hefur það aldrei verið gert. Ef tíu Íslendingar keyptu land í Kína og Kínverjar keyptu land á Íslandi á móti í hlutfalli við fólksfjölda væru þeir 40.000. Fengi hver 100 hektara ættu Kínverjar 40% af flatarmáli Íslands. Ísland væri kínverskt landsvæði eins og Alþýðulýðveldið Kína er í dag. Svona viðskipti ganga ekki. Þau eru ógn við sjálfstæði smáríkja. Mannkynssagan segir þá sögu svo ekki verður um villst. Í lýðræðisríkjum leggur almenningur yfirleitt megináherslu á hærri laun og minna atvinnuleysi. Þingmenn leggja áherslu á þau mál sem fólk vill og það sem þeir vilja gjarnan er að verða kjörnir í næstu kosningum. Í ljósi þessa verður það að teljast eðlilegt að meirihluti Íslendinga (samkvæmt skoðanakönnunum) vill erlendar fjárfestingar hér til að bæta atvinnuástand næsta dags og þar með lífskjör næsta dag. En langtímasjónarmið verða útundan í lýðræðisríkjum með nefndar forgangsáherslur. Íslendingar góðir, hugsið líka langt fram í tímann, ekki bara til næsta dags. Flest stríð í veröldinni hafa verið háð til að komast yfir auðlindir. Það segir sagan og frá því löngu fyrir daga Rómverja. Leiðtogar í Evrópu samþykktu sín á milli að skipta Afríku milli sín fyrir rúmri öld til að komast yfir auðlindir, einkum í jörðu. Evrópa er nú mjög snauð af auðlindum í jörðu og Bandaríkjamenn þurfa meira af slíkum auðlindum en þeir hafa nú innan eigin landamæra. Þegar öflug ríki skortir auðlindir sækja þau í smærri ríki til að komast yfir þessar auðlindir. Þannig er námugeirinn í dag. Ég fæ ekki séð að mótstaða sé mikil meðal Íslendinga að ganga í Evrópusambandið nema hvað varðar aðgengi Evrópusambandsríkja að auðlindum okkar. Það ríki sem í dag hefur öflugasta hagkerfið í veröldinni er Kína. Kínverjar kaupa land í sumum heimshlutum, rækta landið og flytja landbúnaðarvöruna heim. Þetta fjölmennasta ríki veraldar skortir land. Það sem hér er á ferðinni er nákvæmlega það sama og átt hefur sér stað meðal ríkja hinna stærri Vesturlanda í langan tíma. Eini munurinn sem ég fæ séð á Vesturlöndum og Kína er að Kínverjar eru ólíklegir til að beita hervaldi. Eftir sem áður sjá þeir sér nauðsyn í meira land- og auðlindarými alveg eins og okkar heimshluti hefur gert. Í ljósi þess finnst mér það bera vott algeru skilningsleysi Íslendinga að halda að málið um kaup Kínverjans Huang Nobu á landi á Grímsstöðum á Fjöllum snúist um kurteisi hans og mannlegt ágæti. Um hvort tveggja efast ég ekki. En það kemur málinu ekkert við hugsi menn nokkra áratugi fram í tímann. Málið snýst um aðgengi aðila utan okkar hagkerfis að íslenskum náttúruauðlindum. Þessar auðlindir eru lifibrauð okkar. Ef þessar auðlindir fara úr okkar höndum verður krónan veik og lífskjörin eftir því og evran hjálpar okkur ekkert. Pössum við vel upp á auðlindir okkar og spillum þeim ekki verður krónan sterk og lífskjörin eftir því. Af hverju er norska krónan sterk? Frá því eftir fyrri heimsstyrjöldina hafa Bandaríkin breytt um stefnu um 180 gráður. Þá vildu ráðamenn í Bandaríkjunum að fólk í sumum löndum Evrópu ákvæði landamæri með kosningum. Nú er öldin önnur og ástæðan er hversu Bandaríkin hafa gengið á eigin jarðarauðlindir. Það viðhorf virðist landlægt hér á landi að halda að erlendir fjárfestar eða erlent fjármagn geti komið okkur til hjálpar. Þvílíkur barnaskapur! Ég hélt það væri auðséð, a.m.k. til langtíma litið, að það hjálpar okkur enginn nema við sjálf. Það gera hvorki Kínverjar, Bandaríkin eða Evrópa. Hitt er annað mál að veröldin er stór og með margþætta og margslungna menningu og fólk. Dvergríkið Ísland er of smátt til að geta staðið eitt og hlutlaust. Það verður að skipa sér sess með öðrum þjóðum og þar standa Norðurlöndin okkur næst og síðan ríki Evrópusambandsins. Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að setja lög sem eru þess eðlis að fólk í landinu viti hvar það stendur. Það er óþolandi að Alþingi veiti ráðherra vald til að víkja frá þeim lögum sem það setur sjálft. Skyldi Alþingi vilja halda því áfram ef þingræðið og framkvæmdarvaldið væri í raun aðskilið? Meðan ráðherra getur veitt undanþágu frá lögum verða þau merkingarlaus. Það er háð því hver er ráðherra á hverjum tíma hvort hann fer að lögum eða ekki. Stundum finnst mér að einhverjum hér á landi gæti dottið í hug hvort ráðherra ætti að hafa vald til að fría suma einstaklinga frá alvarlegum umferðarlagabrotum bjóði honum svo við að horfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kínverjinn Huang Nobu hefur áhuga á því að fá leyfi kínverskra og íslenskra stjórnvalda til að ganga frá kaupum á jörðinni Grímsstaðir á Fjöllum til að reisa þar lúxushótel og reka ferðaþjónustu. Margir Íslendingar telja þetta sjálfsagðan hlut, þar á meðal ýmsir ráðamenn í þjóðfélaginu. Hér er um það að ræða að erlendur aðili fá aðgang að auðlind á Íslandi án þess að nokkuð komi á móti sem er í hendi. Fegurð Íslands og náttúra er auðlind. Náttúran þolir takmarkaðan ágang eigi hún ekki að spillast. Stórar þjóðir og smáar geta stundað viðskipti með vöru og sérfræðiþjónustu með gagnkvæmum ávinningi og það hafa Íslendingar og Kínverjar gert eftir því sem ég best fæ séð. Hins vegar gengur það ekki að stór og lítil ríki skipti á landi eða auðlindum enda hefur það aldrei verið gert. Ef tíu Íslendingar keyptu land í Kína og Kínverjar keyptu land á Íslandi á móti í hlutfalli við fólksfjölda væru þeir 40.000. Fengi hver 100 hektara ættu Kínverjar 40% af flatarmáli Íslands. Ísland væri kínverskt landsvæði eins og Alþýðulýðveldið Kína er í dag. Svona viðskipti ganga ekki. Þau eru ógn við sjálfstæði smáríkja. Mannkynssagan segir þá sögu svo ekki verður um villst. Í lýðræðisríkjum leggur almenningur yfirleitt megináherslu á hærri laun og minna atvinnuleysi. Þingmenn leggja áherslu á þau mál sem fólk vill og það sem þeir vilja gjarnan er að verða kjörnir í næstu kosningum. Í ljósi þessa verður það að teljast eðlilegt að meirihluti Íslendinga (samkvæmt skoðanakönnunum) vill erlendar fjárfestingar hér til að bæta atvinnuástand næsta dags og þar með lífskjör næsta dag. En langtímasjónarmið verða útundan í lýðræðisríkjum með nefndar forgangsáherslur. Íslendingar góðir, hugsið líka langt fram í tímann, ekki bara til næsta dags. Flest stríð í veröldinni hafa verið háð til að komast yfir auðlindir. Það segir sagan og frá því löngu fyrir daga Rómverja. Leiðtogar í Evrópu samþykktu sín á milli að skipta Afríku milli sín fyrir rúmri öld til að komast yfir auðlindir, einkum í jörðu. Evrópa er nú mjög snauð af auðlindum í jörðu og Bandaríkjamenn þurfa meira af slíkum auðlindum en þeir hafa nú innan eigin landamæra. Þegar öflug ríki skortir auðlindir sækja þau í smærri ríki til að komast yfir þessar auðlindir. Þannig er námugeirinn í dag. Ég fæ ekki séð að mótstaða sé mikil meðal Íslendinga að ganga í Evrópusambandið nema hvað varðar aðgengi Evrópusambandsríkja að auðlindum okkar. Það ríki sem í dag hefur öflugasta hagkerfið í veröldinni er Kína. Kínverjar kaupa land í sumum heimshlutum, rækta landið og flytja landbúnaðarvöruna heim. Þetta fjölmennasta ríki veraldar skortir land. Það sem hér er á ferðinni er nákvæmlega það sama og átt hefur sér stað meðal ríkja hinna stærri Vesturlanda í langan tíma. Eini munurinn sem ég fæ séð á Vesturlöndum og Kína er að Kínverjar eru ólíklegir til að beita hervaldi. Eftir sem áður sjá þeir sér nauðsyn í meira land- og auðlindarými alveg eins og okkar heimshluti hefur gert. Í ljósi þess finnst mér það bera vott algeru skilningsleysi Íslendinga að halda að málið um kaup Kínverjans Huang Nobu á landi á Grímsstöðum á Fjöllum snúist um kurteisi hans og mannlegt ágæti. Um hvort tveggja efast ég ekki. En það kemur málinu ekkert við hugsi menn nokkra áratugi fram í tímann. Málið snýst um aðgengi aðila utan okkar hagkerfis að íslenskum náttúruauðlindum. Þessar auðlindir eru lifibrauð okkar. Ef þessar auðlindir fara úr okkar höndum verður krónan veik og lífskjörin eftir því og evran hjálpar okkur ekkert. Pössum við vel upp á auðlindir okkar og spillum þeim ekki verður krónan sterk og lífskjörin eftir því. Af hverju er norska krónan sterk? Frá því eftir fyrri heimsstyrjöldina hafa Bandaríkin breytt um stefnu um 180 gráður. Þá vildu ráðamenn í Bandaríkjunum að fólk í sumum löndum Evrópu ákvæði landamæri með kosningum. Nú er öldin önnur og ástæðan er hversu Bandaríkin hafa gengið á eigin jarðarauðlindir. Það viðhorf virðist landlægt hér á landi að halda að erlendir fjárfestar eða erlent fjármagn geti komið okkur til hjálpar. Þvílíkur barnaskapur! Ég hélt það væri auðséð, a.m.k. til langtíma litið, að það hjálpar okkur enginn nema við sjálf. Það gera hvorki Kínverjar, Bandaríkin eða Evrópa. Hitt er annað mál að veröldin er stór og með margþætta og margslungna menningu og fólk. Dvergríkið Ísland er of smátt til að geta staðið eitt og hlutlaust. Það verður að skipa sér sess með öðrum þjóðum og þar standa Norðurlöndin okkur næst og síðan ríki Evrópusambandsins. Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að setja lög sem eru þess eðlis að fólk í landinu viti hvar það stendur. Það er óþolandi að Alþingi veiti ráðherra vald til að víkja frá þeim lögum sem það setur sjálft. Skyldi Alþingi vilja halda því áfram ef þingræðið og framkvæmdarvaldið væri í raun aðskilið? Meðan ráðherra getur veitt undanþágu frá lögum verða þau merkingarlaus. Það er háð því hver er ráðherra á hverjum tíma hvort hann fer að lögum eða ekki. Stundum finnst mér að einhverjum hér á landi gæti dottið í hug hvort ráðherra ætti að hafa vald til að fría suma einstaklinga frá alvarlegum umferðarlagabrotum bjóði honum svo við að horfa.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar