Ísland, einungis fyrir auðmenn! Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2011 06:30 Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum landsmönnum. Þróunin í efnahagsmálum hér á landi er mikið áhyggjuefni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að komast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðarsýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólksflótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyldurnar og eftir sitja aðstandendur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleiðingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugarlund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leiðina" í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðarlegt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjárhagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökkbreytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjölskyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífsbaráttan er orðin að stóru spurningarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæðum. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarksútgjöldum. Það er því miður staðreynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auðskilið af hverju fólksflótti millistéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðarlegt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin takmörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífsskilyrðum, áframhaldandi spillingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verkefni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Höfum við efni á að búa lengur á Íslandi? Þessi spurning hlýtur að brenna á mörgum landsmönnum. Þróunin í efnahagsmálum hér á landi er mikið áhyggjuefni fyrir fjölskyldufólk og komin úr öllu samhengi við kostnað þess að lifa á Íslandi í dag. Það þarf ekki sérfræðinga til þess að komast að þessari niðurstöðu, þetta blasir við hvert sem maður lítur. Hinn vinnandi meðalmaður nær ekki lengur endum saman og tap íslenskra fjölskyldna virðist engan enda ætla að taka. Það dapurlega er að það virðist heldur engin ásættanleg framtíðarsýn vera í mótun hjá stjórnvöldum fyrir starfandi fólk í landinu, og þó það liggi fyrir að skuldirnar sem almenningur tók og tekur enn á sig vegna hrunsins séu himinháar, eru raunverulegar afleiðingar hrunsins fyrir fólkið í landinu enn að mörgu leyti mjög óljósar. Útlitið er vægast sagt svart og því miður er það staðreynd að fólksflótti frá landinu er enn að aukast verulega. Sá hópur fólks sem helst leggur á flótta er vel menntað fólk sem ekki fær laun í samræmi við þá vinnu sem það hefur lagt á sig með áralöngu háskólanámi og mikilli baráttu við að ná settum markmiðum í lífinu. Fyrir þetta fólk er kostnaðurinn orðinn of mikill við að búa á Íslandi. Með þessu fólki fara heilu fjölskyldurnar og eftir sitja aðstandendur sem oft eru í eldri kantinum og hefðu gjarnan viljað hafa sína afkomendur nálægt sér. Ekki eru öll kurl komin til grafar og afleiðingar hrunsins enn að koma í ljós. Getur t.d. einhver gert sér í hugarlund hvernig hið íslenska samfélag mun líta út eftir 10 ár? Höfum við efni á að búa hér áfram? Margir komast nú að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Fólk sem fór „heiðarlegu leiðina" í að sjá fjölskyldum sínum farborða og eiga fyrir útborgun í íbúð, situr nú uppi með gríðarlegt tap og þarf að sætta sig við að allt streðið við að koma undir sig fótunum var tilgangslaust í fjárhagslegu tilliti. Afraksturinn af öllu erfiðinu er enginn og stökkbreytt lán, námslán og óhagstæð ytri skilyrði eru þung byrði á fjölskyldunum, þar sem launin sem alla jafnan teldust þokkaleg, duga ekki lengur til þess að standa skil á pakkanum með góðu móti. Lífsbaráttan er orðin að stóru spurningarmerki og það er mjög letjandi fyrir einstaklinginn að leggja sig fram undir þessum kringumstæðum. Framtíðarsýn er af skornum skammti og í samfélaginu ríkir sífellt meiri ósátt og sundrung. Fólk þarf ekki einungis að sætta sig við að hafa í mörgum tilfellum misst sparnað sem það vann fyrir hörðum höndum, heldur á sér stað fádæma óréttlæti þar sem sumir fá afskriftir en aðrir ekki og í vali ríkisstjórnarinnar á því hverjir fá afskriftir virðast tilviljanir og heppni ráða ferðinni. Staðan, sem nú þegar er afkáraleg, versnar stöðugt og laun millistéttarfólks duga ekki lengur fyrir lágmarksútgjöldum. Það er því miður staðreynd að sú stétt er að hrynja niður í hóp fátækra í samfélaginu. Tilgangurinn með harkinu er því vandséður, hvort sem horft er til baka eða fram á veginn og auðskilið af hverju fólksflótti millistéttarinnar eykst sífellt. Tapið eftir hrunið var gríðarlegt, en það sem vekur hjá manni óhug er að því virðast engin takmörk sett. Tap landsmanna felst m.a. í vaxandi óhagstæðum lífsskilyrðum, áframhaldandi spillingu og skorti á framtíðarsýn. Stjórnvöldum hefur mistekist það gríðarlega mikilvæga verkefni að gefa fólki von um réttláta framþróun, sátt og uppbyggingu velferðar hér á landi og það eina sem blasir við er áframhaldandi tap fyrir fólkið í landinu. Er ekki löngu kominn tími á nýja byltingu?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun