Brestur í brynju verðtryggingar Eygló Harðardóttir skrifar 2. september 2011 06:00 Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mikilvægt upphafsskref í átt að óverðtryggðu umhverfi – en meira þarf til. Lækka vextiVerðtrygging tekur út stærstu áhættuþætti lánveitenda, verðbólgu og gengisþróun. Þrátt fyrir þetta hafa raunvextir verið hærri en í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging þekkist varla. Það er ekki hægt að sætta sig við núverandi ástand. Því verður að leita allra leiða til að lækka raunvexti til frambúðar. Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna reiknaði út að lækkun raunvaxta í 3% til frambúðar svaraði til þess að höfuðstóll lána væri lækkaður um 20%. Því vil ég endurskoða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og hvetja til sparnaðar vegna kaupa á húsnæði og búseturétti með skattkerfinu. Óverðtryggð húsnæðislánÉg vil óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Þar yrðu boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 og 7 ára fresti). Ég vil sjá almenna húsnæðislánalöggjöf um lánstíma og veð. Lyklafrumvarpið verður að samþykkja. Bjóða þarf ný íbúðabréf í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og tryggja jafnvægi á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Auðvelda þarf fólki flutning í nýtt kerfi með því að fella niður gjaldtöku við skilmálabreytingu og endurfjármögnun. Jafnframt þarf að semja við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Þak á verðtryggingunaStór hluti verðbreytinga verður vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því vil ég að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins frá því haustið 2009. Leita þarf einnig samninga við lánveitendur um að hækka ekki annan kostnað lántakenda til að komast framhjá þessu þaki á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Stríðið við verðtrygginguna verður langt og strangt, en loksins hillir í fyrsta sigurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. Þessi breyting er mikilvægt upphafsskref í átt að óverðtryggðu umhverfi – en meira þarf til. Lækka vextiVerðtrygging tekur út stærstu áhættuþætti lánveitenda, verðbólgu og gengisþróun. Þrátt fyrir þetta hafa raunvextir verið hærri en í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging þekkist varla. Það er ekki hægt að sætta sig við núverandi ástand. Því verður að leita allra leiða til að lækka raunvexti til frambúðar. Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna reiknaði út að lækkun raunvaxta í 3% til frambúðar svaraði til þess að höfuðstóll lána væri lækkaður um 20%. Því vil ég endurskoða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og hvetja til sparnaðar vegna kaupa á húsnæði og búseturétti með skattkerfinu. Óverðtryggð húsnæðislánÉg vil óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Þar yrðu boðin óverðtryggð húsnæðislán með endurskoðunarákvæðum vaxta á ákveðnum tímabilum (0, 3, 5 og 7 ára fresti). Ég vil sjá almenna húsnæðislánalöggjöf um lánstíma og veð. Lyklafrumvarpið verður að samþykkja. Bjóða þarf ný íbúðabréf í samræmi við breytt fyrirkomulag útlána og tryggja jafnvægi á milli einstaks húsnæðisláns og íbúðabréfs. Auðvelda þarf fólki flutning í nýtt kerfi með því að fella niður gjaldtöku við skilmálabreytingu og endurfjármögnun. Jafnframt þarf að semja við lífeyrissjóði um endurfjármögnun útistandandi skuldabréfa Íbúðalánasjóðs til að flýta kerfisbreytingu. Þak á verðtryggingunaStór hluti verðbreytinga verður vegna gengisþróunar. Þrýstingur er á gengi krónunnar til lækkunar. Verðbólguskot myndi þýða að þúsundir heimila myndu lenda í vanskilum með lán sín. Því vil ég að sett verði þak á verðtryggingu núverandi lána sem miðist á ársgrundvelli við 4% hámark, sbr. tillögu Framsóknarflokksins frá því haustið 2009. Leita þarf einnig samninga við lánveitendur um að hækka ekki annan kostnað lántakenda til að komast framhjá þessu þaki á meðan unnið er að afnámi verðtryggingar. Stríðið við verðtrygginguna verður langt og strangt, en loksins hillir í fyrsta sigurinn.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun