Verkfall leikskólakennara Guðrún Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2011 07:00 Nú vofir yfir að leikskólakennarar fari í verkfall á fyrstu vikum nýs skólaárs. Aðilar hafa reynt að ná saman en enn hafa samningar ekki náðst. Leikskóli er fyrsta skólastigið hér á landi fyrir börn undir skólaskyldualdri. Mikill meirihluti foreldra nýtir sér þessa þjónustu og er ljóst að þjóðfélagið í heild reiðir sig á að leikskólar landsins starfi eins og lög gera ráð fyrir. Það er skilmerkilega gerð grein fyrir hlutverki leikskóla í grunnskólalögunum frá 2008. Þar þarf vandað og metnaðarfullt fólk til að sinna því hlutverki sem leikskólunum er ætlað. Foreldrar eiga mikið undir að í leikskólunum sé fólk sem starfar af heilindum og nýtur sín í starfi. Við viljum að leikskólakennarar séu vel menntaðir og fái sanngjörn laun fyrir sín störf. Sé þess ekki gætt leitar hæft fólk úr stéttinni og leikskólarnir búa börnunum okkar ekki þau skilyrði sem best verður á kosið. Efnahagur landsins á nú á brattann að sækja. Flestir átta sig á að við þurfum öll að taka skellinn á meðan leitast er við að rétta hag okkar. Þó ber að gæta þess að þær stéttir sem urðu eftir í launaskriði góðærisins geta engan veginn unað við sinn hag í því árferði sem nú er. Markmiðið er að allir hafi hér viðunandi afkomu og jafnframt með það leiðarljós að faglegt starf og metnaður sem byggður hefur verið upp undanfarna áratugi renni ekki í súginn. Leikskólar landsins þurfa áfram að vera metnaðarfullar og faglegar stofnanir sem hlúa að börnunum á uppbyggilegan og markvissan hátt. Það er mikið hagsmunamál fyrir allt þjóðfélagið til langs og skamms tíma að ekki verði verkfall 22. ágúst. Það varðar okkur öll að samningar náist um viðunandi kjör fyrir leikskólakennara í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Nú vofir yfir að leikskólakennarar fari í verkfall á fyrstu vikum nýs skólaárs. Aðilar hafa reynt að ná saman en enn hafa samningar ekki náðst. Leikskóli er fyrsta skólastigið hér á landi fyrir börn undir skólaskyldualdri. Mikill meirihluti foreldra nýtir sér þessa þjónustu og er ljóst að þjóðfélagið í heild reiðir sig á að leikskólar landsins starfi eins og lög gera ráð fyrir. Það er skilmerkilega gerð grein fyrir hlutverki leikskóla í grunnskólalögunum frá 2008. Þar þarf vandað og metnaðarfullt fólk til að sinna því hlutverki sem leikskólunum er ætlað. Foreldrar eiga mikið undir að í leikskólunum sé fólk sem starfar af heilindum og nýtur sín í starfi. Við viljum að leikskólakennarar séu vel menntaðir og fái sanngjörn laun fyrir sín störf. Sé þess ekki gætt leitar hæft fólk úr stéttinni og leikskólarnir búa börnunum okkar ekki þau skilyrði sem best verður á kosið. Efnahagur landsins á nú á brattann að sækja. Flestir átta sig á að við þurfum öll að taka skellinn á meðan leitast er við að rétta hag okkar. Þó ber að gæta þess að þær stéttir sem urðu eftir í launaskriði góðærisins geta engan veginn unað við sinn hag í því árferði sem nú er. Markmiðið er að allir hafi hér viðunandi afkomu og jafnframt með það leiðarljós að faglegt starf og metnaður sem byggður hefur verið upp undanfarna áratugi renni ekki í súginn. Leikskólar landsins þurfa áfram að vera metnaðarfullar og faglegar stofnanir sem hlúa að börnunum á uppbyggilegan og markvissan hátt. Það er mikið hagsmunamál fyrir allt þjóðfélagið til langs og skamms tíma að ekki verði verkfall 22. ágúst. Það varðar okkur öll að samningar náist um viðunandi kjör fyrir leikskólakennara í landinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar