Stefnumótandi biskupskosningar Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2011 09:00 Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Nú stendur yfir kosning vígslubiskups í Skálholti. Fjórir prestar voru tilnefndir í stöðuna, tvær konur og tveir karlar. Í síðari umferð er kosið á milli tveggja kandidata, konu og karls. Þetta er í fyrsta skipti sem kona nær svona langt í biskupskosningum hér á landi og á raunhæfan möguleika á að verða biskup þjóðkirkjunnar. Það liggur fyrir að velja á milli tveggja mjög hæfra einstaklinga. Bæði hafa getið sér gott orð í störfum sínum og eru flottir fulltrúar kirkjunnar okkar, jafnt innan kirkju sem á vettvangi samfélagsins. En kosning í stöðu Skálholtsbiskups snýst ekki aðeins um persónur. Hún snýst líka um prinsip og um stefnumótun í starfi kirkjunnar. Fyrir tæpum tólf árum tók Jafnréttisáætlun kirkjunnar gildi. Þá sat aðeins ein kona á Kirkjuþingi. Nú eru 11 konur af 29 fulltrúum. Enn er talsvert í land með að fullu jafnvægi sé náð á milli kynjanna, á Kirkjuþingi sem og annars staðar á starfsvettvangi kirkjunnar. Karlar eru meirihluti starfandi presta og prófasta. Allir biskupar þjóðkirkjunnar eru karlar. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveða hvort einn af þremur biskupum verði kona. Ef kona verður á næstu vikum kjörin til embættis vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi er það í fullu samræmi við Jafnréttisstefnu kirkjunnar og mikilvægt skref í átt að því að jafna hlut kvenna og karla í ábyrgðarstöðum á starfsvettvangi kirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur markað sér þá stefnu að jafna hlut kvenna og karla. Það er eðlilegt að kirkjan sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum í íslensku samfélagi. Þessvegna látum við ekki nægja að kona komist næstum því í Skálholt. Við skulum kjósa konu í Skálholt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Nú stendur yfir kosning vígslubiskups í Skálholti. Fjórir prestar voru tilnefndir í stöðuna, tvær konur og tveir karlar. Í síðari umferð er kosið á milli tveggja kandidata, konu og karls. Þetta er í fyrsta skipti sem kona nær svona langt í biskupskosningum hér á landi og á raunhæfan möguleika á að verða biskup þjóðkirkjunnar. Það liggur fyrir að velja á milli tveggja mjög hæfra einstaklinga. Bæði hafa getið sér gott orð í störfum sínum og eru flottir fulltrúar kirkjunnar okkar, jafnt innan kirkju sem á vettvangi samfélagsins. En kosning í stöðu Skálholtsbiskups snýst ekki aðeins um persónur. Hún snýst líka um prinsip og um stefnumótun í starfi kirkjunnar. Fyrir tæpum tólf árum tók Jafnréttisáætlun kirkjunnar gildi. Þá sat aðeins ein kona á Kirkjuþingi. Nú eru 11 konur af 29 fulltrúum. Enn er talsvert í land með að fullu jafnvægi sé náð á milli kynjanna, á Kirkjuþingi sem og annars staðar á starfsvettvangi kirkjunnar. Karlar eru meirihluti starfandi presta og prófasta. Allir biskupar þjóðkirkjunnar eru karlar. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveða hvort einn af þremur biskupum verði kona. Ef kona verður á næstu vikum kjörin til embættis vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi er það í fullu samræmi við Jafnréttisstefnu kirkjunnar og mikilvægt skref í átt að því að jafna hlut kvenna og karla í ábyrgðarstöðum á starfsvettvangi kirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur markað sér þá stefnu að jafna hlut kvenna og karla. Það er eðlilegt að kirkjan sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum í íslensku samfélagi. Þessvegna látum við ekki nægja að kona komist næstum því í Skálholt. Við skulum kjósa konu í Skálholt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar