Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands - af hverju? Sigurður Guðmundsson skrifar 7. september 2011 12:00 Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. Nálægð við háskólann vó þar mjög þungt. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Með öðrum orðum var tilgangurinn sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús. Nákvæmlega sömu rök hníga að byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi hans og háskólans. Þau snúa ekki að því að blanda saman sementi, möl, sandi og vatni og búa til steypu heldur að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Sameiningu spítalanna er ekki lokið, og lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Landspítalinn starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum, og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns, og við Háskóla Íslands eru nú um 14.000 stúdentar og um 1.000 fastráðnir kennarar og starfsmenn. Þar af starfa við Heilbrigðisvísindasvið skólans um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Samstarf Landspítala og Háskóla ÍslandsSamstarf þessara stofnana á sér langa sögu og byggir á sameiginlegum hagsmunum stofnananna beggja, hagsmunum þeirra sem þær eiga að þjóna og í reynd samfélagsins alls. Samstarfið hefur verið mjög gjöfult. Stofnanirnar geta í raun ekki án hvor annarrar verið. Það hefur á margan hátt verið burðarás þróunar heilbrigðisþjónustu hérlendis á liðinni öld. Það hefur leitt til mjög öflugrar menntunar heilbrigðisstarfsfólks, sem stenst kollegum sínum í nálægum löndum fyllilega snúning og gott betur. Slíkt er ekki sjálfsagt, hvorki hjá stórum þjóðum né smáum. Að þessu þarf að hlúa. Árangur á sviði rannsókna í heilbrigðisvísindum er í fremstu röð þegar horft er til nálægra landa. Sú staðreynd er að mínu mati mun merkilegri en silfurverðlaun í handbolta, með djúpstæðri virðingu fyrir boltanum. Kominn er tími til að íslensk þjóð geri sér grein fyrir þessu. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að aðföng og fjármögnun til háskólans og þessa vísindastarfs er miklum mun minna en í háskólum nágrannalanda. Þessi árangur er hvorki sjálfsagður né eilífur, heldur mjög brothættur, og að honum þarf að hlúa. Síðast en ekki síst hefur rannsóknasamstarf stofnananna leitt til vaxandi nýsköpunar og stofnunar sprotafyrirtækja. Við erum einungis í burðarliðnum hér, og á næstu árum og áratugum má vænta af þessum vettvangi mikillar eflingar íslensk atvinnulífs, ef ekkert bjátar á. Af hverju þurfum við nýtt hús?Heilbrigðisþjónustan og þekkingin sem hún byggir á er sífellt að breytast og þróast og kröfur til hennar vaxa. Nýjar faggreinar verða til, aðrar hverfa. Margar sérgreinar munu blandast hver inn í aðra, sameinast. Markmið þjónustunnar verður ætíð að beinast að sjúklingum, ekki þörfum þeirra sem þar vinna. Við þurfum því að skilja mikilvægi þess að lækka múra milli fag- og sérgreina. Þess vegna þarf fólk að koma saman, vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Þannig fer þekkingin fram á við, stundum hægt og stundum í stórum stökkum. Síauknar kröfur eru gerðar til menntunar. Ekki eru kröfurnar minni og framþróunin þegar horft er til rannsókna, bæði þeirra sem snúa að vísindum og þjónustu við sjúklinga. Tækjabúnaður er dýr, og því mikið hagræði að samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar grundir. Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn, henni er nú sinnt af teymum, samstarf og samvinna eru lykilorð. Búa þarf svo um hnútana að samstarfið verði sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þessa samstarfs verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma fólki saman undir eitt þak. Jafnframt blasir við að alþjóðleg samkeppni í mennta- og vísindamálum fer mjög vaxandi, og samkeppni um starfsfólk er þegar orðin mönnum ljós hér. Þessu verður að mæta. Ekki er viðunandi að standa í stað og láta sem ekkert sé. Það jafngildir hnignun og afturför. Ávinningur fyrir Háskóla ÍslandsMargoft hefur verið bent á ávinning nýbyggingar fyrir starfsemi spítalans. En hver er ávinningur háskólans? Mikilvægt er að koma kennslu fyrir á einum stað. Með því styrkjast möguleikar á samkennslu og samþáttun kennslu í grunnnámi áður en hið eiginlega klíníska nám hefst. Nefndir hafa verið kostir þess að nemendur átti sig strax á því að fleiri stéttir en þeirra eigin sinna sjúklingum. Fagstéttir læra snemma að starfa saman. Mikill styrkur, faglegur og fjárhagslegur, felst í því að koma starfsemi og stoðþjónustu allra deilda og námsbrauta heilbrigðisvísindasviðs á einn stað. Samnýting rannsóknastofa, tækjabúnaðar og starfsfólks býður ekki aðeins upp á fjárhagslega hagræðingu heldur einnig mikil fagleg tækifæri. Nálægð bóklegs náms og grunnrannsókna við klínískt nám og rannsóknir er mjög til þess fallin að efla starfsþjálfun nema og gera þá enn hæfari til að sinna og mæta þeim miklu breytingum sem verða munu í faglegu umhverfi þeirra á næstu árum og áratugum. Að lokum skiptir meginmáli í þessari umræðu að sá hópur landsmanna sem helst hlýtur ávinning af því að samræma starfsemi spítalans og háskólans eru sjúklingar þessa lands. Á þeim er því miður enginn hörgull og verður ekki. Meginmarkmið nýbyggingarinnar er að efla þekkingu, menntun og síðast en ekki síst þjónustu við sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. Nálægð við háskólann vó þar mjög þungt. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Með öðrum orðum var tilgangurinn sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús. Nákvæmlega sömu rök hníga að byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi hans og háskólans. Þau snúa ekki að því að blanda saman sementi, möl, sandi og vatni og búa til steypu heldur að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Sameiningu spítalanna er ekki lokið, og lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Landspítalinn starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum, og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns, og við Háskóla Íslands eru nú um 14.000 stúdentar og um 1.000 fastráðnir kennarar og starfsmenn. Þar af starfa við Heilbrigðisvísindasvið skólans um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Samstarf Landspítala og Háskóla ÍslandsSamstarf þessara stofnana á sér langa sögu og byggir á sameiginlegum hagsmunum stofnananna beggja, hagsmunum þeirra sem þær eiga að þjóna og í reynd samfélagsins alls. Samstarfið hefur verið mjög gjöfult. Stofnanirnar geta í raun ekki án hvor annarrar verið. Það hefur á margan hátt verið burðarás þróunar heilbrigðisþjónustu hérlendis á liðinni öld. Það hefur leitt til mjög öflugrar menntunar heilbrigðisstarfsfólks, sem stenst kollegum sínum í nálægum löndum fyllilega snúning og gott betur. Slíkt er ekki sjálfsagt, hvorki hjá stórum þjóðum né smáum. Að þessu þarf að hlúa. Árangur á sviði rannsókna í heilbrigðisvísindum er í fremstu röð þegar horft er til nálægra landa. Sú staðreynd er að mínu mati mun merkilegri en silfurverðlaun í handbolta, með djúpstæðri virðingu fyrir boltanum. Kominn er tími til að íslensk þjóð geri sér grein fyrir þessu. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að aðföng og fjármögnun til háskólans og þessa vísindastarfs er miklum mun minna en í háskólum nágrannalanda. Þessi árangur er hvorki sjálfsagður né eilífur, heldur mjög brothættur, og að honum þarf að hlúa. Síðast en ekki síst hefur rannsóknasamstarf stofnananna leitt til vaxandi nýsköpunar og stofnunar sprotafyrirtækja. Við erum einungis í burðarliðnum hér, og á næstu árum og áratugum má vænta af þessum vettvangi mikillar eflingar íslensk atvinnulífs, ef ekkert bjátar á. Af hverju þurfum við nýtt hús?Heilbrigðisþjónustan og þekkingin sem hún byggir á er sífellt að breytast og þróast og kröfur til hennar vaxa. Nýjar faggreinar verða til, aðrar hverfa. Margar sérgreinar munu blandast hver inn í aðra, sameinast. Markmið þjónustunnar verður ætíð að beinast að sjúklingum, ekki þörfum þeirra sem þar vinna. Við þurfum því að skilja mikilvægi þess að lækka múra milli fag- og sérgreina. Þess vegna þarf fólk að koma saman, vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Þannig fer þekkingin fram á við, stundum hægt og stundum í stórum stökkum. Síauknar kröfur eru gerðar til menntunar. Ekki eru kröfurnar minni og framþróunin þegar horft er til rannsókna, bæði þeirra sem snúa að vísindum og þjónustu við sjúklinga. Tækjabúnaður er dýr, og því mikið hagræði að samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar grundir. Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn, henni er nú sinnt af teymum, samstarf og samvinna eru lykilorð. Búa þarf svo um hnútana að samstarfið verði sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þessa samstarfs verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma fólki saman undir eitt þak. Jafnframt blasir við að alþjóðleg samkeppni í mennta- og vísindamálum fer mjög vaxandi, og samkeppni um starfsfólk er þegar orðin mönnum ljós hér. Þessu verður að mæta. Ekki er viðunandi að standa í stað og láta sem ekkert sé. Það jafngildir hnignun og afturför. Ávinningur fyrir Háskóla ÍslandsMargoft hefur verið bent á ávinning nýbyggingar fyrir starfsemi spítalans. En hver er ávinningur háskólans? Mikilvægt er að koma kennslu fyrir á einum stað. Með því styrkjast möguleikar á samkennslu og samþáttun kennslu í grunnnámi áður en hið eiginlega klíníska nám hefst. Nefndir hafa verið kostir þess að nemendur átti sig strax á því að fleiri stéttir en þeirra eigin sinna sjúklingum. Fagstéttir læra snemma að starfa saman. Mikill styrkur, faglegur og fjárhagslegur, felst í því að koma starfsemi og stoðþjónustu allra deilda og námsbrauta heilbrigðisvísindasviðs á einn stað. Samnýting rannsóknastofa, tækjabúnaðar og starfsfólks býður ekki aðeins upp á fjárhagslega hagræðingu heldur einnig mikil fagleg tækifæri. Nálægð bóklegs náms og grunnrannsókna við klínískt nám og rannsóknir er mjög til þess fallin að efla starfsþjálfun nema og gera þá enn hæfari til að sinna og mæta þeim miklu breytingum sem verða munu í faglegu umhverfi þeirra á næstu árum og áratugum. Að lokum skiptir meginmáli í þessari umræðu að sá hópur landsmanna sem helst hlýtur ávinning af því að samræma starfsemi spítalans og háskólans eru sjúklingar þessa lands. Á þeim er því miður enginn hörgull og verður ekki. Meginmarkmið nýbyggingarinnar er að efla þekkingu, menntun og síðast en ekki síst þjónustu við sjúklinga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar