Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar Tryggvi Friðjónsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Um nokkurra missera skeið hefur verið unnið að undirbúningi Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar (ÞS). Um er að ræða samstarfsverkefni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins í samvinnu við velferðarráðuneytið. Markmið með verkefninu er veita hreyfihömluðu fólki upplýsingar um allt sem viðkemur réttindum þess og þjónustuframboði á einum stað. Einnig mun miðstöðin standa fyrir fræðslustarfsemi og námskeiðahaldi. Í dag þarf hreyfihamlað fólk að sækja upplýsingar til ýmissa stofnana, fyrirtækja og samtaka sem getur reynst bæði tímafrekt og slítandi. Þjónusta og upplýsingagjöf eru oft á tíðum á sömu hendi og hlutleysi upplýsinga því etv. ekki tryggt. Verðmæti þjónustu ÞS felast í fjárhags- og tímasparnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Lögð hefur verið mikil vinna bæði í þarfagreiningu og gerð framkvæmdaáætlunar, sem tryggja á góðan grunn fyrir rekstur ÞS. Auk þess hefur markviss kynning á miðstöðinni þegar hafist með viðtölum við fjölda fólks, bæði tilvonandi samstarfsaðila og notendur þjónustunnar. Einnig fór kynning á fyrirhugaðri miðstöð fram á sérstökum fundum sem Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir sl. vetur víðs vegar um landið. Í störfum miðstöðvarinnar verður gengið út frá norræna tengslalíkaninu en þar er lögð áhersla á tengsl og samskipti milli einstaklings og samfélags; þ.e. hinn fatlaði einstaklingur á ekki einhliða að þurfa að laga sig að umhverfinu heldur verður umhverfið að laga sig að hans þörfum. Lögð verður áhersla á sjálfstætt líf fatlaðra en í því felst m.a. að barist er fyrir jöfnum tækifærum, sjálfsákvörðunarrétti og sjálfsvirðingu. Hugmyndafræðin felur í sér að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, eiga rétt á þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Auk þess felur hugmyndafræðin í sér kröfu um val og stjórn í daglegu lífi. Valdefling verður eitt af grunnstefunum í verkefnum miðstöðvarinnar. Valdefling í þjónustu við fatlað fólk snýst um lífsgæði, mannréttindi og borgaraleg réttindi. Auk þess felur hugtakið í sér grundvallarbreytingar á viðhorfum og uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk. Bent hefur verið á að einn þáttur í valdeflingu fatlaðs fólks sé mikilvægi þess að það hafi greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf sem auðveldi val og geri því kleift að taka ákvarðanir. Lengi hefur sú hugsun verið ríkjandi, jafnvel meðal veitenda þjónustu, að fatlað fólk eigi að vera þakklátt fyrir að fá þá þjónustu sem að því er rétt. Auk þess að eðlilegt sé að fatlað fólk sé í láglaunastörfum ef það er á annað borð svo „heppið“ að fá vinnu. Góðvildarsýnin hefur einnig lengi ráðið ríkjum í málefnum fatlaðs fólks og hafa hagsmunasamtök þessara hópa jafnvel gerst sek um að ýta undir vorkunnsemi. Slík vorkunnsemi tengist hugsanlega læknisfræðilegri sýn á fötlun þar sem einstaklingurinn er skilgreindur sem sjúkur og því minnimáttar. Enn ber á fordómum í þjóðfélaginu gagnvart hreyfihömluðum. Með uppbyggingu Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar verður stigið mikilvægt skref í að uppræta þá. Með fyrrnefndri félagslegri nálgun sem verið hefur að ryðja sér til rúms undanfarin ár og starf ÞS mun grundvallast á, fylgir valdefling fyrir einstaklinginn, þ.e. að hann skilgreini sjálfur líf sitt, langanir, aðstæður og þarfir. Notendastýrð persónuleg aðstoð sem byggir á því að einstaklingurinn stýri sjálfur þeirri aðstoð sem hann þarf á að halda tengist valdeflingunni beint. Fatlað fólk vill ekki forréttindi og góðgerðastimpil heldur að geta staðið til jafns við aðra eins og lögð er áhersla á í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nauðsynlegt er að ÞS fylgi þessari hugmyndafræði eftir í öllu sínu starfi. Ætla má að starfsemi miðstöðvarinnar, og þá ekki hvað síst jafningjastuðningur og stuðningur við aðstandendur, geti sparað stórar fjárhæðir í velferðarkerfinu með eflingu einstaklingsins og fjölskyldu hans. Þannig má hugsa sér að einstaklingurinn geti orðið virkari í samfélaginu, tekið þátt í atvinnulífinu og dregið sé úr andlegri vanlíðan hans. Aukin lífsgæði einstaklings og bætt andleg líðan getur leitt til lægri sjúkrahúss- og lyfjakostnaðar ríkisins. Sjálfsbjörg hefur kynnt verkefnið fyrir velferðarráðherra og ráðuneyti hans sem hefur tekið vel í þessar hugmyndir. Hjá Sjálfsbjörg eru miklar væntingar til þessa nýja verkefnis og er það von okkar m.a. með jákvæðum stuðningi yfirvalda að okkur auðnist að eiga þátt í að varða leið fólks með hreyfihömlun og vonandi annarra síðar meir til sjálfstæðs lífs. Áætlað er að Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar opni með formlegum hætti fyrrihluta næsta árs. Frekari upplýsingar um miðstöðina er að finna á heimasíðu Sjálfsbjargar lsf., sjalfsbjorg.is. Þar má einnig sjá heimildaskrá, en stuðst er við nokkrar heimildir þaðan í þessari grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Um nokkurra missera skeið hefur verið unnið að undirbúningi Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar (ÞS). Um er að ræða samstarfsverkefni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins í samvinnu við velferðarráðuneytið. Markmið með verkefninu er veita hreyfihömluðu fólki upplýsingar um allt sem viðkemur réttindum þess og þjónustuframboði á einum stað. Einnig mun miðstöðin standa fyrir fræðslustarfsemi og námskeiðahaldi. Í dag þarf hreyfihamlað fólk að sækja upplýsingar til ýmissa stofnana, fyrirtækja og samtaka sem getur reynst bæði tímafrekt og slítandi. Þjónusta og upplýsingagjöf eru oft á tíðum á sömu hendi og hlutleysi upplýsinga því etv. ekki tryggt. Verðmæti þjónustu ÞS felast í fjárhags- og tímasparnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Lögð hefur verið mikil vinna bæði í þarfagreiningu og gerð framkvæmdaáætlunar, sem tryggja á góðan grunn fyrir rekstur ÞS. Auk þess hefur markviss kynning á miðstöðinni þegar hafist með viðtölum við fjölda fólks, bæði tilvonandi samstarfsaðila og notendur þjónustunnar. Einnig fór kynning á fyrirhugaðri miðstöð fram á sérstökum fundum sem Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir sl. vetur víðs vegar um landið. Í störfum miðstöðvarinnar verður gengið út frá norræna tengslalíkaninu en þar er lögð áhersla á tengsl og samskipti milli einstaklings og samfélags; þ.e. hinn fatlaði einstaklingur á ekki einhliða að þurfa að laga sig að umhverfinu heldur verður umhverfið að laga sig að hans þörfum. Lögð verður áhersla á sjálfstætt líf fatlaðra en í því felst m.a. að barist er fyrir jöfnum tækifærum, sjálfsákvörðunarrétti og sjálfsvirðingu. Hugmyndafræðin felur í sér að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, eiga rétt á þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Auk þess felur hugmyndafræðin í sér kröfu um val og stjórn í daglegu lífi. Valdefling verður eitt af grunnstefunum í verkefnum miðstöðvarinnar. Valdefling í þjónustu við fatlað fólk snýst um lífsgæði, mannréttindi og borgaraleg réttindi. Auk þess felur hugtakið í sér grundvallarbreytingar á viðhorfum og uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk. Bent hefur verið á að einn þáttur í valdeflingu fatlaðs fólks sé mikilvægi þess að það hafi greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf sem auðveldi val og geri því kleift að taka ákvarðanir. Lengi hefur sú hugsun verið ríkjandi, jafnvel meðal veitenda þjónustu, að fatlað fólk eigi að vera þakklátt fyrir að fá þá þjónustu sem að því er rétt. Auk þess að eðlilegt sé að fatlað fólk sé í láglaunastörfum ef það er á annað borð svo „heppið“ að fá vinnu. Góðvildarsýnin hefur einnig lengi ráðið ríkjum í málefnum fatlaðs fólks og hafa hagsmunasamtök þessara hópa jafnvel gerst sek um að ýta undir vorkunnsemi. Slík vorkunnsemi tengist hugsanlega læknisfræðilegri sýn á fötlun þar sem einstaklingurinn er skilgreindur sem sjúkur og því minnimáttar. Enn ber á fordómum í þjóðfélaginu gagnvart hreyfihömluðum. Með uppbyggingu Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar verður stigið mikilvægt skref í að uppræta þá. Með fyrrnefndri félagslegri nálgun sem verið hefur að ryðja sér til rúms undanfarin ár og starf ÞS mun grundvallast á, fylgir valdefling fyrir einstaklinginn, þ.e. að hann skilgreini sjálfur líf sitt, langanir, aðstæður og þarfir. Notendastýrð persónuleg aðstoð sem byggir á því að einstaklingurinn stýri sjálfur þeirri aðstoð sem hann þarf á að halda tengist valdeflingunni beint. Fatlað fólk vill ekki forréttindi og góðgerðastimpil heldur að geta staðið til jafns við aðra eins og lögð er áhersla á í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nauðsynlegt er að ÞS fylgi þessari hugmyndafræði eftir í öllu sínu starfi. Ætla má að starfsemi miðstöðvarinnar, og þá ekki hvað síst jafningjastuðningur og stuðningur við aðstandendur, geti sparað stórar fjárhæðir í velferðarkerfinu með eflingu einstaklingsins og fjölskyldu hans. Þannig má hugsa sér að einstaklingurinn geti orðið virkari í samfélaginu, tekið þátt í atvinnulífinu og dregið sé úr andlegri vanlíðan hans. Aukin lífsgæði einstaklings og bætt andleg líðan getur leitt til lægri sjúkrahúss- og lyfjakostnaðar ríkisins. Sjálfsbjörg hefur kynnt verkefnið fyrir velferðarráðherra og ráðuneyti hans sem hefur tekið vel í þessar hugmyndir. Hjá Sjálfsbjörg eru miklar væntingar til þessa nýja verkefnis og er það von okkar m.a. með jákvæðum stuðningi yfirvalda að okkur auðnist að eiga þátt í að varða leið fólks með hreyfihömlun og vonandi annarra síðar meir til sjálfstæðs lífs. Áætlað er að Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar opni með formlegum hætti fyrrihluta næsta árs. Frekari upplýsingar um miðstöðina er að finna á heimasíðu Sjálfsbjargar lsf., sjalfsbjorg.is. Þar má einnig sjá heimildaskrá, en stuðst er við nokkrar heimildir þaðan í þessari grein.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar