Gjörbreytt frumvarp innanríkisráðherra vekur furðu 10. ágúst 2011 06:00 Félag um foreldrajafnrétti harmar þær breytingar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram til breytinga á barnalögum. Frumvarpið var fullunnið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur, en þar var tekið nokkurt tillit til alþjóðlegrar þróunar á barnarétti og þeirra tillagna sem tvær stórar íslenskar nefndir um málið lögðu einróma til. Í frumvarpi Rögnu var lagt til að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns, teldu þeir það barni fyrir bestu. Allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa slíka heimild og engin þeirra hefur afnumið slíka heimild við endurmat í ljósi áratuga reynslu. Ákvæðið þykir setja niður deilur foreldra og auka sáttfýsi þeirra, enda ljóst að hvorugt þeirra fer sigurvisst í dómsal. Ögmundur hefur nú fellt út þessa dómaraheimild og geta þá íslenskir dómarar einungis dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með svipt hitt foreldrið forsjá barns. Þar með segir háttvirtur dómsmálaráðherra að hann beri ekki trausts til íslenskra dómara að dæma mildasta úrræðið þótt það sé barninu fyrir bestu. Þar sem frumvarpið var skrifað utan um dómaraheimildina verða fjölmargar aðrar breytingar algjörlega marklausar og frumvarpið í heild sinni til óþurftar. Ný sáttameðferðarúrræði fyrir tugi eða hundruð milljóna verður sóun á almannafé án dómaraheimildar. Öll merki eru um að Ögmundur sé að ganga erinda öfgahópa innan kvenréttindahreyfingarinnar sem ætíð hafa barist gegn öllum breytingum í átt að jafnrétti og almennri réttarstöðu íslenskra feðra og barna í það horf sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum. Breytingar Ögmundar á áður vel unnu frumvarpi Rögnu eru dæmi um ömurlega stjórnsýslu þar sem lítill og einangraður hópur sérhagsmunaaðila virðist hafa náð fram óeðlilegum og víðtækum geðþóttabreytingum sem ganga á skjön við þverfaglegt mat sérfræðifólks. Þau rök Ögmundar að einhver hafi verið óánægður í Svíþjóð og hugsanlega eigi að skrifa skýrslu í Danmörku eru léttvæg, enda ljóst að í sifjamálum af þessu tagi verða aldrei allir sáttir. Horfa ber frekar til þess að þjóðþing allra þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa á undanförnum 4-5 árum endurskoðað þessi mál með þingnefndum og mikilli sérfræðivinnu og komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram með dómaraheimild. Má þar nefna Svía 2006, Dani 2007 og Norðmenn 2009. Allar þjóðirnar gáfu út stórar og viðmiklar skýrslur um málið og niðurstaðan var einhlít: Annað foreldrið á ekki að ráða því eitt hvort barn sé í sameiginlegri forsjá beggja, enda verður þá enginn vilji til sátta. Frumvarp þetta hlýtur að taka breytingum í meðförum þingsins og dómaraheimildin að fara inn aftur þar sem æðstu stofnanir Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa allar samþykkt ályktanir á síðustu árum um að dómarar á Íslandi eigi að hafa heimild að dæma sameiginlega forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Félag um foreldrajafnrétti harmar þær breytingar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram til breytinga á barnalögum. Frumvarpið var fullunnið í ráðherratíð Rögnu Árnadóttur, en þar var tekið nokkurt tillit til alþjóðlegrar þróunar á barnarétti og þeirra tillagna sem tvær stórar íslenskar nefndir um málið lögðu einróma til. Í frumvarpi Rögnu var lagt til að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns, teldu þeir það barni fyrir bestu. Allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa slíka heimild og engin þeirra hefur afnumið slíka heimild við endurmat í ljósi áratuga reynslu. Ákvæðið þykir setja niður deilur foreldra og auka sáttfýsi þeirra, enda ljóst að hvorugt þeirra fer sigurvisst í dómsal. Ögmundur hefur nú fellt út þessa dómaraheimild og geta þá íslenskir dómarar einungis dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með svipt hitt foreldrið forsjá barns. Þar með segir háttvirtur dómsmálaráðherra að hann beri ekki trausts til íslenskra dómara að dæma mildasta úrræðið þótt það sé barninu fyrir bestu. Þar sem frumvarpið var skrifað utan um dómaraheimildina verða fjölmargar aðrar breytingar algjörlega marklausar og frumvarpið í heild sinni til óþurftar. Ný sáttameðferðarúrræði fyrir tugi eða hundruð milljóna verður sóun á almannafé án dómaraheimildar. Öll merki eru um að Ögmundur sé að ganga erinda öfgahópa innan kvenréttindahreyfingarinnar sem ætíð hafa barist gegn öllum breytingum í átt að jafnrétti og almennri réttarstöðu íslenskra feðra og barna í það horf sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum. Breytingar Ögmundar á áður vel unnu frumvarpi Rögnu eru dæmi um ömurlega stjórnsýslu þar sem lítill og einangraður hópur sérhagsmunaaðila virðist hafa náð fram óeðlilegum og víðtækum geðþóttabreytingum sem ganga á skjön við þverfaglegt mat sérfræðifólks. Þau rök Ögmundar að einhver hafi verið óánægður í Svíþjóð og hugsanlega eigi að skrifa skýrslu í Danmörku eru léttvæg, enda ljóst að í sifjamálum af þessu tagi verða aldrei allir sáttir. Horfa ber frekar til þess að þjóðþing allra þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa á undanförnum 4-5 árum endurskoðað þessi mál með þingnefndum og mikilli sérfræðivinnu og komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram með dómaraheimild. Má þar nefna Svía 2006, Dani 2007 og Norðmenn 2009. Allar þjóðirnar gáfu út stórar og viðmiklar skýrslur um málið og niðurstaðan var einhlít: Annað foreldrið á ekki að ráða því eitt hvort barn sé í sameiginlegri forsjá beggja, enda verður þá enginn vilji til sátta. Frumvarp þetta hlýtur að taka breytingum í meðförum þingsins og dómaraheimildin að fara inn aftur þar sem æðstu stofnanir Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa allar samþykkt ályktanir á síðustu árum um að dómarar á Íslandi eigi að hafa heimild að dæma sameiginlega forsjá.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar