
Myndin logna af Líbíu
Það er rannsóknarefni hvað her Gaddafís stenst lengi ofureflið. Áður en innrásin í Tripólí hófst höfðu sprengjuflugvélar NATO farið 20.000 flugferðir yfir Líbíu og skotið sprengjum í 8.000 ferðum. Og þetta eru nútímaleg eldflaugaskot, ekki dettandi dínamít eða napalm eins og í Víetnam. Þetta hefði dugað til að koma flestum ríkisstjórnum á hnén, þó að svonefndir uppreisnarmenn séu veikir og hefðu engu getað áorkað án eldflauga og sprengjuregnhlífar NATO.
Hinn grimmi harðstjóri á því greinilega mikinn virkan stuðning meðal þegnanna. Að hann skuli vopna lýðinn í Tripólí bendir ekki til að hann hafi vænt sér ills úr þeirri átt. Á þeim fáu fréttastofum sem gagnrýna stríðsreksturinn má sjá miklar fjöldasamkomur til stuðnings stjórnvöldum. Það fær þó almenningur á Vesturlöndum ekki að sjá.
Stríðið sem hófst í mars var frá byrjun stríð til að steypa ríkisstjórn sem ekki nýtur velþóknunar vesturveldanna, þ.e. USA og nýlenduvelda ESB.
Gaddafí lagaði sig að breyttum heimi eftir 1990, samdi frið við Bandaríkin og hóf samstarf við olíuauðhringa. Samt sleppti hann aldrei eigin ríkisyfirráðum yfir hinum auðugu olíulindum lands síns. Þetta reyndist með tímanum ólíðandi fyrir vestræna auðhringa svo Gaddafí lenti á dauðalistanum. Á þeim lista eru þau ríki sem ekki fylgja reglum Vestursins upp á punkt og prik.
Í bók sinni Winning Modern Wars: Iraq, Terrorism, and the American Empire frá 2003 skrifaði Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður NATO-herjanna í Kososvostríðinu, hvað hann hefði heyrt í Pentagon í nóvember 2001 þegar rædd var væntanleg innrás í Írak: „Hún var rædd sem hluti af fimm ára hernaðaráætlun og löndin voru alls sjö, fyrst Írak, síðan Sýrland, Líbanon, Líbía, Íran, Sómalía og Súdan.“
Þessum áætlunum hefur síðan verið fylgt með sífellt virkari þátttöku vestrænna ríkja. Að baki Bandaríkjunum stendur breiðfylking, allt frá hægri haukum eins og Sarkozy og Cameron til vinstristjórnanna í Noregi og á Íslandi.
Hlutverk vestrænna fjölmiðla í Líbíustríðinu er ógnvekjandi. Það takmarkast ekki við litaða og einhliða lýsingu mála heldur er ákveðin atburðarás beinlínis framkölluð með hjálp fjölmiðlanna – í viðbót við undirróður útsendara frá leyniþjónustum. Sjálft tilefni stríðsins var búið til í fjölmiðlum. Dæmi: Herferðin gegn Líbíu hófst í febrúar sl. þegar dreift var á netinu aragrúa Twitter- og Youtube-myndbanda sem sýndu hersveitir Gaddafís berja niður mótmæli, gera loftárásir á eigin borgara, sýndu afríska leiguhermenn Gaddafís o.s.frv. Þessu var svo dreift á CNN, BBC, al Jazeera og víðar sem sannleik sem kallaði á afskipti „alþjóðasamfélagsins“. Margt af því hefur verið hrakið sem hreinn tilbúningur enda er mála sannast að þegnar Líbíu hafa hvorki haft aðgang að Twitter né Youtube undanfarið svo fréttamyndirnar voru hannaðar annars staðar.
Öllu er nú snúið á haus. Árásarstríð NATO gegn smáþjóð í Afríku nefnist „skylda til að vernda líf óbreyttra borgara“ (ályktun Öryggisráðsins 17. mars). Loftárásir eru friðargæsla. Óleiðitamur þjóðarleiðtogi er úthrópaður sem glæpamaður gegn þjóð sinni meðan mestu stríðsglæpamenn okkar daga eru frelsarar. Nú fer líku fram gagnvart Sýrlandi sem er næst í röðinni.
Hinar ráðandi fréttastofur eru kirfilega tengdar NATO-herveldunum og raunar hluti af innrásarliðinu. Á bak við innrásina stendur hnattveldið eina með miðstýrð heimsyfirráð – og stýrir líka sannleikanum. Hvernig eigum við vesælar mannskepnur þá að draga hann í efa?
Skoðun

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar