Prófessorinn fellur á upptökuprófinu Sindri Sigurgeirsson skrifar 5. ágúst 2011 09:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. Deildarforsetinn nefnir réttilega að smásöluverslanir hafi rétt til að skila öllu því kjöti sem þær ná ekki að selja. Hann býr hins vegar til þá kenningu að þetta sé tilkomið að kröfu afurðastöðvanna og gott ef ekki bænda sjálfra til að halda uppi verði á kindakjöti og koma í veg fyrir að neytendum bjóðist varan með afslætti þegar hún fer að nálgast síðasta söludag. Ef prófessorinn hefði rannsakað málið hefði hann komist að því að skilarétturinn er kominn til að kröfu smásölunnar og bændur hafa oftsinnis mótmælt þessu fyrirkomulagi opinberlega. Hagfræðingurinn telur sem sagt að skilarétturinn sé eingöngu til að halda uppi verði og framleiðendur yfirfylli verslanir af kjöti til þess eins að taka verulegan hluta af því til baka og farga því. Hann telur því að hagsmunir bænda séu fólgnir í því að taka sem mest til baka úr versluninni til þess að henda, halda verðlaginu uppi með töluverðum tilkostnaði vegna flutninga og förgunar. Hann byggir þetta ekki á neinum gögnum ólíkt því sem vísindamenn í háskólasamfélaginu gera en það er hagur bæði verslunarinnar og afurðastöðvanna að selja kjötið en ekki farga því. Afurðastöðvarnar gefa ekki upp hversu mikið kjöt verslanirnar ná ekki að selja en það er afar lítið, jafnvel undir einu prósenti af framleiðslunni hjá stórum þekktum framleiðanda. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir hagfræðiprófessorinn að rannsaka hversu miklu kjöti er fargað eða jafnvel umfang rýrnunar á allri ferskvöru, hvar hún á sér stað og hvað hún kostar. Það væru sannarlega forvitnilegar tölur, en þær eru ekki til. Á meðan svo er getur hvorki prófessorinn né nokkur annar leyft sér að draga ályktanir út frá hugarburði og óvönduðum vinnubrögðum. Það er langt frá því að smásöluverð á lambakjöti hafi náð að fylgja almennri verðlagsþróun undanfarin ár, neytendum til hagsbóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt kindakjöt af bændum á fyrirfram ákveðnu verði í sláturtíðinni á haustin. Bændurnir fá það að jafnaði greitt að fullu 1-2 vikum eftir slátrun og opinberar stuðningsgreiðslur renna beint til þeirra en ekki afurðastöðvanna. Sláturhúsin hafa því ekki aðra hagsmuni en að selja kjötið á sem bestu verði, enda hafa þær þegar greitt fyrir það. Það þyrfti ansi mikinn hagnað af hverju seldu kílói á móti þeim sem fargað væri að þarflausu til að bæta afurðastöðinni upp þann kostnað sem þegar er áfallinn. Það væri fagnaðarefni ef deildarforsetinn fengist til að skýra út hvernig hagnaður fæst með því að farga kjöti í stað þess að selja það. Deildarforsetinn eyðir löngu máli í að færa rök fyrir því að útflutningur kindakjöts sé í raun niðurgreiddur þrátt fyrir að útflutningsbætur hafi verið lagðar af 1992. Þar virðist hann halda að stuðningur við sauðfjárræktina sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að bændum sé greitt fyrir að framleiða ákveðið magn og stuðningurinn vaxi í takt við aukna framleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Kveðið er á um ákveðinn fjölda ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi þeirra er óháður því kjöti sem framleitt er. Reyndar var ærgildi eitt sinn skilgreint sem ákveðið magn af kjöti en það var aflagt fyrir 16 árum þegar framleiðslustýringu var hætt. Í sauðfjársamningnum er einnig ákvæði um að tiltekin upphæð fari til þeirra bænda sem eru með gæðastýrða framleiðslu. Um er að ræða fasta upphæð sem er óháð framleiðslumagni. Það eru því engin rök fyrir því að kalla ákveðinn hluta opinbera stuðningsins niðurgreiðslur á það kjöt sem flutt er út. Yrði útflutningi hætt og framleiðslan minnkuð niður í innanlandsneyslu myndi það engu breyta varðandi upphæð opinbera stuðningsins. Þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Evrópusambandið notar fyrir allan landbúnaðinn, en tilgangurinn er að aðlaga framleiðsluna betur að markaðnum og draga úr áhrifum hins opinbera á framleiðslumagn. Prófessorinn endar síðan grein sína á því að gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða séu rýrar og tekur hann álframleiðslu til samanburðar. Það kann vel að vera að hann telji hagkvæman kost að fjölga álverum og fækka bændum en það er ekki víst að hann hafi þjóðina með sér þar. Gjaldeyristekjurnar vegna útflutningsins eru hrein viðbót sem fellur til eftir að búið er að sinna þörfum innanlandsmarkaðarins, sem er og verður fyrsta skylda sauðfjárbænda. Bændur eru því stoltir af verkum sínum hvað sem skoðunum deildarforsetans líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, heldur áfram umfjöllun sinni um sauðfjárrækt í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann hafi greinilega kynnt sér málin aðeins betur nú en þegar hann tjáði sig um málið síðast, vantar enn talsvert upp á að þekking hans sé á ásættanlegu stigi. Verður því reynt að verða honum til aðstoðar enn á ný. Deildarforsetinn nefnir réttilega að smásöluverslanir hafi rétt til að skila öllu því kjöti sem þær ná ekki að selja. Hann býr hins vegar til þá kenningu að þetta sé tilkomið að kröfu afurðastöðvanna og gott ef ekki bænda sjálfra til að halda uppi verði á kindakjöti og koma í veg fyrir að neytendum bjóðist varan með afslætti þegar hún fer að nálgast síðasta söludag. Ef prófessorinn hefði rannsakað málið hefði hann komist að því að skilarétturinn er kominn til að kröfu smásölunnar og bændur hafa oftsinnis mótmælt þessu fyrirkomulagi opinberlega. Hagfræðingurinn telur sem sagt að skilarétturinn sé eingöngu til að halda uppi verði og framleiðendur yfirfylli verslanir af kjöti til þess eins að taka verulegan hluta af því til baka og farga því. Hann telur því að hagsmunir bænda séu fólgnir í því að taka sem mest til baka úr versluninni til þess að henda, halda verðlaginu uppi með töluverðum tilkostnaði vegna flutninga og förgunar. Hann byggir þetta ekki á neinum gögnum ólíkt því sem vísindamenn í háskólasamfélaginu gera en það er hagur bæði verslunarinnar og afurðastöðvanna að selja kjötið en ekki farga því. Afurðastöðvarnar gefa ekki upp hversu mikið kjöt verslanirnar ná ekki að selja en það er afar lítið, jafnvel undir einu prósenti af framleiðslunni hjá stórum þekktum framleiðanda. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir hagfræðiprófessorinn að rannsaka hversu miklu kjöti er fargað eða jafnvel umfang rýrnunar á allri ferskvöru, hvar hún á sér stað og hvað hún kostar. Það væru sannarlega forvitnilegar tölur, en þær eru ekki til. Á meðan svo er getur hvorki prófessorinn né nokkur annar leyft sér að draga ályktanir út frá hugarburði og óvönduðum vinnubrögðum. Það er langt frá því að smásöluverð á lambakjöti hafi náð að fylgja almennri verðlagsþróun undanfarin ár, neytendum til hagsbóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt kindakjöt af bændum á fyrirfram ákveðnu verði í sláturtíðinni á haustin. Bændurnir fá það að jafnaði greitt að fullu 1-2 vikum eftir slátrun og opinberar stuðningsgreiðslur renna beint til þeirra en ekki afurðastöðvanna. Sláturhúsin hafa því ekki aðra hagsmuni en að selja kjötið á sem bestu verði, enda hafa þær þegar greitt fyrir það. Það þyrfti ansi mikinn hagnað af hverju seldu kílói á móti þeim sem fargað væri að þarflausu til að bæta afurðastöðinni upp þann kostnað sem þegar er áfallinn. Það væri fagnaðarefni ef deildarforsetinn fengist til að skýra út hvernig hagnaður fæst með því að farga kjöti í stað þess að selja það. Deildarforsetinn eyðir löngu máli í að færa rök fyrir því að útflutningur kindakjöts sé í raun niðurgreiddur þrátt fyrir að útflutningsbætur hafi verið lagðar af 1992. Þar virðist hann halda að stuðningur við sauðfjárræktina sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að bændum sé greitt fyrir að framleiða ákveðið magn og stuðningurinn vaxi í takt við aukna framleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Kveðið er á um ákveðinn fjölda ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi þeirra er óháður því kjöti sem framleitt er. Reyndar var ærgildi eitt sinn skilgreint sem ákveðið magn af kjöti en það var aflagt fyrir 16 árum þegar framleiðslustýringu var hætt. Í sauðfjársamningnum er einnig ákvæði um að tiltekin upphæð fari til þeirra bænda sem eru með gæðastýrða framleiðslu. Um er að ræða fasta upphæð sem er óháð framleiðslumagni. Það eru því engin rök fyrir því að kalla ákveðinn hluta opinbera stuðningsins niðurgreiðslur á það kjöt sem flutt er út. Yrði útflutningi hætt og framleiðslan minnkuð niður í innanlandsneyslu myndi það engu breyta varðandi upphæð opinbera stuðningsins. Þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Evrópusambandið notar fyrir allan landbúnaðinn, en tilgangurinn er að aðlaga framleiðsluna betur að markaðnum og draga úr áhrifum hins opinbera á framleiðslumagn. Prófessorinn endar síðan grein sína á því að gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða séu rýrar og tekur hann álframleiðslu til samanburðar. Það kann vel að vera að hann telji hagkvæman kost að fjölga álverum og fækka bændum en það er ekki víst að hann hafi þjóðina með sér þar. Gjaldeyristekjurnar vegna útflutningsins eru hrein viðbót sem fellur til eftir að búið er að sinna þörfum innanlandsmarkaðarins, sem er og verður fyrsta skylda sauðfjárbænda. Bændur eru því stoltir af verkum sínum hvað sem skoðunum deildarforsetans líður.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun