Myndin logna af Líbíu Þórarinn Hjartarson skrifar 30. ágúst 2011 11:00 Það blasir við að myndin af „frelsun“ Tripólí var fölsk, að borgin hafi fallið í hendur „uppreisnarmanna“ sem þroskaður ávöxtur strax á fyrsta degi stórárásar á borgina. Íslenskir fjölmiðlar sögðu þá að 95% borgarinnar væru „frelsuð“ en þær hreinu línur hafa orðið óskýrari síðan. Það er rannsóknarefni hvað her Gaddafís stenst lengi ofureflið. Áður en innrásin í Tripólí hófst höfðu sprengjuflugvélar NATO farið 20.000 flugferðir yfir Líbíu og skotið sprengjum í 8.000 ferðum. Og þetta eru nútímaleg eldflaugaskot, ekki dettandi dínamít eða napalm eins og í Víetnam. Þetta hefði dugað til að koma flestum ríkisstjórnum á hnén, þó að svonefndir uppreisnarmenn séu veikir og hefðu engu getað áorkað án eldflauga og sprengjuregnhlífar NATO. Hinn grimmi harðstjóri á því greinilega mikinn virkan stuðning meðal þegnanna. Að hann skuli vopna lýðinn í Tripólí bendir ekki til að hann hafi vænt sér ills úr þeirri átt. Á þeim fáu fréttastofum sem gagnrýna stríðsreksturinn má sjá miklar fjöldasamkomur til stuðnings stjórnvöldum. Það fær þó almenningur á Vesturlöndum ekki að sjá. Stríðið sem hófst í mars var frá byrjun stríð til að steypa ríkisstjórn sem ekki nýtur velþóknunar vesturveldanna, þ.e. USA og nýlenduvelda ESB. Gaddafí lagaði sig að breyttum heimi eftir 1990, samdi frið við Bandaríkin og hóf samstarf við olíuauðhringa. Samt sleppti hann aldrei eigin ríkisyfirráðum yfir hinum auðugu olíulindum lands síns. Þetta reyndist með tímanum ólíðandi fyrir vestræna auðhringa svo Gaddafí lenti á dauðalistanum. Á þeim lista eru þau ríki sem ekki fylgja reglum Vestursins upp á punkt og prik. Í bók sinni Winning Modern Wars: Iraq, Terrorism, and the American Empire frá 2003 skrifaði Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður NATO-herjanna í Kososvostríðinu, hvað hann hefði heyrt í Pentagon í nóvember 2001 þegar rædd var væntanleg innrás í Írak: „Hún var rædd sem hluti af fimm ára hernaðaráætlun og löndin voru alls sjö, fyrst Írak, síðan Sýrland, Líbanon, Líbía, Íran, Sómalía og Súdan.“ Þessum áætlunum hefur síðan verið fylgt með sífellt virkari þátttöku vestrænna ríkja. Að baki Bandaríkjunum stendur breiðfylking, allt frá hægri haukum eins og Sarkozy og Cameron til vinstristjórnanna í Noregi og á Íslandi. Hlutverk vestrænna fjölmiðla í Líbíustríðinu er ógnvekjandi. Það takmarkast ekki við litaða og einhliða lýsingu mála heldur er ákveðin atburðarás beinlínis framkölluð með hjálp fjölmiðlanna – í viðbót við undirróður útsendara frá leyniþjónustum. Sjálft tilefni stríðsins var búið til í fjölmiðlum. Dæmi: Herferðin gegn Líbíu hófst í febrúar sl. þegar dreift var á netinu aragrúa Twitter- og Youtube-myndbanda sem sýndu hersveitir Gaddafís berja niður mótmæli, gera loftárásir á eigin borgara, sýndu afríska leiguhermenn Gaddafís o.s.frv. Þessu var svo dreift á CNN, BBC, al Jazeera og víðar sem sannleik sem kallaði á afskipti „alþjóðasamfélagsins“. Margt af því hefur verið hrakið sem hreinn tilbúningur enda er mála sannast að þegnar Líbíu hafa hvorki haft aðgang að Twitter né Youtube undanfarið svo fréttamyndirnar voru hannaðar annars staðar. Öllu er nú snúið á haus. Árásarstríð NATO gegn smáþjóð í Afríku nefnist „skylda til að vernda líf óbreyttra borgara“ (ályktun Öryggisráðsins 17. mars). Loftárásir eru friðargæsla. Óleiðitamur þjóðarleiðtogi er úthrópaður sem glæpamaður gegn þjóð sinni meðan mestu stríðsglæpamenn okkar daga eru frelsarar. Nú fer líku fram gagnvart Sýrlandi sem er næst í röðinni. Hinar ráðandi fréttastofur eru kirfilega tengdar NATO-herveldunum og raunar hluti af innrásarliðinu. Á bak við innrásina stendur hnattveldið eina með miðstýrð heimsyfirráð – og stýrir líka sannleikanum. Hvernig eigum við vesælar mannskepnur þá að draga hann í efa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við að myndin af „frelsun“ Tripólí var fölsk, að borgin hafi fallið í hendur „uppreisnarmanna“ sem þroskaður ávöxtur strax á fyrsta degi stórárásar á borgina. Íslenskir fjölmiðlar sögðu þá að 95% borgarinnar væru „frelsuð“ en þær hreinu línur hafa orðið óskýrari síðan. Það er rannsóknarefni hvað her Gaddafís stenst lengi ofureflið. Áður en innrásin í Tripólí hófst höfðu sprengjuflugvélar NATO farið 20.000 flugferðir yfir Líbíu og skotið sprengjum í 8.000 ferðum. Og þetta eru nútímaleg eldflaugaskot, ekki dettandi dínamít eða napalm eins og í Víetnam. Þetta hefði dugað til að koma flestum ríkisstjórnum á hnén, þó að svonefndir uppreisnarmenn séu veikir og hefðu engu getað áorkað án eldflauga og sprengjuregnhlífar NATO. Hinn grimmi harðstjóri á því greinilega mikinn virkan stuðning meðal þegnanna. Að hann skuli vopna lýðinn í Tripólí bendir ekki til að hann hafi vænt sér ills úr þeirri átt. Á þeim fáu fréttastofum sem gagnrýna stríðsreksturinn má sjá miklar fjöldasamkomur til stuðnings stjórnvöldum. Það fær þó almenningur á Vesturlöndum ekki að sjá. Stríðið sem hófst í mars var frá byrjun stríð til að steypa ríkisstjórn sem ekki nýtur velþóknunar vesturveldanna, þ.e. USA og nýlenduvelda ESB. Gaddafí lagaði sig að breyttum heimi eftir 1990, samdi frið við Bandaríkin og hóf samstarf við olíuauðhringa. Samt sleppti hann aldrei eigin ríkisyfirráðum yfir hinum auðugu olíulindum lands síns. Þetta reyndist með tímanum ólíðandi fyrir vestræna auðhringa svo Gaddafí lenti á dauðalistanum. Á þeim lista eru þau ríki sem ekki fylgja reglum Vestursins upp á punkt og prik. Í bók sinni Winning Modern Wars: Iraq, Terrorism, and the American Empire frá 2003 skrifaði Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður NATO-herjanna í Kososvostríðinu, hvað hann hefði heyrt í Pentagon í nóvember 2001 þegar rædd var væntanleg innrás í Írak: „Hún var rædd sem hluti af fimm ára hernaðaráætlun og löndin voru alls sjö, fyrst Írak, síðan Sýrland, Líbanon, Líbía, Íran, Sómalía og Súdan.“ Þessum áætlunum hefur síðan verið fylgt með sífellt virkari þátttöku vestrænna ríkja. Að baki Bandaríkjunum stendur breiðfylking, allt frá hægri haukum eins og Sarkozy og Cameron til vinstristjórnanna í Noregi og á Íslandi. Hlutverk vestrænna fjölmiðla í Líbíustríðinu er ógnvekjandi. Það takmarkast ekki við litaða og einhliða lýsingu mála heldur er ákveðin atburðarás beinlínis framkölluð með hjálp fjölmiðlanna – í viðbót við undirróður útsendara frá leyniþjónustum. Sjálft tilefni stríðsins var búið til í fjölmiðlum. Dæmi: Herferðin gegn Líbíu hófst í febrúar sl. þegar dreift var á netinu aragrúa Twitter- og Youtube-myndbanda sem sýndu hersveitir Gaddafís berja niður mótmæli, gera loftárásir á eigin borgara, sýndu afríska leiguhermenn Gaddafís o.s.frv. Þessu var svo dreift á CNN, BBC, al Jazeera og víðar sem sannleik sem kallaði á afskipti „alþjóðasamfélagsins“. Margt af því hefur verið hrakið sem hreinn tilbúningur enda er mála sannast að þegnar Líbíu hafa hvorki haft aðgang að Twitter né Youtube undanfarið svo fréttamyndirnar voru hannaðar annars staðar. Öllu er nú snúið á haus. Árásarstríð NATO gegn smáþjóð í Afríku nefnist „skylda til að vernda líf óbreyttra borgara“ (ályktun Öryggisráðsins 17. mars). Loftárásir eru friðargæsla. Óleiðitamur þjóðarleiðtogi er úthrópaður sem glæpamaður gegn þjóð sinni meðan mestu stríðsglæpamenn okkar daga eru frelsarar. Nú fer líku fram gagnvart Sýrlandi sem er næst í röðinni. Hinar ráðandi fréttastofur eru kirfilega tengdar NATO-herveldunum og raunar hluti af innrásarliðinu. Á bak við innrásina stendur hnattveldið eina með miðstýrð heimsyfirráð – og stýrir líka sannleikanum. Hvernig eigum við vesælar mannskepnur þá að draga hann í efa?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun