Prófessorinn fellur á upptökuprófinu Sindri Sigurgeirsson skrifar 5. ágúst 2011 09:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. Deildarforsetinn nefnir réttilega að smásöluverslanir hafi rétt til að skila öllu því kjöti sem þær ná ekki að selja. Hann býr hins vegar til þá kenningu að þetta sé tilkomið að kröfu afurðastöðvanna og gott ef ekki bænda sjálfra til að halda uppi verði á kindakjöti og koma í veg fyrir að neytendum bjóðist varan með afslætti þegar hún fer að nálgast síðasta söludag. Ef prófessorinn hefði rannsakað málið hefði hann komist að því að skilarétturinn er kominn til að kröfu smásölunnar og bændur hafa oftsinnis mótmælt þessu fyrirkomulagi opinberlega. Hagfræðingurinn telur sem sagt að skilarétturinn sé eingöngu til að halda uppi verði og framleiðendur yfirfylli verslanir af kjöti til þess eins að taka verulegan hluta af því til baka og farga því. Hann telur því að hagsmunir bænda séu fólgnir í því að taka sem mest til baka úr versluninni til þess að henda, halda verðlaginu uppi með töluverðum tilkostnaði vegna flutninga og förgunar. Hann byggir þetta ekki á neinum gögnum ólíkt því sem vísindamenn í háskólasamfélaginu gera en það er hagur bæði verslunarinnar og afurðastöðvanna að selja kjötið en ekki farga því. Afurðastöðvarnar gefa ekki upp hversu mikið kjöt verslanirnar ná ekki að selja en það er afar lítið, jafnvel undir einu prósenti af framleiðslunni hjá stórum þekktum framleiðanda. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir hagfræðiprófessorinn að rannsaka hversu miklu kjöti er fargað eða jafnvel umfang rýrnunar á allri ferskvöru, hvar hún á sér stað og hvað hún kostar. Það væru sannarlega forvitnilegar tölur, en þær eru ekki til. Á meðan svo er getur hvorki prófessorinn né nokkur annar leyft sér að draga ályktanir út frá hugarburði og óvönduðum vinnubrögðum. Það er langt frá því að smásöluverð á lambakjöti hafi náð að fylgja almennri verðlagsþróun undanfarin ár, neytendum til hagsbóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt kindakjöt af bændum á fyrirfram ákveðnu verði í sláturtíðinni á haustin. Bændurnir fá það að jafnaði greitt að fullu 1-2 vikum eftir slátrun og opinberar stuðningsgreiðslur renna beint til þeirra en ekki afurðastöðvanna. Sláturhúsin hafa því ekki aðra hagsmuni en að selja kjötið á sem bestu verði, enda hafa þær þegar greitt fyrir það. Það þyrfti ansi mikinn hagnað af hverju seldu kílói á móti þeim sem fargað væri að þarflausu til að bæta afurðastöðinni upp þann kostnað sem þegar er áfallinn. Það væri fagnaðarefni ef deildarforsetinn fengist til að skýra út hvernig hagnaður fæst með því að farga kjöti í stað þess að selja það. Deildarforsetinn eyðir löngu máli í að færa rök fyrir því að útflutningur kindakjöts sé í raun niðurgreiddur þrátt fyrir að útflutningsbætur hafi verið lagðar af 1992. Þar virðist hann halda að stuðningur við sauðfjárræktina sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að bændum sé greitt fyrir að framleiða ákveðið magn og stuðningurinn vaxi í takt við aukna framleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Kveðið er á um ákveðinn fjölda ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi þeirra er óháður því kjöti sem framleitt er. Reyndar var ærgildi eitt sinn skilgreint sem ákveðið magn af kjöti en það var aflagt fyrir 16 árum þegar framleiðslustýringu var hætt. Í sauðfjársamningnum er einnig ákvæði um að tiltekin upphæð fari til þeirra bænda sem eru með gæðastýrða framleiðslu. Um er að ræða fasta upphæð sem er óháð framleiðslumagni. Það eru því engin rök fyrir því að kalla ákveðinn hluta opinbera stuðningsins niðurgreiðslur á það kjöt sem flutt er út. Yrði útflutningi hætt og framleiðslan minnkuð niður í innanlandsneyslu myndi það engu breyta varðandi upphæð opinbera stuðningsins. Þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Evrópusambandið notar fyrir allan landbúnaðinn, en tilgangurinn er að aðlaga framleiðsluna betur að markaðnum og draga úr áhrifum hins opinbera á framleiðslumagn. Prófessorinn endar síðan grein sína á því að gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða séu rýrar og tekur hann álframleiðslu til samanburðar. Það kann vel að vera að hann telji hagkvæman kost að fjölga álverum og fækka bændum en það er ekki víst að hann hafi þjóðina með sér þar. Gjaldeyristekjurnar vegna útflutningsins eru hrein viðbót sem fellur til eftir að búið er að sinna þörfum innanlandsmarkaðarins, sem er og verður fyrsta skylda sauðfjárbænda. Bændur eru því stoltir af verkum sínum hvað sem skoðunum deildarforsetans líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. Deildarforsetinn nefnir réttilega að smásöluverslanir hafi rétt til að skila öllu því kjöti sem þær ná ekki að selja. Hann býr hins vegar til þá kenningu að þetta sé tilkomið að kröfu afurðastöðvanna og gott ef ekki bænda sjálfra til að halda uppi verði á kindakjöti og koma í veg fyrir að neytendum bjóðist varan með afslætti þegar hún fer að nálgast síðasta söludag. Ef prófessorinn hefði rannsakað málið hefði hann komist að því að skilarétturinn er kominn til að kröfu smásölunnar og bændur hafa oftsinnis mótmælt þessu fyrirkomulagi opinberlega. Hagfræðingurinn telur sem sagt að skilarétturinn sé eingöngu til að halda uppi verði og framleiðendur yfirfylli verslanir af kjöti til þess eins að taka verulegan hluta af því til baka og farga því. Hann telur því að hagsmunir bænda séu fólgnir í því að taka sem mest til baka úr versluninni til þess að henda, halda verðlaginu uppi með töluverðum tilkostnaði vegna flutninga og förgunar. Hann byggir þetta ekki á neinum gögnum ólíkt því sem vísindamenn í háskólasamfélaginu gera en það er hagur bæði verslunarinnar og afurðastöðvanna að selja kjötið en ekki farga því. Afurðastöðvarnar gefa ekki upp hversu mikið kjöt verslanirnar ná ekki að selja en það er afar lítið, jafnvel undir einu prósenti af framleiðslunni hjá stórum þekktum framleiðanda. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir hagfræðiprófessorinn að rannsaka hversu miklu kjöti er fargað eða jafnvel umfang rýrnunar á allri ferskvöru, hvar hún á sér stað og hvað hún kostar. Það væru sannarlega forvitnilegar tölur, en þær eru ekki til. Á meðan svo er getur hvorki prófessorinn né nokkur annar leyft sér að draga ályktanir út frá hugarburði og óvönduðum vinnubrögðum. Það er langt frá því að smásöluverð á lambakjöti hafi náð að fylgja almennri verðlagsþróun undanfarin ár, neytendum til hagsbóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt kindakjöt af bændum á fyrirfram ákveðnu verði í sláturtíðinni á haustin. Bændurnir fá það að jafnaði greitt að fullu 1-2 vikum eftir slátrun og opinberar stuðningsgreiðslur renna beint til þeirra en ekki afurðastöðvanna. Sláturhúsin hafa því ekki aðra hagsmuni en að selja kjötið á sem bestu verði, enda hafa þær þegar greitt fyrir það. Það þyrfti ansi mikinn hagnað af hverju seldu kílói á móti þeim sem fargað væri að þarflausu til að bæta afurðastöðinni upp þann kostnað sem þegar er áfallinn. Það væri fagnaðarefni ef deildarforsetinn fengist til að skýra út hvernig hagnaður fæst með því að farga kjöti í stað þess að selja það. Deildarforsetinn eyðir löngu máli í að færa rök fyrir því að útflutningur kindakjöts sé í raun niðurgreiddur þrátt fyrir að útflutningsbætur hafi verið lagðar af 1992. Þar virðist hann halda að stuðningur við sauðfjárræktina sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að bændum sé greitt fyrir að framleiða ákveðið magn og stuðningurinn vaxi í takt við aukna framleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Kveðið er á um ákveðinn fjölda ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi þeirra er óháður því kjöti sem framleitt er. Reyndar var ærgildi eitt sinn skilgreint sem ákveðið magn af kjöti en það var aflagt fyrir 16 árum þegar framleiðslustýringu var hætt. Í sauðfjársamningnum er einnig ákvæði um að tiltekin upphæð fari til þeirra bænda sem eru með gæðastýrða framleiðslu. Um er að ræða fasta upphæð sem er óháð framleiðslumagni. Það eru því engin rök fyrir því að kalla ákveðinn hluta opinbera stuðningsins niðurgreiðslur á það kjöt sem flutt er út. Yrði útflutningi hætt og framleiðslan minnkuð niður í innanlandsneyslu myndi það engu breyta varðandi upphæð opinbera stuðningsins. Þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Evrópusambandið notar fyrir allan landbúnaðinn, en tilgangurinn er að aðlaga framleiðsluna betur að markaðnum og draga úr áhrifum hins opinbera á framleiðslumagn. Prófessorinn endar síðan grein sína á því að gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða séu rýrar og tekur hann álframleiðslu til samanburðar. Það kann vel að vera að hann telji hagkvæman kost að fjölga álverum og fækka bændum en það er ekki víst að hann hafi þjóðina með sér þar. Gjaldeyristekjurnar vegna útflutningsins eru hrein viðbót sem fellur til eftir að búið er að sinna þörfum innanlandsmarkaðarins, sem er og verður fyrsta skylda sauðfjárbænda. Bændur eru því stoltir af verkum sínum hvað sem skoðunum deildarforsetans líður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun